Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 1B1 Á þeirri stundu, er þetta merkisár hófst, eða kl. 0.00 inn fyrsta Januarii, var hurðum upp hrundið í inu nýja fæðingar- stiftelsi, er hafði verið í smíðum fyrirfarandi ár, og loks bor- ið grjóti, að ráði ríkismúrara; kvað hann þá bygginguna mundu standast betur væntanlegar fæðingarhríðir. Leið svo áttidagur að kvöldi, að eigi fjölgaði, urðu fyrirmenn ókvæða við og kölluðu slíkt athafnaleysi eitt djöfulsins narrarí, en sem þeir bjuggu sig til brottfarar í fússi, heyrðist öskur jarg- anlegt, er af mátti ráða, að stiftelsið mundi eigi verða jafn allskostar óþarft og bölsýni þeirra hafði viljað vera láta. Gekk svo æ síðan, og þó eigi nema með hálfum krafti, sökum þjónustukvennaeklu. Var vinnuafl þó sókt til stórþjóðanna og flutt inn í landið, títt með afarkostum, en nýttist mest af bændum og búþegnum, er heimtuðu konur að yfirvöldum, með elskunnar offorsi og holdsins bráðlæti, en hótuðu að flosna upp ella og gerast malverjar og pennasleikjar ríkisins. Frægast þessara þjóðflutninga var það, er ii farmar grið- kvenna vóru fluttir úr Germania sunnan, að undangengnu þukli, mati og yfirsýn klókustu manna. Urðu vel reiðfara og var síðan hópurinn rekinn á land í Skerjafirði og tilsagður bændum, en þeir brugðu við títt og lögðu konurnar í sæng með sér, en þeim löglegum eiginkonum, er enn fyrir fundust, þótti súrt í broti og gengu í Þjóðvarnarfélagið, en sá er flokk- ur þjóðhnöggvinga, er enn eigi hafa vígslur tekið, utan prím- signingu. Þó fengu sumir, þeir er eigi vóru áður kvæntir, valdsmannspatent fyrir konunni, eða klerkar vóru til kvaddir og hakakrossuðu yfir hjónasængina. Ölheita sú, er dregur nafn af bjórsvelgnum, skáldinu og fjármálasérfræðingnum Agli sterka, fer þess á flot að mega heita mungát snöggt um sterkara en áður hafði tíðkazt; kvaðst mundu exportera vökv- ann, fósturjörðinni til ábata, en útlenzkum til fordjörfunar og gengisfellingar. Snerist Alþingi við öndvert, þó ekki af bindindissemi heldur af hræðslu við gúttapela, sem enn höfðu kosningarrétt, en þeir telja jafnan öl hálfu sterkara og skað- legra en klára brennivín — mátti þá sjá margt auga á floti, er atkvæði vóru greidd. En óttazt var og, að aldregi mundi það öl út fyrir landsteinana koma, heldur sólgið verða af fyrirmönnum og gæðingum þeirra. Jónas Þprbergsson samt útvarpsstjóri. Sigldi þetta ár á öldum ljósvakans, með valið lið og frítt föruneyti til útvarpsþings útlendis; þótti heima- mönnum þar sem mikil mundi sú þjóð vera, er slíkum afla hefði á að skipa, en innlendum skattþegnum þótti illa varið fénu í burðargjald undir þetta fé, og atyrtu suma sendimenn, er heim kómu, en þeir gáfu þau svör, sem sönn munu verið hafa, að þeim hefði verið þröngvað til fararinnar og borið undir þá fé. Finna brezkir kunnáttumenn kynjalyf, er eyði svefnsýki, en þangað til hafði allt kúahald verið í inum mesta ólestri á stórum svæðum í Africa suður, er bæði beljur svo og tuddar sofnuðu, er sízt skyldi. Hugðu menn gott til að fá lyf þetta út hingað, til notkunar í skólum og ríkisstofnunum. Útanstefnur mögnuðust á árinu, varð Bjarna einkum tíðför- ult vestur um haf í kjölfar Leifs ins heppna, stundum með Eystein í för með sér og aðra fyrirmenn; hlaut af þessu elsku vestrænna en ámæli þjóðhnöggvinga og taglhnýtinga þeirra, er þjóðvarnarmenn nefndust, þó í spaugi. Töldu þess- ir kumpánar sig eina fslendinga vera, og sé það haft fyrir satt, hafði þjóðin gengið saman að fimm sjöttungum á skömmum tíma, og þótti verri útkoma en eftir pláguna miklu, þ. e. Svartadauða inn fyrra. Gerðu fjendur Bjarna uppsteit mikinn á Alþingi, ultimo Martii, urpu meðal annars grjóti einn sinna mann, garp mikinn, Hermann að nafni; yfirgaf hann skömmu síðar flokk sinn og gerðist íhaldsmaður, kvað sér minni hættu búna í þeim hóp. En þjóðhnöggvingar fengu von bráðar annan hermann, sem enn segir. Var uppsteitur þessi fótógraferaður og síðan sýndur um land allt, í trássi við björgunarafrekið við Látrabjarg og blessaða sveitina mína, er máttu muna sinn fífil fegurri. Grasserar blóðsótt í kúm á Suðurlandi og var kennt um flöskumjólkinni, er þá var farin að tíðkast. Tók inn einkar vinsæli svartimarkaður miklum framförum, mest eftir að ríkið sjálft tók að þéna á honum með skattlagningu automobilium; fóru biðraðir við sölubúðir lengjandisk, einkum af konum, höfðu þó ógjörla hugmynd um, hvað á boðangi var hverju sinni. Dró þetta jafnvel úr lýðhylli jarðarfara, er áður vóru ein bezta skemmt- un kvenna í fásinninu. Hækkar verð rúgbrauða, landinu til niðurdreps og þjóðunni til gremju, nema veðurstofunni, er notaði þetta til spásagna, er reyndust svo galdar, að elztu

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.