Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Síða 147

Andvari - 01.03.1969, Síða 147
ANDVARI ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968 145 „Þegar við námum staðar fyrir utan prestssetrið, sem var lítill og óþæginda- legur kofi, hvorki meiri né merkilegri en aðrir kofar í grenndinni, sá ég mann vera að járna hest. Var hann klæddur leðursvuntu og hafði hamar í hendi. /-------/ Prestur virtist ekki ætla sér að viðhafa hina fornu gestrisni, langt því frá. Áður en dagur var að kvöldi kominn, hafði ég sannfærzt um, að hér var um að ræða járnsmið, fiskimann, veiðimann og trésmið — allt nema prest.“ Sambýliskonu prests er svo lýst í íslenzku þýðingunni: „/.../ kom þá tröllaukin kona út úr bænum. Var hún eitthvað sex fet á hæð, og er það alhnikið á þessum slóðum.“ í franska textanum er um konu þessa notað orðið mégére, sem nánast merkir pilsvargur, en ekki er getið um hjúskaparstöðu hennar gagnvart presti. í sögu Vernes birtist prestssetursfólkið aðeins í svip sem skoplegar fígúrur, áður en sjálft ævintýrið hefst, og gegnir ekki frekara hlutverki. Það er hins vegar freistandi að sjá í þeirri augnabliksmynd eina rótina undir þúsundþjalasmiðnum séra Jóni Prímusi og ráðskonu hans Hnallþóru, sem hjá Laxness fá bæði allt annað hlutverk í sögunni. Annar höfundur virðist þó jafnvel hafa haft enn gagngerari þýðing en Jules Verne fyrir Kristnihald undir Jökli. 1 heimspekilegum viðræðum dr. Godmans Sýngmanns við séra Jón Prímus úir og grúir af frösum og hugtakaheitum, sem lítt breytt og óbreytt eru tekin úr verkurn dr. Helga Pjeturss. Hér er meira en vafasamt að tala um skopstæling. Af handahófi skal aðeins nefna: astróbíólógía, bíódýnamík, epagógík, prótómórí, heterómórí, dysexelixis, díexelixis o. fl., svo að ekki sé rninnzt á höfuðtrixið að magna líf úr fiski í konu. Sem skemmtilega smámuni má nefna, að dr. Sýng- mann segir: „Ég hef í sex bindum sannað mitt mál með óhrekjandi rökum; meira að segja lögfræðilega." Þegar ég skrifa þessar línur, liggja hjá mér á borð- inu verk dr. Helga í sex bindum, prentuð bláu. Ég vil benda forvitnum lesanda á ritgerðimar Hið mikla samband (raunar líka eitt af hugtökum kenninga Sýng- manns), Lífsgeislan og magnan o. fl. Það er laxnessk tilfyndni að láta doktor þenna og fílósóf, sem telur allt undir því komið að snúa frá helstefnu til lífsstefnu, stunda endurbæting morðvopna. Dr. Sýngmann er með tragískari og mótsagnafyllri persónum, sem Laxness hefur skapað. Um heimspeki hans hlýtur samt jafnvel hinn góðfúsasti lesandi að taka undir með séra Jóni Prímusi: „Eitt þætti mér garnan að vita og það er hvumin hann Helgi minn á Torfhvalastöðum fer að botna í þessu.“ Örðugra er að sam- sinna Umba um þenna lærisvein Sýngmanns, að hann sé „sá oddviti kosmólóg og hrossakaupmaður sem einn hefur afsannað orð Göthes um að öll teóría sé grá.“ Raunar er miðhlutur bókar með óendanlegum heimspekilegum vangaveltum 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.