Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Side 7

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Side 7
1928 STÚDENTABLAÐ 5 Faust, blindaður: Það er sem húmnótt hyldjúp verði inni, en hugann vefur birta skær og hrein. Ég hraða í framkvæmd fyrirætlun minni, hér fyrirskipun herrans gildir éin. Á fætur, þjónar! fljótt! og hefjið störf! svo fagursköpuð rísi hugsun djörf! Til verka þegar! þrífið reku og spaða, að þurka og ræsa svæðið afmarkaða! Hin stranga regla og rösklegt starf oss rétta að launum dýrstan arf. Til afreksverka öllum stundum einn andi nægir þúsund mundum. Stór hallargarður. Blys. Hfeflstofeles, sem umsjónarmaður í framsýn: Komið, komið hingað! Hæ! hengslin ykkar, væflar, beina og sina holdlaus hræ, hálfköruðu ræflar. Væflar*) i kór: Hér vér komum, hjálpfús sveit. Oss hálfskildist það á þér, að mæla skyldi mikinn ræit, sem myndum öðlast hjá þér. Merkjastaura má hér sjá og mælisnúru búna. En hvérsvegna oss var hrópað á, höfum vér steingleymt núna. Mefistof eles: Hér vandi ekki annar er en sá, við eigin skrokk sinn rétt að mæla, Sá lengsti ykkar hallist hrygginn á, þið hinir skuluð svörðinn kringum pæla. *) Svo hefi ég leyft mér að þýða Lemuren. þe.ir voru vofur framliðinna, beinagrindur, er hengu saman á taugum og sinum. þeir voru skilnings- sljóir og gleymnir, eins og hér kemur fram. Væf- ill er myndað af váfa (vofa) eins og ræfill af ráfa, sbr. og (kven)væfla. þ ý ð. Sem fólk um vora feður bjó, sje ferhyrnd gryfjan, ílöng þó. Menn flytja sig úr höll í híð. Svo hláleg verða búferlin um síð. Yæflarnir, érafa og kveða með hjákátlegum tilburðum: Man eg fegri fífil minn fyr á æskudögum. Þá var dansað út og inn undir gleðilögum. En hrekkvís þó með hækju brátt hratt mér ellin ljóta. Æ! mín gröf stóð upp á gátt og eg misti fóta. Faust, kemur út úr höllinni og þreifar um dyrustafina: Hve kætir mig hin glamurglaða önn! Hér grúinn þjónar valdi mínu, svo jörðin búi sátt að sínu og setjist skorður tryltri hrönn, í fjötra hneppist hafsins magn. Meflstofeles, til hliðar -. Þó hljótum vér alt stritsins gagn, er stíflur þú og strandvöm hleður, því stórri veizlu bráðum gleður þú sævarárann Neptún nú. Öll verða yður töpuð töflin. Oss trúnað dyggan sóru höfuðöflin. Og hleypt skal öllu á heljarbrú. Faust: Verkstjórí! Mefistofeles: Hér! Faust: Vind bráðan bug að því, oss verkamannamergð að ráða, með mildi og strangleik hvet til dáða, greið launin óspart, laða, kný. Hvern dag ég um það fregn vil fá án vafa, hvern framgang skurðgröfturinn muni hafa.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.