Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 94

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 94
188 SIGURÐUR JÓNSON FRÁ BRÚN ANDVARl á Akureyri. Þar þóttist ég skyldur að vera, stóð það í þrjár vikur. Voru folar þeir, er ég hafði á minni könnu og ætlaÖi að nota um sláttinn: Gráskjóni og tveir rauðir geymdir á bæ í grenndinni á meðan ég hafði ekki tíma til að sinna þeim, og höfðu þeir ausið í sig ofdrambi og vit- leysu á meðan frá mér voru, svo að neyðarbrauð var að ná þeim auk heldur nota þá, og þegar ég fór á bak á Grá- skjóna var hann svo umsvifamikill að seinlátari folinn hafði ekki við og sleit sig af. Hvort Gráskjóni hefir álitiÖ það kurt- eisi að losa sig við öll mín afskipti eða ég hefi orðið venju fremur klauftækur á honum þá í bili, það skal ég ósagt jita, en þarna tók hann til og jós af grin md nokkrum sinnurn. Ekki varð það að skaða né fór upp í vana, en alltaf hefi ég ánægju af blettinum, sem leikurinn stóð á ef ég fer um hann. — Lítið gleður vesælan. Þá var ferð minni heitið norÖur í Fnjóskadal, til h( vskapar, en þar hafði ég þá á leigu tun á eyðijörÖ, er Bakkasel heitir. Nuddaði ég þar við sláttinn um daga, en reið á kvöldum til gistingar æðilanga leið fram í dalinn að bæ er hcitir á Sörlastöðum og skipti ég þeirri vinnu á milli folanna eftir því sem mér þótti henta. Frá þeim rauða verður ekki hér sagt, en Gráskjóni reyndist alls ekki góða barnið þótt hann aldrei nema væri stóri strákurinn. Viljann var að vísu ekki að efa: kalt sækingsfjör borið uppi af því nær ótrúlegu afli, þar sem hann var þó aðeins útigenginn fimm vetra foli og sjálfræðið og uppátektirnar alveg með fágætum. Einkurn leiddist mér að hest- urinn, sem gat gengið að minnsta kosti heiðarlegt brokk, lamdi lengst af svo niður löppunum að engum gangi líktist, freistaðist ég því til að fara að reyna við töltið, þótt ég hefði ætlaÖ mér að láta það koma af sjálfsdáÖum, en eftir því var hjá Gráskjóna engar leiðir fyrir mig nema að reyna að elta þaÖ fram af fetgangi, því svo fljótt fylltist hann sprettasækni og æsingi að ekki var á mínu færi að endurtaka æfinguna frá leitinu í Svartár- dalnum. Flann endaði ekki lengur spretti sír. t með ópöntuðu rólyndi og gleði, að minnsta kosti skorti mig óhlífni og ósvífni til að lofa honum að hlaupa sig svo sprettasaddan að sú yrði niÖurstaðan eins ókvalráður við hlaupin og hann var orðinn, um það leyti, sem þolinmæðin mín fór að bila. Suður dalinn að Sörlastöðum eru grundabreiður með fjallshlíðinni, en hrísmóatangar og framburðarskriður úr giljurn á milli grundanna. Lágu fjöl- margir götuskorningar samsíða fjallinu út og suður dalinn. Voru þeir sumir grunnar, breiðar og sléttar hlemmigötur, en aðrir djúpir aflagðir skorningar og signir saman. Auk þess var fariÖ að þvæl- ast með bíla þessa leið og lágu um reið- göturnar hjólför og í móum og mishæð- um breiðir moldarruðningar — bílfærir í þurru alla leiðina til enda milli Sörla- staða og Bakkasels. Eitt kvöldið hafði ég náð Gráskjóna og lagt á hann, en gekk illa að komast á bak, því þarna var víðátta og gott að snúast. Varði hann síðuna eftir beztu getu og fór aftur á bak og út undan sér ef ég reyndi að leggja upp taum. Lét ég hann þokast að götuskorningunum, þar sem þeir voru orðnir saman signir og krappir. Varð honum þar óhægt að snúa sér svo ég kom upp taumunum og tók saman með hægri hendi tauminn og vangaólina á reiðbeizlinu, lét ég hann svo draga mig og hnykkja mér þangaÖ til hann missti af spori við að stíga aftur- fæti í skorning. Þá náði ég hinni hend- inni í hnakknef, kom olnboga síðan yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.