Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 10
inn við. Rakinn er lauslega æfirferill hans og starfssaga. En þó er raunar fátt sagt um manninn sjálfan. Honum verður bezt lýst með einu orði: Hann var skáld. Allir hans beztu eðlisþættir eru nátengdir skáldhneigð hans og skáldgáfu. Atvik réðu því að hann ólst upp í Mývatnssveit og varð bóndi. Þessi at- vik hafa skapað Ijóðum hans vettvang, og gefið þeim sérkennd. En hefði hann verið annars staðar alinn hefði hann hlotið að yrkja einhver andleg verð- mæti. Það var hins innsta þrá og dýpsta eðli. En hann yrkir eigi aðeins ljóð sín, hann lifir í ljóðum sínum og þau í honum. Margur hefur ort fagurt kvæði til átthaganna, en yfirgefið þá síðan. Slíkt var fjarri Sigurði. Ástin til sveitarinnar heillar hann heim tvítug- an með ljóð á vör, heldur honum föst- um heima, unz hann fellur sjötugur. Ekki hafa aðrir betur ort til fjalla og öræfa. En honum nægir ekki að varpa orði á öræfin, hann vill lifa með öræf- unum, sem einn hluti þeirrar nátt- úru. Hann fer til Englands snögga ferð með sauðaskipinu haustið 1900. Á heimleið er hann milli vonar og ótta um það, hvort hann komi nógu snemma heim til að fara í eftirleit til Grafarlanda og Herðubreiðarlinda. Hann fór þá fyrstu eftirleitarferðina og var með „Fjalla-Bensa“. Þessari ferð hefur hann lýst með máttugum og myndauðgum stíl, svoaðbókmennt- ir okkar eru einum gimsteini ríkari, af því að ferðin var farin. Margar vetrar- ferðir fór hann síðan á öræfin. Sam- ferðamenn lians róma þol lians og þrautseigju, og höfðu á orði, að frekar mundi Sigurður Jónsson deyja stand- andi, en gefast upp að ná setti marki. Sigurður orti um lietjur, þol, þraut- seigju og manndáð. En hetjuljóð stofu- skáldsins verða Iijóm og kaldur hljóm- ur hjá hetjuljóðum hetjunnar sjálfrar. Hetjudáðir öræfafara, þvílíkra sem Sigurðar á Arnarvatni, eru engu ómerkari eða minni mannraun, en líf fornkappans eða hermannsins. Hann yrkir um glímuna, bregður upp skyndimyndum fornsagna og þjóð- sagna, lýsir leiftursnöggum tökum og sveigjum og heimfærir að lokum til mannlífsins: „Æfin öll er glíma ósamþýddra krafta milli misjafns tíma milli frelsi og hafta“. Við vitum, að hann var sjálfur svo knár glímumaður, að hann bjargaði á Möðruvöllum lilut yngri bekkjar gegn hinum eldri. Hitt vitum við einnig hve hann var ótrauður og sterkur á svellinu alla æfi í glímunni miklu milli frelsis og hafta. Hann kvað skautaljóð, lofsöng íþróttarinnar, hinna snöggu við- bragða, hins mikla hraða, þar sem hugurinn er viðbúinn og hver vöðvi háspenntur. Enginn yrkir þannig nema sá, sem hefur notið einhverrar þeirrar íþróttar, sem altekur alla krafta sálar og líkama. Hann yrkir: „í önn dagsins" og lýsir því, hvernig kvæðið fæðist við starfið. „Er sveittur stend eg og sólu brenndur um sumar stund og vinn sem endist, með hraðar hendur og hreifa lund, svo undra margt fyrir andann ber sem erfiðið bjart þá gjörir mér“. „Er sezt eg inn við vetrarvinnu, mín vitja þar þær fleygu myndir, sem fyrir í skyndi í flokkum bar og fóstrað eitt getur vort fagra land þá fer eg og set um þær stuðlaband". Sigurður var innsýnn í ljóðum sín- um og heldur dómsdag yfir sjálfum sér. Hann var oft þögull maður að verki og innibyrgður. Hann finnur þetta bezt sjálfur og kveður um þögn sína: „Hún var mín vörn, mín brynja svo varð mér ekki að stynja í áheyrn lýðs að særðra sið“. Erfiminningar, bæði í ljóði og lausu máli, eru merkur þáttur í íslenzkum bókmenntum. Sigurður orti mörg erfi- ljóða. Þar koma glöggt fram skoðanir hans á mannlífinu og skarpar, lilut- lausar mannlýsingar. Eg minnist þess að þeir nafnar, faðir minn og Sigurður á Arnarvatni, voru oftast andstæðingar í stjórnmálum, og greindi oft á innan héraðs. En eftir föður minn látinn yrk- ir Sigurður eitt sinna beztu erfiljóða. Hann mat mennina eftir manngildi, en eigi hinu, hvort þeir stóðu með honum í flokki. Flest ljóð Sigurðar eru stutt. Þar er allt meitlað og heflað, ein mynd eða líking með glöggum dráttum, ekkert of eða van. En þó hefur hann ort nokk- ur stór kvæði eða ljóðaflokka. Elzti stóri kvæðaflokkurinn er Herðubreið, allur með sama bragarhætti, magn- þrungið kvæði, þrjátíu löng erindi og skiptast að efni í þrjá meginkafla. Fyrsti hlutinn er náttúrulýsing, dýrleg drápa til drottningar fjallanna, Herðu- breiðar og öræfanna. Miðhlutinn er helgaður Fjalla-Eyvindi, saga útlagans rakin af sálrænum skilningi, og er Sig- urður fyrstur til að gera Eyvind að yrkisefni. Síðasti hlutinn er heim- færsla: „Herðubreið er ættland okkar“ — „Eyvindur er þjóðin mín“. Kvæðið birtist fyrst 1904 og var þá fyrst full- smíðað, en samning þess var hafin fyr- ir aldamót. í þessu mikla kvæði tekur Sigurður fyrir þrjú hugðarefni sín: náttúruna, sögu landsins og manneðl- ið. Sumarið 1948 flytur Sigurður mik- inn kvæðabálk undir fleiri háttum, við vígsluna á Jökulsárbrúnni. Nær því hálf öld er þá liðin frá því að hann hóf að yrkja kvæðið um Herðubreið. Síð- asti Ijóðabálkurinn hefur efalaust ver- ið ortur með meiri hraða. En þó gætir þar hvorki smíðagalla né ellimarka. Samur er æskublær hugans á báðum ljóðabálkunum. Margoft hafa ljóðabækur skálda valdið vonbrigðum, þar hefur of margt verið tínt til, svo að perlurnar verða torfundnar. Sigurður á Arnar- vatni hefur gefið út tvær ljóðabækur. Þar finnst manni engri ljóðlínu ofauk- ið. Þetta sýnir í senn listasmekk skálds- ins og gagnrýni á eigin verk. Sigurður hefur ekki verið afkasta- mikill rithöfundur á óbundið mál, en flest ber það snilldarbrag. Bezt láta honum frásagnir, og verður að harma, að eigi er fleira til frá hans hendi slíkra hluta. Annar bóndi og stórskáld, St. G. St., getur þess í bréfi, að hann yrki frekar ljóð en óbundið mál, vegna þess að það taki minni tíma að tjá hugsun í ljóði. Svo mun einnig hafa verið farið fyrir Sigurði. Hinn þögli verkamaður orti við búsönn, meitlaði ljóð og hefl- aði, og þurfti skammri stund að eyða við skrifborðið. Hér er ekki rúm til að rekja skáld- skap Sigurðar, svo semskildi. Einhvern 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.