Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 96

Andvari - 01.01.2003, Side 96
94 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI ast á annan veg en lesendur boðsbréfsins gátu vænst og allt í þá átt að marka Fjölni ótvíræða sérstöðu í íslenskri bókmenntasögu 19. aldar sem gagnrýnu, þjóðernislegu og þjóðfélagslegu riti með fjölmörgum metnaðarfullum og rót- tækum nýjungum í fagurfræði og skáldskap. Ólíkt því sem boðsbréfið gaf til kynna tók Fjölnir ekki nema að litlu leyti upp þann efnis- og hugmyndaþráð sem upplýsingarmenn höfðu spunnið í tímaritum sínum heldur varð miklu fremur málgagn ýmissa viðhorfa sem oft hafa verið talin andstæð upplýsing- arstefnunni. „Fjölnir kom fram á sjónarsviðið undir gunnfána rómantísku stefnunnar“, skrifar Aðalgeir Kristjánsson í nýlegu riti um ævi og örlög íslendinga í Höfn og er ekki einn um þá skoðun.9 Óhætt er að segja að Fjölnir hafi strax vakið athygli, bæði fyrir efni sitt og ytra útlit sem hvort tveggja má taka sem vísbendingu um fagurfræðileg sjónarmið útgefenda. Ritið komst að vísu aldrei í hálfkvisti við þau erlendu tímarit 19. aldar sem lögðu mesta rækt við fagrar leturgerðir og myndskreyt- ingar en hér á landi sætti yfirbragð fyrsta árgangsins engu að síður nokkrum tíðindum og urðu meira að segja þeir sem gagnrýndu efni hans hvað ótæpi- legast að viðurkenna að bókin væri prýðilega af hendi reidd: „það má með öllum sanni um hana segja, að hún sé snotrast búin og fríðust flestra, eður allra okkar bóka“, skrifaði ritdómari Sunnanpóstsins, Eiríkur Sverrisson sýslumaður, sem að öðru leyti fann að flestu því sem bókin hafði að geyma.10 Ekki aðeins var kápan prýdd koparstungum, - fyrirsögnin var römmuð inn með rósaflúri og á bakhlið var lítil mynd af býkúpu í blómagarði -, heldur var pappírinn líka vandaður og letrið stórt og vel valið. Þá voru spássíur venju fremur breiðar, langt á milli lína, kaflafyrirsagnir skýrar og yfirleitt hófst hvert verk, ritgerð, saga eða ljóð, á nýrri síðu. Það loftaði því vel um textann og jafnvel fullvel að dómi Tómasar Sæmundssonar. í löngu og greinargóðu bréfi til Jónasar Hallgrímssonar frá 6. september 1835 viðurkenndi hann reyndar að útlit tímaritsins væri „smekkfult út af fyrir sig“ (147). Hitt væri engu að síður ljóst að útlitið svar- aði ekki upphaflegum tilgangi ritsins: að vera söluvænlegt með því að bjóða kaupendum mikið lesefni fyrir lítið fé. Ekki væri hægt að ætlast til þess að fátækur íslenskur almenningur borgaði með glöðu geði fyrir þann lúxus sem stórþjóðir eins og Frakkar og Englendingar notuðu aðeins við sérstök við- hafnarverk. Hann væri á höttunum eftir bók en ekki pappír (145). A þessi sjónarmið Tómasar féllust samritstjórar hans og það möglunarlaust eftir því sem best verður séð. í seinni árgöngum Fjölnis voru blaðsíður að minnsta kosti mun þéttari en í hinum fyrsta, spássíur minni og letur smærra og línur þar af leiðandi bæði lengri og fleiri. Allt þetta var líkara því sem almennt hafði tíðkast í íslenskum tímaritum. Hafi ytra útlit fyrsta árgangs Fjölnis borið með sér nýjar og framandi hug- myndir um fegurð og smekkvísi birtist þessi afstaða ekki síður í sjálfum text-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.