Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 36

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 36
200 BPEGILLINN Ljóð frá liðnu sumri ~J\runlz í Nautliólsvíkinni er nánast sagt líf og fjör; þetta er nokknrs konar Paradís vorra daga, þótt menn séu feimnir að fara úr hverri spjör svona fyrst í stað. En |>að er nú önnur saga. Ungu mennirnir mæta á jiessum stað af miklu kappi, því dáður og heillandi er liann. Maður fær sér í hafinu heilsustyrkjandi bað, og horfir auk þess gratís á náungann beran. um sjálfsmoi'fiserfiðleika á götum úti. Bílafjöldinn um fimmleytið er fótgangendunum bagi. Við stöndum og bíðum lilið við hlið að liægt verði að sæta lagi. En ennjiá ei tækifærið fæst að fara undir þann, sem kemur næst SVB. Og feimin telpa í troðfullri Edenlaut tíndi af sér spjarirnar milli ótta og vonar; nam staðar um mittið, og augunum eldsnöggt gaut til eins af kynbræðrum Jónasar Þorbergssonar. Þær flatmaga glaðar í sælnnni hér. Og sjá! Sólin gerir Jiær fagurbrúnar á hörund. Svo renna Jiær ástleitnum augunum til og frá. — Ekki er jiað vonlaust að liitta hér einhvern Jörund. Dóri. um vináttu manna og vini manns. Mér gezt ekki að mönnum, sem gefa í skyn, að geti þeir átt allan heiminn að vin. Ég bara á mig sjálfan, mér brugðuzt Jiið bin. Þó ber varla slíku að flíka. Nú hvarflar oft að mér hugsunin, livort ég Iiafi ekki brugðizt mér líka. SVB. RJÚPAN VERÐUR ekki friðuð í ár, segir í tilkynningu frá hærri stöðum, og er þar stuðzt við álit lærðustu manna, sem telja henni ekki algjöran bana bú- inn, jafnvel þótt stofninn væri eitthvað grisjaður, og það með, að hin snögga fækkun rjúpunnar á nokkurra ára fresti stafi af farsóttum, s.em herji fuglinn (og fái hann til að grafa sig í jörð?). Sýnir þetta, að ekki cru æðstu máttarvöld eins frábitin svörtum markaði og sumir vilja vera láta'. I^itót/ári: PALL SKULASON ^JuiLnurur : HAtLDÓR PÉTURSSON oo tryggvi magnússon t.)tjíírn ÍJÍJ njjrciÁlíí'. : Smáragöiu 14 Reykjavik Simi 2702 (kl 12-13 dagl.). Árgangurinn er 12 tölublöð - um 240 bls. - Askriítaverð; kr. 42.oo á ári Einstök tbl. kr. 4.oo - Áskriftir greidist lyrirlram - Áritun: SPEGILLINN Pósihólí 594, Reylrjavík • Blaðið er prentað í Isaloldarprenlsmiðju h.í. ÍTALSKA STJÓRNIN virðist ekki alveg á því að segja til um, hvar gröf Mussolinis sé; virðist óttast, að sanntrúaðir fasistar taki að hefja þangað hvalferðir (valfarter) í stórum stíl, í stað þess að stunda vinnu sína. Þó hefur hún góð orð um, að gera þetta uppskátt árið 1955. Oss er nú nokkurn- veginn sama, hvort hún svíkur þetta eða ekki, en ef Bonnstjórnin gæti vísað á gröf Hitlers, væri allt öðru máli að gegna. Þá myndu að minnsta kosti þagna sögusagnirnar um það, að hann lifi góðu lífi sem gaucho suður i Argentínu. í ÍTALÍU hefur fundizt jarðgas, sem talið er, að geti komið í stað kola, og' þykir að vonum hið mesta hagræði að geta brennt kolunum þannig óuppgröfnum. Er þetta talið munu valda iðnbyltingu í landinu, og lækka prísana, sem um þessar mundir þylcja ekki sérlega aðgengilegir, hvað oss snertir úti hér. Ef þetta síðastnefnda á fram að ganga, teld- um vér rétt að byrja iðnb.vltinguna á því að gassa Marabotti dálítið. svona rétt til vonar og vara. RÁÐNING Á KROSSGÁTUNNI í SÍÐASTA BLAÐI %.A T 2.M l m i’S mrm m m wua 7l' ‘A K T L O u ’u T WK j Á E u A A E y| TÉ 5 a S n G- M

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.