Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1950, Page 112

Andvari - 01.01.1950, Page 112
108 Barði Guðmundsson ANDVARI það, að í æsku hafi Þorvarður verið krypplingur. Mun hann hafa borið þess einhver merki um ævina, þrátt fyrir lækningu Guðmundar, því það lætur að líkum, að mjög þykkt sé smurt, þegar greint er frá kraftaverkum hans. Þannig sem Hlcnna er getið í Ljósvetninga sögu, kemur auð- vitað ekki til mála, að viðumefnið skakki sé tekið þar upp hon- um til vansa. Liggur þá beint við, að það sé valið sem öruggt kennimerki, svo að enginn gangi þess dulinn, við hvern höf- undur eigi, þegar hann ræðir um Hlenna í Saurbæ. Það hefir áður verið sýnt, hvernig höfundur hagræðir nöfnum sögu- persónanna, svo að það yrði sem áþreifanlegast, að við víg Þor- gils skarða væri átt, þegar hann lýsir drápi Þorkels háks. Af sama toga er það spunnið, er Hlenni hinn gamli í Saurbæ kall- ast Hlenni hinn skakki. Bóndann hinn skakka í Saurbæ hafa margir kannazt við á ritunartíma Ljósvetninga sögu. Orsökin til þess, að höfundur gerir sér svo mjög far um að auðkenna hann, er alveg augljós. Vörn sú, sem fram er færð gegn hinum mannskemmandi orðum í Þorgils sögu: „Hafði .... jafnan tal við hann .... óheill og illráður," á ekki að rnissa marks. Og þeim er rækilega svarað. Það er Þorvarður Þórarinsson látinn oera á hlaðinu í Saurbæ, í gervi Guðmundar ríka. Víðfræg hefir að vonum rekistefna Þorvarðs út af drápi Kolbeins heimamanns hans verið. Þess vegna er hann látinn kynna sig í dulbúningn- um með þeirn hætti að segja við Saurbæjarbóndann: „Engum skal hlýða að drepa heimamenn mína.“ Eftir þessa leiðbeiningu til lesandans víkur svo söguhöfundur að kjarna málsins, óhróðr- inum uin Þorvarð í Saurbæ, sem felst í orðunum „óheill og ill' ráður," og lætur Guðmund ríka segja við Hlenna: „Jafnt þykja mér heit þín sem handsöl annarra manna.“ Þótt það sé þannig staðfest, að Hlenni hafi verið óvcnjulega grandvar maður til orðs og æðis, var hann samt ekki allur þaf sem hann var séður. Því varð ekki neitað. En sá eiginleiki hans á rót að rekja til mikilla gáfna. Þegar Guðmundur verður þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.