Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 11
„Blessuð sértu, sveitin mín“ SéS yfir Mývatnssveit. Hér dvaldi Sigurður á Arnarvatni alla ævi og liér undi hann bezt. I d Mývatnssveitar orti hann hið fagra kvæði „Sveitin nn'n“. „Atvik réðu því, að hann ólst upp 1 Mývatnssveit og varð bóndi,“ segir Jón í Yztafelli í þessari minningargrein. „Þessi at- vik hafa skapað ljóðum lians vettvang og gefið þeim sérkennd. En hefði hann verið annars stac ar alinn, hefði Iiann hlotið að yrkja einhver andleg verðmæti. Það var hans innsta þrá og dýpsta eðli. En hann yrkir eigi aðeins ljóð sín, hann lifir í ljóðum sínum og þau í hon- um. Margur hefur ort fagurt kvæði til átthaganna, en yfirgefið þá siðan. Slíkt var fjarri igurði. Astin til sveitarinnar lieillar hann heim tvítugan með ljóð á vör, heldur honum föstum heima, unz liann fellur sjötugur." tíma munu bókfróðir menn skrifa rækilega um skáldskap hans. En skáldæðin var sterkasti þátturinn í eðl- ishneigð hans. — Og því varð hér að sýna hve Ijóðin voru samofin öllu hans eðli. IX „Tímarnir breytast og mennirnir með“. Allt frá Agli Skallagrímsyni til Sigurðar á Arnarvatni hafa íslenzku skáldin ort í hjáverkum, flest öll bók- menntaverðmæti eru tómstundavinna. En þrátt fyrir þetta, eða ef til vill vegna þessa, eru bókmenntir hið eina, sem við getum stært okkur af og borið okkur saman við aðra. Nútíminn krefst verkaskiptingar, bóndinn á að sinna búi sínu og engu öðru, aðrir eiga jafnvel að hugsa fvrir hann. Lærðir hagfræðingar og félags- fræðingar eiga að „skipuleggja“ þjóð- félagið. Málari eða hljómlistarmaður má ekki kreppa hönd að amboði. Rit- höfundar og skáld mega ekki sinna lífs- önn. Vélrænan blæs um landið kaldari þeim útnyrðingi, sem stendur af hafís- þökum. Hún lítilsvirðir bóndann, sem setzt óboðinn á Bragabekk, og þokar stundum hinum lærðu skáldum sessi neðar. En það er trú mín, að þegar ald- ir renna munu öldur tímans lúkast saman yfir höfðum margra hinna lærðari skálda og skútur þeirra sökkva í djúp gleymskunnar, meðan skáldin, er sátu að lífsbrunni starfannaberaenn segl við hún. Þjóðin er fámenn og öll einnar ættar, svo að jafnt má vænta hæfni til andlegra afreka úr öllum átt- um. Við liöfum ekki mátt fjölmennis til þess að þjóðin aðgreinist í stétt menntamanna og vinnulýð. Ef ís- lenzka þjóðin á að bera blóm og bar á komandi öldum, verða einnig þeir, sem bera Jryngstu önn framleiðslunn- ar, að halda sér vakandi og andlega frjóum. Ennjrá munu beztu menning- arverðmæti íslendinga verða sköpuð af mönnum, sem daglega neyta vatns- ins úr lífsins brunni náttúrunnar og hins frjóa starfslífs — mönnum, sem eru andlegir arfþegar Sigurðar á Arn- arvatni. X Sigurður andaðist í Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 24. febrúar 1949. Hann var fluttur heim til Mývatnssveitar. 12. maiz lór fram húskveðja að Arnar- vatni og jarðarför að Skútustöðum. Mikið fjölmenni var viðstatt úr öllum sveitum sýslunnar, þrátt fyrir örðuga færð yfir Mývatnsheiði. Þann dag var heiðríkja og bjart veður, en frostið ylii 20 . Séra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík flutti bæði húskveðju og lík- íæðu. Nokkur frumort ljóð voru flutt yfir kistu Sigurðar í kirkjunni. Karlakór Mývetninga annaðist söng í kirkju og heimahúsum. Þar var fyrst sungið ljóðið „Fjalladrottning móðir mín“, en áður en liann var borinn að heiman, var sungið ljóð, sem Sigurður hafði ort fyrir nokkrum árum, við and- lát sveitunga síns - þetta ljóð var tekið upp i salmabokma nýju. Þykir vel hlýða að enda minningarorð með þessu Ijóði. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð kveð eg líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Fagra dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, nú er lífsins dagur dvín, dýra kæra fóstra mín búðu um mig við brjóstin þín. Bý eg þar um eilífð glaður. Fagra dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. Faðir lífsins, faðir minn, fel eg þér minn anda í liendur. Foldin geymir fjötur sinn. Faðir lífsins, drottinn minn hjálpi mér í himin inn, helgur máttur veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel eg þér minn anda í hendur. Ritað í marz 1949. Jón Sigurðsson, Yzta-Felli. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.