Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 27
„Hjónin, sem fluttn í íbúðina á móti okkur, virðast vera mjög ham- ingjusöm,“ sagði konan við manninn sinn, sem var niðursokkinn í lestur dagblaðs. „í hvert skipti, sem liann fer út, kyssir hann hana í dyrunum. Af hverju gerir Jjú Jjað ekki líka, Eð- varð?“ „Eg,“ svaraði maðurinn á bak við blaðið. „Ég Jjekki konuna ekki einu sinni!“ ★ Sjómaður kom heini sólarhring fyrr en búizt var við. Hann fór beirn til sín, en konan var ekki heima, svo að liann skipti um föt og settist inn í kaffihús í nágrenninu, J>ar sem hann hitti kunningja sína. „Þú ert sveimér kominn með fínan hatt,“ sagði vinur hans einn. „Já, konan mín hefur sennilega ætl- að að gefa mér hann, en ég kom óvænt lieim og fann hattinn á píanóinu!" ★ Húsmóðirin (við vinnukonuna); „Ungfrú, ég held að Jjér vanrækið húsverkin. Sjáið þér rykið á húsgögn- unum! Það hlýtur að vera sex vikna gamalt!" Vinnukonan: „Það er ekki mér að kenna. Ég hef ekki verið hér nerna þrjár vikur!" ★ — Má ég óska þér innilega til ham- ingju með daginn. Ég er viss um, að Jjú munt telja Jjetta dásamlegasta dag ævi Jjinnar. — En ég gifti mig ekki fyrr en á morgun! — Það er einmitt það! ★ Bóndi nokkur vestur á sléttum Ameríku mætti Indíánafjölskyldu, sem hann Jrekkti lítillega. Maðurinn sat á hestbaki, en konan gekk á eftir og bar {rungar byrðar. Béjndanum blöskraði, svo að hann leyfði sér að hreyfa gagnrýni. „Af hverju lofar þú ekki konunni að ríða?“ spurði hann. „Af Jjví að hún á engan hest,“ svar- aði Indíáninn. ★ Lítil! snáði var að segja bænirnar sínar, en móðir hans sat á rúmstokkn- unr. Drengurinn muldraði í barm sér, en móðirin sagði: „Ég heyri ekki, hvað þú segir!“ „Eg er heldur ekki að tala við þig,“ svaraði drengurinn ákveðinn. ★ Mannsheilinn er dásamlegur. Hann byrjar að starfa í vöggunni og stöðv- ast aldrei, nema Jjegar menn standa upp til að halda ræður. ★ Móðirin kont heim og börnin voru í bezta skapi. „Mamma,“ sagði telp- an, „við vorum í póstmannaleik all- an tímann, og við fórum með bréf í hvert einasta hús í götunni!“ „Hvaða bréf?“ spurði móðirin. „Við fundum þau í skúffunni þinni með bleikum borða utan um!“ ★ Kona við betlara: Skelfing hlýtur að vera sorgiegt að vera lamaður. Það væri næstum því betra að vera blind- ur! Betlarinn: Ekki ögn. Þegar ég var blindur, fékk ég ekkert nema einseyr- inga! ★ Maður nokkur týndi 100 króna seðli. Drenghnokki í nágrenninu fann peningana og skilaði þeim aftur. „Þakka Jjér fyrir, drengur minn, en ég tapaði einum Imndrað króna seðli, en ekki tíu tíukróna seðlum!" „Ég veit ]jað,“ svaraði drengurinn. „En síðast, Jjegar ég fann hundraðkall, átti maðurinn ekkert smærra!“ ★ — Hvernig fór Jón að Jjví að erfa svona mikið af eignum frænda síns? — Hann giftist dóttur lögfræðings frændans! ★ Litla dóttir prestsins stóð og horfði á föður sinn skrifa stólræðuna fyrir næsta sunnudag. „Paljbi," spurði hún, „segir guð þér, hvað þú átt að segja?“ „Já, auðvitað, telpa mín,“ svaraði klerkur. „Af hverju strikar þú þá svona mikið út?“ ★ — Hvernig fórstn að verða milljóna- mæringur? — Með hjálp konunnar minnar. — Ko.nunnar? — Já, mig langaði til að vita, hvort ])að væru til svo miklir peningar, að hún gæti ekki eytt þeim! ★ Læknirinn (við konuna): „Ég ráð- legg yður að fá yður heit böð oft, nægi- legt hreint loft og vera í léttum föt- um. Þegar konan kom heirn, spurði maðurinn, hvað læknirinn hefði saet. „Hann sagði, að ég yrði að fara til Parísar, þaðan til Rivierastrandarinn- ar og fá mér dálítið af nýjum fötum!“ 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.