Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Side 18

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Side 18
Finnur Ingólfsson Byggingarsjóöurinn kominn inn í þingsali Fimm þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um stofnun bygging- arsjóðs námsmanna. Flutnings- mennimir em Finnur Ingólfsson, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Guöni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir. Tillagan hljóðar svo: “Alþingi ályktar að fela ríkistjóminni að stofna í samvinnu við námsmanna- samtökin, þ.e. Stúdentaráð Háskóla íslands og Bandalag íslenskra sérskólanema, byggingarsjóð sem hafl það hlutverk að fjármagna íbúðar- byggingar fyrir námsmenn. Byggingar- sjóðurinn verði sjálfstæð stofnun með sérstakri stjóm og verði í vörslu Seðlabanka íslands. Byggingarsjóðnum verði heimilað að taka lán hjá Byggingarsjóði verka- manna. Sjóðurinn verði til að byija með í eigu ríkisins og námsmannasamtak- anna. Tekjur sjóðsins verði leigutekjur af húsnæði i eigu sjóðsins og greiði námsmenn innan námsmannasamtak- anna ákveðið hlutfall af árlegum skólagjöldum sínum til byggingar- sjóðsins. Fyrstu 10 árin greiðir ríkissjóður árlega þrefalda þá upphæð til sjóðsins sem námsmenn greiða. Þegar tekjur sjóðsins standa undir eigin framlagi sjóðsins við fjármögnun bygginga aíhendi rikið samtökunum eignarhlut sinn i sjóðnum." Úr greinargerð í greinargerð þeirra flmmmenninga með tillögunni segir svo: “Tilgangur þessarar þingsályktunar- tillögu er að stofnaður verði Bygg- ingarsjóður námsmanna með eignar- aðild Stúdentaráðs Háskóla Islands, Bandalags íslenskra sérskólanema og ríkissjóðs. Með stofnun þessa Byggingarsjóðs yrði komið fastri skipan á húsnæðismál námsmanna í framtiðinni og þannig leystur sá vandi sem námsmenn hafa á hveiju hausti staðið frammi fyrir við útvegun leigu- húsnæðis. Með stofnun Byggingarsjóðs má ná eftirfarandi marluniðum: 1. Framtíðarlausn á húnæðisvanda námsmanna. 2. Lækkun námskostnaðar nemenda þar sem leiga í námsmannaíbúðunum yrði mun ódýrari en á hinum almenna markaði. 3. Lægri námskostnaðar nemenda minnkar kröfur námsmanna um hækkun á framfærslu Lánasjóðs ísl. námsmanna. 4. Jafna aðstöðu milli landsbyggðar og höfuðborgar, hvað menntun varðar. 5. Leiguverð á hinum almenna leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu mundi lækka sem kæmi þeimhelst til góða sem þar búa í leiguhúsnæöi.” Ástæða er til þess að fagna þessu frumvarpi, og ættu stúdentar að fylgjast vel með gengi þess á Alþingi. 18 Stúdentablaöið

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.