Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 28

Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 28
192 SPEGILLINN ANNÁLSBROT Árið leið í alda skaut eins og þeirra er siður. Innanlands var öll þess braut í áttina lengra niður: Öfugsnúið aldarfar, afla- og krónubrestur, og kompás stjórnarstefnunnar stöðugt beint í vestur. Yestur reistu ráðherrar frá rauðliðunum óðum, bandalag að binda þar með bræðra og vinaþjóðum. Hjá Acbeson um ýmis mál á enska tungu fræddir, sneru síðan austur um ál undur og skelfing hræddir. „Kvölda tekur, sezt er sól“, — sú í vestrið ratar. Rölta ofan á Arnarhól undirleitir kratar. Þarna kom á frægan fund fjöldi kvenna og manna. Sælt er að una sér um stund í selskap dúsbræðranna. „Gnoð úr hafi skrautleg skreið“, skáldlegt heiti bar hún, enda komin alla leið frá Ameríku var hún. Upp við hryggju á hún sess, um annað er varla að gerfl. Annars er fleytan furðu hress af fimmtugu skipi að vera. Ennþá mætir austan fjalls ungmennaskarinn fríður. Hann er, vinur, vís til alls, og voðalegur lýður. Hér er betra að varast vel vín úr pyttlu að sloka. Þarna dregur hann Daníel dularfullan poka. Suður í löndum seldur er saltfiskurinn héðan. Bjarnason til búða fer að braska soldið með ’ann. Að selja frónska saltfiskinn þar syðra er strit og mæða. Bíttu á jaxlinn, Bjarnason minn, og blessaður reyndu að græða. Úti í London er mér tjáð, að ólmir finnist bófar. Sveima inn í sendiráð svakalegir þjófar. Einn fékk slæma útreið þar, öllum ránsfeng sviftur;

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.