Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 133

Andvari - 01.01.2003, Page 133
ANDVARI HINN NÝI „GAMLI" KVEÐSKAPUR 131 sem eru eldgamalt og séríslenskt bragform en um leið líkt evrópskum kveð- skap um aldamótin 1900, sem yfirskin til að yrkja „fremur eftir geðþótta en ákveðnu kerfi eins og venja var í hefðbundnum kveðskap“.42 Með því að nota bragform sem í huga flestra íslendinga á þeim tíma tengist þulum43 skapar Hulda e. k. sjónhverfingu, sem tengir í huga samtíðarmanna hennar kveðskap hennar fomri og séríslenskri hefð. Frjálslyndi í formi, sem er að mörgu leyti áhrif erlends samtíðarkveðskapar, fær þar með á sig allt að því þjóðemisblæ, sem er sérlega mikilvægt á tíma sjálfstæðisbaráttu Islendinga. En allt þetta leiðir fyrir sitt leyti til þess að formið á kvæðum Huldu „meiðir ekki brageyra nokkurs manns og [...] enginn ritdómari hefur nokkuð að athuga við frávik hennar frá rímhefðinni. Þvert á móti er henni alls staðar hælt fyrir lipra og létta kveðandi og óbrigðulan skáldskaparsmekk.4144 Þetta gildir meira að segja ekki eingöngu um þuliájóð Huldu heldur um mörg önnur, t. d. þau sem eru tengd vikivökum - og þau sem tengjast ekki beint neinni þjóðkveð- skapargrein en Hulda kveður frá eigin brjósti. .. .og lausa byggingin Önnur algeng skoðun er sú að skáldkonurnar sem komu fram með þululjóð eftir aldamótin hafi notfært sér losaralega byggingu „gömlu þulnanna“ til þess að brjóta þá rökréttu hugsun sem einkenndi ljóð skálda 19. aldar og tjá í sínum kveðskap ljóðrænu tilfinninga, hugrenninga.45 Stenst þessi skoðun betur en sú um „laust form“ þululjóða 20. aldar? Síðmiðaldaþulur eru romsur af stökum minnum og samfellum þeirra og geta verið með tvennu móti. Annars vegar eru upptalningar nafna (kúa- og áanafna, bæjaheita, jólasveina- og mannanafna o.s.frv.), oft með stuttum inn- gangi og lokaorði. Hins vegar geyma margar síðmiðaldaþulur einhvers konar frásagnir, stundum tiltölulega skýrar (eins og í þulunni „Leit eg upp til himna“, sem vitnað var í hér að framan), oftar ruglingslegar, þar sem stakar línur eða samfellubútar ná stundum saman, en enginn þráður er í heildinni.46 I slíkum þulum er algengt að minni og stærri samfellur af svipaðri gerð bæt- ast í romsu hvert eftir annað þannig að e. k. frásagnartengsl myndast; en ósjaldan kemur fyrir að næsta minnið í romsunni stendur í beinni mótsögn við það sem á undan fer eða stök minni loða saman án þess að standa í beinum merkingartengslum, t. d. einfaldlega vegna þess að þeim er skipað saman í einhverri allt annarri þuluheild. Bygging síðmiðaldaþulna er því sannarlega losaraleg. Tilgangurinn með slíkri laustengdri samfellu er varla að segja samfellda sögu; því má ekki telja þulur síðmiðalda til epíkur, en þó eru þar frásagnar- einkenni fyrir hendi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.