Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 95

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 95
ANDVARI GRÁSKJÓNI Á GRUND 189 hnakkinn og fékk tak á ístaðsól vinstra megin. Ur því mátti hann snúast eitthvað fyrst, því nú gat ég látið hann bera mig eða draga og þannig lauk að karl stóð á meðan ég seig með hægð í hnakkinn. En ekki gekk það hljóðalaust, því folaskratt- inn blés og drundi, dæsti og stundi en ég tautaði einhvern þvætting — ætlaðan honum að hlusta eftir, ef það gæti dreift athyglinni og góðan mér til að skynja af, að til gæti það verið, sem væri enn heimskulegra en hreyfingar mínar og limaburður. Og þar sat ég þá í hnakknum með rassinn aftur á afturbogabrún, aðra höndina á ístaðsól vinstra megin en hina frammi á vanga hestsins og andlitið niður við fax. Ég sleppti ístaðsólinni og tók vinstri tauminn með þeirri hendinni, sleppti beizlisvanganum og færði hægri lúkuna ofar og aftar í tauminn albúinn að snúa hestinum til hliðar ef hann gerði nokkuð af sér, sem ekki varð, rétti mig síðan í sæti og losaði um alla hindrun á folanum. Gráskjóni leitaði fyrir sér, kippti til höfðinu, fann sig frjálsan og fór af stað. Þunginn var aftarlega sökum þess hvernig ég hafði hnoðazt á bak, en ein- mitt vegna þess reis líka hesturinn vel í fangið og ekkert erti né hræddi þegar losnaði um taumana. Hann fór af stað af því að hann hafði enga kyrrstöðu- náttúru, en hann fór hægt. Ég hallaði honum aðeins að aðalleið- inni, grunnum, sléttum, breiðum hlemmi götum, senr hann svo átti að tölta fagur og fimvirkur. Það var þá líkast því. Þ .tta var ekki tölt, það var töltlíki. Og svona í einar tuttugu mínútur höfðum við þann leik að ég skorðaði mig í þeirri stellingu, sem mér fannst helzt gefa árangur, en klár- inn fátaði á fetgangshraða sitt sporið hvoru megin við allt réttlæ'ti, háreistur þó og laus í taumum. Mátti svo heita hann hitti rétta gangtegund á beztu blett- unurn, en var þá þó sí og æ að hoppa út undan sér og ætíð að verri vegi, þar sem sveik undan fæti eða hófur rakst í hnúsk svo að við hnykktumst báðir úr stelling- um, gat hann þá frekar breytt um fram- göngu. Varð ég þá að stilla og setja hann á fetgang upp úr kyrrstöðu aftur. Var þetta margendurtekið svona bæjarleiðar- korn þegar okkur bar að grundarbala utan við alldjúpa moldargróf, en á hægri hönd var bakki brattur og allhár niður að eyri við ána. Hafði þar verið farin þvert grundin og grófin á meðan hestum einum var vegur valinn, en nú hafði verið mokaður bílfær stallur í bakkann skáhallt niður til eyrarinnar við ána, lá því leiðin öll nokkuð niður í móti yfir grundina og til lækjar framan við grófar- kjaftinn. Þarna datt mér í hug að gera folanum glennu, tók aðeins í taum og létti ásetu. Þar beið ekki svarið. Gráskjóni notaði stuðninginn og greip hratt brokk með hvassri ásókn suður og niður grundina að ruðningshjallanum framan í barðinu, en þegar skipti um frá grasi til moldar — brautin var lítið ekin og því malarlaus —, gaf ég honurn eftir tauminn og breytti ásetunni aftur í gamla horfið. Éolinn fipaðist á brokkinu og lenti yfir á töltið og nú á sama hraða og hann hafði haft fyrir gangbrigðin. Má geta nærri um viðkomu og fótaburð, þegar stórgeng- ur og ferðmikill, hástígur og háreistur klárhestur skiptir yfir í hraðtölt, og er sá atburður ánægjulegur hverjum, sem hans fær að njóta, en fyrir mér voru notin urn stutta stund að því sinni. Rétt áður en til eyrar kom hóf hesturinn sig allan á loft og sveiflaði sér í hálfhring. Hann var á suðurleið þegar fætur losn- uðu frá jörðu, en horfði í rétt norður þegar hann næst tók fótum til foldar. Er þetta hreyfing, sem ég hafði aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.