Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 31
enga eina orsök, sem liægt er að halda á eins og verðlauna- grip í íþróttakeppni. Það verður að taka tillit til alls hag- kerfis óvinaþjóða, landfræðilegrar afstöðu þeirra og fjölg- unar þjóðanna . . . ,,Og hugsjóna þeirra,“ sagði ég. „Valdaþorsta leiðtoga þeirra, nýrrar trúar, — eða konu.“ „Nú kemur þú aftur með goðsagnirnar,“ sagði liann. „Þú tókst þátt í einni styrjöld og ég í annari. Mín reynsla af stríði er að berjast í fimm ár og sjá svo bezta vin minn falla við hlið mér, og gleðjast — svo sannarlega gleðjast yfir því að það var hann en ekki ég. Eg kæri mig ekki um ann- að stríð.“ ,,Jæja,“ sagði hann, „hvað sem kann að valda næsta stríði, þá verður það ekki kona. Þú getur bægt frá þér öll- um ótta um það.“ „Það er ég ekki viss um,“ svaraði ég. Við héldum umræðunum lengi áfram, og ég varð engu nær. En ég hafði gott af því að tala og við drukkum heil- mikið af viskíi. Þegar ég kom lreim, var ég rólegri, en mér fannst ég vera orðinn gamall, eins og persóna í grísku leik- riti, sem sér stórbrotinn harmleik í aðsigi, en getur ekkert gert nema bíða lians og lúta honum. Lydía og móðir hennar voru háttaðar, en ég náði í lampa í eldhúsinu. Egkveikti á honum og fór út í hesthús. Gamla, svarta merin hún Magga var tuttugu og sjö eða átta ára gömul og við þorðum ekki að lofa henni að leggjast niður af ótta við að hún mundi ekki standa upp aftur. Ég setti því breitt belti undir hana á hverju kvöldi til að létta mesta þunganum af fótum hennar, og hún svaf standandi. Hún vaknaði, þegar ég kont inn, hneggjaði blíðlega og leit við til að sjá mig. Ég steig upp á hjólbörur í tómum bás næst við hana, teygði mig upp undir bjálka við vegginn og dró fram það, sem ég hafði falið þarna næstum þrem árum áður, og aldrei litið á allan þann tíma. Eg liafði pakkað því inn í brúnan pappír og sett band utan um, og nú var pakkinn þakinn rykvef. Ég þurrkaði rykið og skar strenginn. Nokkur augnablik liélt ég í höndum mér vindlingakassa, klædd- um ágætu leðri frá Flórenz, nteð gylltum myndum, sem ég hafði keypt í verzlun hjá Ponte Vecchio. Svo opnaði ég kassann. I öskjunni lá brotin skel af stóru, hvítu eggi. Ég hélt brotunum saman og komst að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið rúmlega sjö þumlunga langt og einir fjórir í þvermál, þar sem það var breiðast. Það var þetta, sem ég fann fyrir utan svefnherbergis- gluggann, jregar ég kom heim frá jarðarför föður míns. Ykkur kann að finnast það broslegt, en þið eruð ekki í mínum sporum. E N D I R . Eric Linklater, höfundur hinnar sérkennilegu framlialdssögu, sem hér lýkur, er einn frœgasti núlifandi rit- liöfundur Skota. Hann er Orkneying- ur og f>ví sennilega með norrœnt blóð i œðum frá fornu fari, en auk þess er hann af seensku fólki kominn í móð- urœtt. Hefur hann lagt mikla rcckt við norrœna menningu, dáir islenzkar fornbókmenntir og liefur leitazt við að temja sér stil, er svipar lil beztu Islendingasagnanna. Linklater hóf ritstörf fyrir rösklega alclarfjórðungi, og fór gott orð af verkum hans. Frœgur varð hann þó ekki fyrr en með skáldsögunni „Juan i Ameríku“, sem út korn skömmu eft- ir 1930. Síðan hefur hann notið vax- andi hylli fyrir skáldsögur, smásögur og leikrit sin, og má nefna af verkum hans skáldsöguna „Men of Ness“, sem kölluð hefur verið nútima íslendinga- saga. Eitt af síðustu vérkum hans er leikritið „Kjarnorkulceknirinn“, sem sýnt var á Edinborgarhátiðinni síð- astliðið sumar i fyrsta sinn. / fyrri lieimsstyrjöldinni var Link- later sjálfboðaliði i hinni frccgu skozku „Black Watcli“ hersveit, og scerðist þá i orrustu. í síðari styrjöld- inni starfaði liann við loflvarnir i Scapa Floiu, en ltom svo til íslands og var hér um hríð. Hann er friðarvin- ur mikill, eins og sjá má af sögunni, sem hér hefur birzt, en honum er ekki um að friðarbarátta sé gerð að póli- tískri tálbeitu. Til þess er liún hon- um of mikils virði. Linklater bjó til skamms tima á Orkneyjum, en fluttist fyrir þrem ár- um til „meginlandsins“. og á nú gaml- an og fagran búgarð í Norður-Skot- landi. Lengra liefur hann ekki feng- izt til að fara frá þeim víkingaslóðurn, sem hann ann mest. Linklater á konu, sem er allmiklu yngri en hann, og með lienni fjögur börn. Hefur móðirin ráðið nafngift tveggja, sem heita Sally og Andreiu, en faðirinn hinna tveggja, sem lieita Kristín og Magnús. 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.