Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 12
SanrLvirLncm, Charles Gide, hinn mildi, franski hagfræðingur og samvinnufrömuður, trúði því, að hugsanlegt væri að byggja heilt hagkerfi algerlega á samvinnugrundvelli. I öndvegisverki hans um samvinn- una, „La Coopération,“ er frægur kafh, „Framtíð samvinnunnar,“ þar sem hann lýsir hinum j'msu áföng- unr á leiðinni til algers samvinnu- hagskerfis. Gide segir: „Gera þarf starfsáætlun, en þess er raunar ekki þörf, þar sem hún er þegar til og er í þrem stigum: 1) Stofnun samvinnufélaga, er nota mestan hluta af tekjum sínurn til að koma á fót heildsölusambönd- um til að annast innkaup í stórum stíl. Þetta er fyrsta skrefið. 2) Með aðstoð þess fjármagns, sem þá er fyrir hendi skal hefja fram- leiðslu á öllum þeim vörum, sent félagsmenn þurfa á að halda og stofna brauðgerðir, kornmyllur, ullar og klæðaverksmiðjur, svo og verkstæði til að gera hvers konar föt, skó, hatta, sápur, tígulsteina, pappír o. fl. Þetta er annað skref- ið. 3) Loks mun fyrr eða síðar korna að því að keypt verður land til að framleiða hveiti, vín, olíur, kjöt, mjólk, smjör, ull, egg, grænmeti, ávexti, blóm og við, sem allt eru nauðsynlegar neyzluvörur. Þetta er síðasta skrefið. Þetta má draga saman í þrjár setn- ingar: Fjrrsta skrefið er að ná ráðum Svissneski samvinnufröm - uðurinn dr. Henry Fau- cherre er höfundur þessar- ar greinar, sem birtist í „Review of International Cooperation“. rz/cíð og einkaframtakLÓ í verzluninni, annað í iðnaðinum og hið þriðja í landbúnaðinum. Þetta hlýtur að vera áætlun samvinnu- hrevfinga allra landa. Þetta er svo augljóst, sent nokkuð má verða, og ég er sannfærður um að fyrr eða síð- ar verður þetta að veruleika, þrátt f}rrir veikleika og efasemdir okkar sjálfra.“ I síðari kafla, sem nefnist „Sam- vinnulýðveldið,“ kemur í ljós, að Gide trúði á framkvæmd þessarar stefnu, þrátt fyrir efasemdir, sem hann bar í brjósti um samvinnuhag- kerfi fyrir allan heiminn. I þessum kafla segir hann: „Við höfum haft okkar byltingu (frönsku byltinguna) og höldum há- tíðlegt hundrað ára afmæli hennar á þessu ári (1889). Við skulum gæta þess vandlega að afneita henni ekki eða halda fram, að hún hafi brugðizt, eins og algengt er í sumurn skólum. Við þurfum ekki að endurtaka bjdt- inguna, en við skulum láta okkur nægja að halda henni áfram. Hún færði lýðræðið inn á svið stjórnmála, en samvinnan færir lýðræðið inn á svið efnahagsmála og tryggir alþýð- unni yfirráð yfir hagkerfinu. Þegar tvö hundruð ára afmæli byltingar- innar 1789 verður hátíðlegt haldið, munu barnabörn okkar geta séð kórónu verksins, sem ég hef valið að kalla samvinnulýðveldið, án þess að að orðið eigi að hafa nokkra pólitíska þýðingu, heldur aðeins efnahagslega.“ Megingalli á hugmyndum Charles Gide var trú hans á að þróast mundi eitt hagkerfi fjrrir allan heiminn á samvinnugrundvelli. Það er ólíklegt að samhæft efnahagskerfi verði nokk- urn tíma til, sérstaklega ekki innan marka þess auðvaldskerfis, sem nú er við lýði. Mikil deila er nú um heim allan um meginlögmál efnahagskerfisins, og tekur samvinnuhreyfingin enn ekki virkan þátt í henni. Höfuðandstæð- urnar eru einkaframtak annars vegar og ríkisrekstur hins vegar, en í þess- ari viðureign reynir samvinnuhreyf- ingin nú að fara hinn gullna meðal- veg. Þau ríki, sem hallast að frjálsu efnahagskerfi, komast hjá yfirráðum ríkisvaldsins, en þau leyfa heldur ekki það arðrán, sem er grundvöllur einka- framtaksins. Sá skilningur, að ólík hagkerfi geti lifað hlið við hlið og muni sennilega setja svip sinn á efna- hagslíf heimsins um langt skeið, leiddi G. Fauquet, lærisveinn Charles Gide, inn á braut sviðaskiptingar hagkerfis- ins, sem hann lýsir í verki sínu „The Co-operative Sector.“ Fauquet skiptir hagkerfi nútímans í eftirfarandi fjögur svið: (a) Svið ríkisframtaksins, og heyra þar til öll fyrirtæki, sem eru und- ir beinni stjórn ríkisins eða stofn- ana, er það ræður yfir (til dæmis sveitarfélaga eða fylkja). A sama sviði teljast og þær stofnanir, sem ríkið notar til yfirstjórnar á hag- kerfinu eða hlutum þess. (b) Svið auðvaldsins og eru á því öll fyrirtæki, þar sem einkafjár- magn er ráðandi, tekur á sig alla áhættu, en fær einnig allan gróð- ann. (c) Svið eiginlegs einkaframtaks, og eru þar hinir fjölmörgu fram- leiðslukraftar heimila, bænda og handiðnaðarmanna. (d) Svið samvinnunnar, en þar eru öll þau samvinnufyrirtæki, sem þegar hafa bundizt félagslegum eða efnahagslegum samtökum. Þar eð samvinnan nær til margs konar starfsemi, hljóta að falla á hennar svið margir smáir aðil- ar, sem að nokkru leyti eiga heima á sviði hins eiginlega einkafraintaks. Má því líta á þetta sem svið þeirra smáaðila, sem bundizt hafa samtökum. Þegar sagt er, að einkafjármagnið sé í samkeppni við sameignarfjár- magn, eigum við nteð hinu síðara 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.