Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 31

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 31
SPEGILLINN 195 Jólahugleiðingar Spegilsins Það er eins og jólin hafi sínar sérstöku stemningar. Eins og kunnugt er, þá er til sérstakt jólaveður, það er oftast logn- molludrífa eins og á jólakortunum (já, þá kosta þau nú lík- lega eitthvað í ár). Annars veit ég ekki, hvaðan ég hef þetta með jólaveðrið. Ég held helzt af dönskum jólakortum. Já — margt gott höfum við frá dönum. Og þá þarf líka að sjást lítið hús í hálfkafi í fönn og ljósker fyrir utan, með jóla- sveini og sleða með jólaglaðninginn, stefnandi heim að hús- inu. Og þá dettur manni í hug hálfgleymd saga um greifann Míkos, sem ók í hestasleða sínum í nánd við góssið og mætti landpóstinum hlöðnum jólapinklum. — Er það nú ekki ákaflega þreytandi, maður minn, að bera út allan þennan póst í þessari líka ófærð? — 0, þetta er nú 19. árið mitt við það, svo að ég er smám saman farinn að venjast því, sagði pósturinn. — Þá ættuð þér nú einmitt að fara að hvíla yður, sagði Míkos, sem öllum vildi vel. Svo bætti hann við eftir nokkra umhugsun: — Heyrið þér, því sendið þér ekki heldur alla þessa böggla í pósti? Þegar gluggasýningarnar eru komnar, fer maður að setja upp jólasvipinn og stoppa vini sína á götu. Hugsast getur, að þeir hafi einhvern jólaglaðning í rassvasanum. Nú, og bregð- ist það, þá er alltaf hægt að sýna honum, hvað mikið maður hefur að gera, með því að kveðja hann með svofelldum orð- um: — Jæja, ég verð að flýta mér, það eru jóiaannirnar. Um leið og maður gengur fram hjá barónunum úr Hafnar- stræti, stingur maður kannske að þeim 5-kalli og brosir út í kommúnisma-munnvikið. Maður hefur ráð á því núna rétt fyrir jólin, þegar maður hefur brosað út í íhalds-munnvikið allt árið. En annirnar eru oftast fólgnar í því, að líta inn til næsta kunningja til að vita, hvort hann hafi ekki upp á neitt að bjóða. En þeir, sem eru í verulegum jólaönnum, eru skriffinnar og bókaútgefendur, sem þurfa endilega að upplýsa okkur hina um lífsnauðsynlega speki. Einmitt í ár hafa þeir opin- berað oss síðasta og mesta listaverkið, sem mun áreiðanlega skapa tímamót í sögu þjóðarinnar. Kostar frá 50 og upp í 95 krónur, svipað og eitt eintak úr áfengisverzluninni, sem líka er andi og sumir eru jafnvel svo forhertir að taka fram yfir hinn. Já, þetta eru menn, sem virkilega eru á þönum. Fyrst til bókaútgáfunnar: — Hvað, er bókin ekki komin út ennþá? (Bara að einhver deyi ekki á meðan, sem annars hefði getað lesið hana.) Næst í bókabúðirnar. Fitla fyrst við Heimilisritið eða landsupp- fræðipóstinn hans Karls ísfelds. Spyrja svo af tilviljun af- greiðslumanninn: — Hvernig selst hún annars, þessi bók þarna? — Það er nú lítil sala í henni enn. — Hm. Já — en hvað kostar vasaalmanakið? (Spyrjand- inn man sennilega, að það kostaði 7 krónur í fyrra.) önnur búð o. s. frv. Það er sem sagt nóg að gera. Leiðin- legast er þó, að menn kunni ekki að meta hið góða, sem að þeim er rétt, og þetta er þó áreiðanlega merkasta bókin í ár. Upphaflega reiknað með 15 þúsundum í ágóða eftir prósentu- kerfinu. í dag er áætlaður ágóði kominn ofan í fimm þúsund. Á morgun er gott, ef maður sleppur skaðalaust. Ég held að maður sleppi því að skrifa annað eins listaverk næsta ár. — Já, það er eins og jólin hafi sínar sérstöku stemningar. Og svo kemur jólatréð á Austurvöll eftir hugmynd og til- lögum Víkverja. Því að hann hefur einn í öll þessi ár séð nauðsyn þess og prýði fyrir bæinn. Krían og flugfreyju- nafnið getur beðið þangað til eftir áramót. Mikið hefur hug- vit Víkverja lappað upp á hana Reykjavík, eins og karlinn sagði. Loksins er komið að aðfangadagskvöldi, og húsfaðirinn situr á inniskóm og stritast við að komast í jólastemningu. Hann heyrir pískrið frammi í eldhúsinu um jólagjafirnar til hans, sem helzt eiga að koma honum einhvernveginn að óvöru. Og hann fer að hugsa um tvöhundruð-kallinn, sem hann stakk að konu sinni fyrir þessu fyrir helgina. Litlu síðar er farið að rifja upp „í Betlehem“ og „Heims um ból“. — Nei, þetta vers kemur ekki næst, góða mín. Ég held ég ætti að muna það frá því ég var barn. En mamma hafði víst aldrei verið barn. Þá eru jólagjafirnar teknar fram. Jú, grunaði ekki gamla Gvend. Bók eins og Játningar. Húsfaðirinn hefur aldrei ját- að neitt. Hefði það nú bara verið einhver önnur bók. Kvöld- útgáfunnar eða Vasaútgáfunnar. Þær hefði þó verið hægt að lesa um jólin. Þarna rauk stór hluti af tvöhundruð-kallinum fyrir lítið. Þegar þetta er búið, þá heyra heiðursgestir jól- anna pabba segja um hið dásamlega jólatré: — Þetta er víst norsk fura. — Nei, þetta er danskt greni eins og í fyrra, segir mamma. — Nei, þetta er ekki greni frekar en ég er greni, segir pabbi. — Jæja, hafðu það þá eins og þú vilt, en þetta er nú greni samt, segir inamma.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.