Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Side 7

Samvinnan - 01.07.1951, Side 7
stólinn, að hann fullnægi sem bezt flutningaþörf samvinnufélaganna.“ Ýms önnur mál voru rædd í þessum umræðum, þar á, meðal fræðslumál. Fluttu þeir Þörsteinn Víglundsson, Kristján Jónsson, Þórir Steinþórsson, Þórhallur Sigtryggsson og Bjarni Bjarnason eftirfarandi tillögu, er sam- þykkt var samhljóða: „Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga 1951 lætur í ljós á- nægju sína yfir fræðslu- og félags- málastarfsemi SIS og samvinnu- manna yfirleitt, og hvetur sam- bandsfélögin til þess að gera allt, sem í Jreirra valdi stendur til Jress að fræðslustarfsemin beri góðan ár- angur.“ Nokkur fleiri mál voru rædd, og tóku rneðal annars til máls báðar kon- urnar, sem fundinn sátu, Guðrún Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Hólm. Önnur mál, sem rætt var um, voru meðal annars afgreiðslustöð bifreiða utan af landi, söluskatturinn, ný iðn- fyrirtæki, verkefni Bifrastar o. fl. KOSNINGAR. Að lokurn var gengið til kosninga. Var fyrst kjörinn formaður sambands- stjórnar, og var Sigurður Kristinsson endurkjörinn. Tveir sambandsstjórn- armenn voru einnig endurkjörnir, Jreir Þórður Pálmason og Skúli Guð- mundsson, en varamenn í stjórn voru endurkjörnir þeir Þórhallur Sigtryggs- son, Bjarni Bjarnason og Eiríkur Þor- steinsson. Endurskoðandi til tveggja ára var kjörinn Páll Hallgrímsson, en vara- endurskoðandi til sama tíma Jón Hannesson. Aðalmaður í stjórn lífeyr- issjóðs SÍS var kjörinn Skúli Guð- mundsson, en varamaður Þórður Pálmason. Fundarstörfum var nú lokið og ósk- aði fundarstjóri mönnum góðrar heirn- ferðar, er hann sleit fundinum. Þakk- aði Páll Hermannsson fundarstjóra góða fundarstjórn, og tóku fundar- menn undir það. Að afloknum fundinum settust full- trúar og gestir að sameiginlegu borð- Framh. á bls. 22. Mynd þessi var tekin jram yfir fundarsalinn fyrsta fundardaginn. 1 rœðustólnum er forstjóri að flytja skýrslu stna. Jp " 'V v ——jl Mfm 9 ffto* JMg .Æ m. J 1 ■ *u-? MápR- « m M Eftir fundinn sátu fulltrúar boð Sambandsins. Stjór narmeðlimir sitja við háborð, en til vinstri við for- stjóra er sænski ritstjórinn, Jöran Forsslund, sem heimsótti aðalfundinn. Mynd þessi gefur glögga hugmynd um hin vistlegu og fögru salarkynni í Bifröst. Hér er opið milli borðsalarins, sem er fremst á myndinni, og fundarsalarins, sem er aftar.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.