Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 115

Andvari - 01.01.1979, Page 115
andvari GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 113 Egill Skalila-Grímsson hefur á einunr stað (í 61. kap.) orð á því, að hann sé ljótur, og segist ekki kippa sér upp við það: Erumka leitt, þótt Ijótr séi, hjalma klett af hilmi þiggja. Egluhöfundur dregur í engu úr þessu og skerpir það enn betur fyrir manni með að lýsa í sömu svifum vænleik Þórólfs bróður hans. Fór höfundur líkt að i upphafi sögunnar, þar sem hann kynnir þá bræður, Þórólf og Grím Kveld- Ulfssyni, og tekur sú lýsing ekki einungis til yfirbragðs þeirra og skaplyndis, heldur einnig til athafna þeirra. Þórólfur býst í hernað, og fær faðir hans honum langskip. Elann og synir Berðlu-Kára liggja í víking, og hefur Þórólfur heim marga dýrgripi. Grínrur gerist hins vegar hinn mesti smiður, hagur bæði á tré og járn. >>Hann fór oft um vetrum í síldfiski með lagnarskútu ok með honum húskarlar margir.“ Hér blasa andstæðurnar við: Sumandking og síldfiski um vetrum, lang- skipið oglagnarskútan, höfðingjar og húskadar, dýrgripir og munir þeir, er smíð- aðir verða úr tré og járni. A þessum andstæðum er síðan alið öðru hverju fram eftir sögunni, og henni lýkur á hugleiðingu höfundar um hið sundurleita Mýramannakyn. Vér skulum nú taka þar til, sem Egill Skalla-Grímsson er kominn utan á iund Þóris hersis Hróaldssonar ásamt Þórólfi bróður sínum: Síðan fór Þórólfr til Þóris, sem hann hafði sagt, ok fekk þar allgóðar við- tökur. Bauð Þórir honum at vera með sér. Þórólfr sagði, at hann myndi þat þekkjast, - „ok er sá maðr með mér, at þar skal vist hafa, sem ek em. Hann er bróðir minn, ok hefir hann ekki fyrr heiman gengit, og þarf hann, at ek veita honum umsjá." Þórir sagði, at þat var heimult, þó at Þórólfr vildi fleiri menn hafa með sér þangat. „Þykkir oss,“ segir hann, „sveitarbót at bróður þínum, ef hann er nökkut þér líkr.“ Kennir hér undir niðri mikillar gamansemi. Þórir hefur þegar séð, hve gerólíkir þeir bræður voru, og má eigi við bindast að henda þar gaman að. Þótt lýsing Egils í 55. kap. sé stórfengleg, brosir maður að henni í lokin. þegar Egill tekur að hleypa brúnum. Og er ekki næstum sem maður heyri sniellinn, þegar brýn hans fara síðar í lagr Síðan fór Egill með sveit sína á fund Aðalsteins konungs ok gekk þegar lyrir konung, er hann sat við drykkju. Þar var glaumr mikill. Ok er konungr Sa> at Egill var inn kominn, þá mælti hann, at rýma skyldi pallinn þann inn °æðra fyrir þeim, ok mælti, at Egill skyldi sitja þar í öndvegi gegnt konungi. Egill settist þar niðr og skaut skildinum fyrir fætr sér. Hann hafði hjálm á höfði ok lagði sverðit um kné sér ok dró annat skeið til hálfs, en þá skelldi hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.