Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 8
betlibréf. Nýgiftu hjónin bjuggu í vegarskurðum og auðum kjallara- skotum og betluðu sér líf og leið yfir þvera Evrópu, en jafnframt opnuðu þau eftir beztu getu augu litla drengs- ins síns, hans Jankó, fyrir leyndar- dómum viðskiptafræðinnar í þessari starfsgrein. „Geymdu hvern eyri,“ sagði Pry- sky. „Taktu aðeins við peningum en láttu þá aldrei af hendi. Karlmenn eru heimskingjar.en konur eru þó enn fáráðari. Skríddu fyrir þeim og þér mun verða gefið báðum höndum. Enginn neitar soltnum manni um mat. Kauptu aldrei neitt, ekki einu sinni brauð, og geymdu allt, sem þér á- skotnast, í belti þínu. Etelka lézt í Prag. Jan Prysky lézt á fátækraheimili í Hamborg. Jankó rannsakaði klæði hans gaumgæfilega og fann þar tíu þúsund franka í gulli og verðbréfum. Hann hafði numið listina til hlítar af föður sínum, og þess vegna lét hann lík föður síns liggja þar sem það var komið, svo að bæjaryfirvöldin fengju að annast út- förina. Hann spennti beltið um grann- ar lendar sínar og gekk út á götuna, og þegar hann sá prúðbúna konu með góðlegt andlit ganga hjá í mannfjöld- anum, kveinaði hann til hennar: „Náðuga frú, í guðs bænum gefið mér skilding.“ „Vesalings drengur, en hvað þú ert magur,“ sagði konan. Jankó lagði þetta á minnið, og þess vegna gætti hann þess að borða svo lítið, sem honum var unnt. Arið 1835, þegar sonur hans fæddist, var hann kallaður „Höfuðkúpan“ í öllum fá- tækraheimilum. Hann var grindhor- aður, fölur og tekinn og minnti á lík. Karl sonur hans var með kryppu á herðum. „Guði sé lof,“ sagði Jankó. „Þessi kryppa er verð þyngdar sinnar í gulli og vel það.“ Og það var hún sannarlega. Karl óx upp og varð svo slunginn í Iist sinni, að undrum sætti. Jankó var hreykinn af honum. Hitli kroppinbak- urinn leiddi föður sinn örvasa um markaðstorg Mið-Evrópu, grét og barmaði sér sáran: „O, gefið skilding, aðeins fáeina aura handa devjandi föður mínum. Sýnið meðaumkun.“ Eymd þeirra var svo augljós og gekk mönnum svo að hjarta, að jafnvel soltnir verkamenn gáfu þeim síðustu brauðskorpuna sína. Einu sinni þegar þeir voru í Dres- den, gekk fátæk og mögur kona fram hjá þeim. Hún var blá í kinnum af kulda, því að frostið var geysihart, en samt tók hún sjalið af herðum sér, sveipaði því um drenginn og sagði: „Þú þarfnast þess fremur en ég, bless- að barnið. Guð blessi þig.“ Jankó sagði oft með innilegu föðurstolti: „Faðir minn var flestum færari í starfinu, og ég er nú heldur enginn auli, en þessi strákur skýtur okkur báðum ref fyrir rass.“ Jankó dó árið 1870 og lét eftir sig fjörutíu þúsund mörk. Og hann lét annað eftir sig, sem var raunar enn meira virði. Það var mállaus og löm- uð ekkja. Karl ók henni í sliguðum hjólbörum borg frá borg. En sagan segir ekki, hvernig henni leið á því ferðalagi, því að hún gat ekki talað. Hún lifði tíu ár eftir dauða Jankós. Karl rakaði saman fé hjá ótal hjálp- arstofnunum með því að sýna volæði hennar, og honum bjó einlæg sorg í huga, þegar hann varð að skilja við andað lík hennar í Chemnitz. Hann hafði ekið því á börunum sínum frá dyrum til dyra í þrjá daga, kveinað hátt og betlað peninga fj'rir útför- inni. En svo varð hann að skilja það eftir í húsasundi, ,því að heitt var í veðri. Karl gekk sannarlega á vegum hamingjunnar. I austur-þýzku sveita- þorpi rakst hann á stúlku, sem var krypplingur. Höfuð hennar og bolur voru af eðlilegri stærð, en fætur og haridleggir voru aðeins tólf þumlunga langir. Hann bað hennar þegar og fékk jáyrði. Hún fylgdi honum, og í sambúð þeirra var allt heilbrigt og heiðarlegt, svo að enginn gat hengt hatt sinn á. Þau voru löglega gefin saman, og bæjaryfirvöldin efndu til brúðkaupsveizlu aí einskærri mann- gæzku. Einhver forríkur greifi gaf brúðinni meira að segja hundrað mörk — svo sem fyrir brúðarskartinu. Jóhann sonur þeirra fæddist árið 1879. Þegar hér var.komið neyddist Karl til þess að breyta allmiklu af gullmynt sinni í seðla. Svo tötraleg- ur, óhreinn og fyrirgengilegur sem hann var, bar hann þá í belti sínu, hvorki meira né minna en eitt hundr- að þrjátíu og fimm þúsund mörk í peningum. Og þetta átti Jóhann son- ur hans að erfa allt saman. Karl lagði sig allan fram um upp- eldi Jóhanns sonar síns. Hann kenndi honum að kveina og barma sér á rétt- an hátt, afmynda andlit sitt sem af þjáningu og sýna með lítilli axlahreyf- ingu hina sönnu auðmýkt. Hann kenndi honum líka að láta höfug tár renna niður kinnarnar, hvenær sem hann vildi. Jóhann gat raunar ekki talizt van- skapaður, þótt hann væri töluvert kynlegur útlits. Líkaminn var undra- lítill en höfuðið furðustórt. Munnur- inn var lítill en augun stór og brún. Jóhann virtist alltaf þjást af þungri en leynilegri sorg. Karl sagði, að þetta væri afbragð. „Fólk þreytist á að hlusta á menn kveina um sult. Það þreytist líka á að horfa á kryppur, bæklun og hækjur. En það þreytist aldrei á þungri og leymlegn sorg eins og þeirri, sem þessi drengur ber utan á sér. Nei, það er sannarlega óþrjót- andi gullnáma.“ Já, það mátti nú segja. Hið stóra höfuð Jóhanns með þungu augnalok- unum og stóru augunum var sannar- lega fullt af peningum. Hann hafði auðveldlega fé út úr styrktarstofn- unuin fræðimanna og trúarfélaga, — jafnvel úr sjóði til hjálpar illa stæð- um rithöfundum. Hann hlaut tvö hundruð gullmörk úr sjóði þessum fyrir framan nefið á fátækum og gömlum heimspekingi, sem fékk neit- un, þótt lífsstarf hans væri rit um heimspeki í sjötíu bindum. Þegar heimsstyrjöldin fyrri brauzt út var Jóhann staddur í Amsterdam. Þar gekk starfsemin heldur treglega. Að vísu tókst honum alltaf að fá eitt- hvað ofan í sig og honum tókst líka að fá að skulda gamalli og fátækri konu konu leigu á kjallaraholu. Hon- létti stórum þegar stríðinu lauk, og hann gat aftur haldið yfir þýzku landamærin á þekktar slóðir, þar sem hann kunni góð skil á fólkinu og mál- inu. En nú var allur landslýðurinn blá- fátækur. Jóhann dróst áfram til Berlínar, en ástandið í þessari stóru og glæsilegu borg var í sannleika öm- urlegt. Matur var þar að kalla ófáan- (Framh. á bls. 26) 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.