Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 29
á mig. Barnið sneri sér við, og ég hrópaði til hennar: „Komdu iiingað, Nell! Komdu strax!" En hún stóð kyrr, þar sem hún var, en steggurinn gekk aftan að henni, breiddi út vængina, svo að hún stóð við brjóst hans, undir vegg af fjöðrum, sem virtust eins harð- ar og stál og hvítar sem rnjöll. Það hlýtur að hafa verið end- urspeglun sólargeislanna af fönninni, sem sló í augu mér og gáfu mér þá tilfinningu, að steggurinn væri þrisvar sinn- um stærri en hann í raun réttri var. Háls lians bar við him- in eins og marmarasúlu. Nefið var bronzlitt og sólin glamp- aði í augum hans eins og geisli frá brennigleri. Djúpar drunur, eins og brimbljóð við fjarlæga strönd, bárust frá bon um. Ég er ekki bugleysingi og það er ógerlegt, að ég liafi verið hræddur við fugl. Ég geri ráð fyrir, að snjóblinda liafi valdið mér svima, ég varð máttvana í hnjánum og fannst ég vera kominn að yfirliði. Ég man eftir því, er ég sá hið sama koma fyrir hermann suður í fjöllum Ítalíu um liávetur. Þetta var vinur minn einn, stór maður á liæð við sjálfan mig. Hann hrasaði og datt, og allan mátt dró úr honum. Við héldunr að hann iiefði orðið blindur, en hann jafnaði sig, þegar við komum honum inn í húsið og gáf- um honum koníak. Þegar ég áttaði mig og vissi, livað ég var-að gera, skreið ég ;í fjórum fótum og fannst hendur mínar brenna af snertingu við snjóinn. Ég varð að skríða 20 eða 30 metra, áður en ég treysti mér til að standa upp, og þá slagaði ég sem ég væri ofurölvi. Það var ekki langt lieim að húsinu, og ég hvíldi mig í hlöðunni. Þegar ég jafnaði mig, fór ég inn í eldhús, og var telpan þegar komin þangað. Jafnskjótt og ég kom inn, hljóp hún til mín, ýtti mér að stól og klifraði upp á kné mér. Hún byrjaði að strjúka mig í framan og kjassa við hárið á mér, rétt eins og hún væri að hugga mig. Innan skamms gekk ég aftur út og fann byssuna og hér- ana, þar sem ég liafði kastað þeim frá mér. Steggurinn sást hvergi. Þetta voru stórir hérar, báðir tveir, og ég fór með þá inn í þvottabús, hreinsaði þá og hriðfletti. En ég gat ekki slitið hugann frá því, sem gerzt hafði. Sannleikurinn varð ekki lengur umflúinn. Það þýddi ekki að afneita hon- um lengur. En hvað átti ég að gera? Konurnar voru á móti mér í málinu, svo að ég gat ekki talað við þær. Lydía var ástfangin af mér og ég af henni, á því lék enginn vafi. Gömlu konunni var sæmilega hlýtt til mín. En nú vissi ég, að það var djúp á nrilli okkar, sem ég gat ekki brúað. Ég varð að tala við einhvern. Það þýddi ekki að eiga við John Norquoy. Ég lrafði skriftað fyrir honum einu sinni og það var of skammt liðið til að gera það aftur. Hann mundi heldur ekki trúa mér, þótt ég segði honum allt af létta. Ég bar ekki sérlega mikið traust til kennarans lreldur, en eitthvað varð ég að gera, einlivern varð ég að tala við. Eftir kaffitímann lagði ég af stað til hans og þrammaði þungunr skrefttm gegnunr skafl- ana. Hafi konra mín verið honum óvænt, lét lrann ekki á því bera og bauð mig velkominn. Hann lrafði haft lítið að gera í þrjá eða fjóra daga, þar sem aðeins örfá börn höfðu komið í skólann, og vera má, að hann lrafi einnig fagnað því að fá að tala við einhvern. Kona irans lét okk- ttr í friði. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.