Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 16
IBO SPEBILLINN Sæl og blessuð, Gudda mín! Nú eru engar fréttir, nema kosningafréttir, og þær hef- urðu heyrt allar í útvarpinu og lesið þær í Tímanum. Pabbi var fjarska óánægður með kosningaúrslitin og sagði það væri naumast að Framsókn yxi fiskur um hrygg þrátt fyrir alla tvöfeldnina og loddaraskapinn, en mamma sagði, að bændurnir tryðu á Framsókn og Reykvíkingar líka, það er að segja, bændurnir trúa á Hermann en Reykvíkingar á Rannveigu. Pabbi sagði, að þetta væri allt saman kjördæma- skiptingunni að kenna, hún væri svo ranglát í garð sjálf- stæðismanna, ef sjálfstæðismenn hefðu fengið eins og 100 atkvæðum meira í svona 6 til 7 kjördæmum þá væru þeir líka í meirihluta á þingi, og þetta segir Jón Pá líka í ísafold. Mamma sagði, að það væri nú meiri klaufaskapurinn hjá þeim að skipuleggja þetta ekki betur og láta þessi 100 at- kvæði flytja sig mlli kjördæma eftir þörfum, og fór svo að lesa kosningavísurnar í Tímanum. Pabbi varð of seinn að koma honum á kamarinn núna. Pabbi bara hummaði og taut- aði eitthvað í skeggið, en mamma hló voða mikið að sumum vísunum, sérstaklega þessari um íhaldspeðið og Hannibal. Pabbi fór þá að tala um að kommúnistar hefðu þó tapað og það væri gott. Svoleiðis landráðagemsa ætti bara að strika út eins og þeir gera í Noregi, þar sem hann Furubotn á heima. Mamma leit þá upp og sagði að hann vissi nú trúlega lítið um þennan Furubotn, en pabbi leit í ísafold og sagði að Furu- botn væri á Títóslínunni, hann væri sko almennilegur mað- ur, sem ekki gæti liðið svona öfgastefnu eins og þeir í Komin- form vilja hafa, og þessi Furubotn er víst ekki botninn, sem er suður í Borgarfirði, úr því hann á heima út í Noregi, en kannski lekur keraldið út í Noregi líka. Mamma sagði, að það væri nú meiri ræfildómurinn að geta ekki myndað stjórn, þeir yrðu víst að fá eins og 4 eða 5 ráð- herra lánaða að vestan, svona eins og uppbót á Marshall- lánið, og Bjarni gæti kannski farið vestur í staðinn, honum veitti hvort sem er ekki af að læra amerísku dálítið betur áður en hann orðaði fleiri samninga, annars kemur orðalag- ið undir eins upp um hann. Pabbi sagði, að Framsókn ætti sökina, hún rauf stjórnarsamstarfið og hún er skyldug að mynda nýja stjórn, og ég held þeir geri varla annað þarfara með þessa blessaða Rannveigu úr því sem komið er en að setja hana í einhvern ráðherrastólinn. Mamma hló þá bara og sagði að Rannveig myndi víst duga vel þar eins og annars staðar, og hún væri nú höfuðóvinur ísafoldarmannanna síð- an hún gaf út stríðsyfirlýsinguna á hendur fjárplógsmönn- um. Pabbi fór þá bara að vorkenna krötunum, alltaf væri þeim að fækka, sagði hann, þeir væru nú eiginlega ekki nema fjórir orðnir. því að Hannibal og Gylfi væru nú hálfgerðir kommar og Ásgeir væri eiginlega fulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn líka, því hann hefði svo fjölþættar og margbrotnar skoðanir og sjálfstæðismenn kysu hann lika sem sinn fulltrúa, þó hann telji sig krata, af því það er mest gustuk að hressa upp á höfðatöluna þar. Svo þurfti pabbi að fara að gefa kúnum og fór út í fjós, en mamma hélt áfram að lesa kosningavísurnar í Tímanum, og vertu nú blessuð og sæl. Þín Stefcmía. P.S. Þú þarft ekki að senda mér lengur jasslög og slag- ara, því að ég læri það allt jafnóðum í barnatímunum. Sama. Þá var ekkert eldJiús til í öllum bænum, og sjálfstæðið í sjónum grænum. Þá var Kristín ekki enn í Alþing gengin, og ekki nokkur áhöld fengin. En nú er öldin önnur betri, eldhúskvinnur. Ihaldið með vélum vinnur“. Satt var orðið um þá vinnu íhaldsþ jóðar, og tillögurnar töldust góðar. Hrundu í framkvæmd fljótt og vel með feikna prýði er það kunnugt öllum lýði. Þó skal minna yður á það, íhaldsklíka, að kommar vinna á vélum líka. Standið því sem beztu bræður báðir saman hlóðarsteininn fyrir framan. Skoðið alit, og ágætlega að öllu hyggið, þér vitið ei nær liðnir liggið. Og sálnahirðir yðar ennþá, allir meina, heldur fast við hlóðarsteina. i v c

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.