Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1931, Qupperneq 3

Fálkinn - 04.07.1931, Qupperneq 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmclastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifslofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anlon S c li j ö t li s g a d e 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. hað er einkenni Iieimskra upp- skafninga að lita niður á þá, sem þeir telja standa sjer niðar að mannvirð- ingum. Sumir þessara manna hafa fyrir kaldhæðni örlaganna ráðist í eit.hvað fyriræki sem hefir hepnast og gefið þeim arð, aðrir hafa erft peningana, sem þeir keyptu lakk- skóna sína og loðkápuna fyrir og enn aðrir liafa komist í huddu náungans undir fölskum forsendum og lifa í vellyslingum pragtuglega þangað til þeir eru orðnir sannir að lyginni en engu öðru. Sameiginlegt er það með þessari manneskjutegund, að hún fyr- irlítur að jafnaði vinnandi stjettir og þykist upp yfir þær hafin, og að hún dæmir ávirðingar annara harðar en flestir aðrir. Og eitt enn: að liún líl- urupp lil höfðingjanna og hefir þá hugsjón æðsta, að ná hylli þeirra og áliti. Þessir menn mega undantekning- arlítið heita landeyður, því að þeiin þykir skömmað vinna þau verk, sem þeir ef til vill væri hæfir til, en ajis óhæfir til þess, er þeir sækjast eftir að vinna. Þeir vilja ná i „fínar“ stöð- ur, á skrifstofum, í bönkum, lijá sendiherrum, þeir vilja yera riddarar og kommandörar. Þeir iala með til- gerðarróm, sletta útlendum orðum eftir mætti, reyna að tala með um það sem þeim þykir „fínt“ en varast að tala um þau mál., sem snerta störf almúgans. Þeirn fer eins og manninum, sem kom úr siglingunni og þóttist ekki vita hvaða amboð hrífan var og ekki vita nafn á henni, fyr en hrífuskaftið rakst í nefið á honuih. Sumir gamiir menn hafa gert sjer dægrastytting úr svona mönnum. Og það er r-jett að farið, því að það er ]rað eina, sem liægt er að nota þá til. Þeir eru kjörin fifl almenn- ings, því að samkvæmt þróun þjóð anna eru hirðfiflin nú geiigin fyrir ætternisstapa, en almenningsfíflin eiga að taka við. Og það er vanda- laust að þeltkja þessa menn úr fjöld- anum jafnvel þó að þeir segi ekki eitt einasta orð. Maður þekkir þá á göngulaginu, á því hyernig þeir halda á stafnum, eða taka ofan eða lineigja sig og maður þekkir þá á því hvernig þeir líta a fólk og hvern- ig þeir ræskja sig. Al.t þetta er nefni- lega eftirliking en ekki eðli. Eftir- líking — sín ögnin úr hverri áttinni frá þeim sem mennirnir vilja likjast, og gátu að vísu likst — en aðeins mátulega mikið til ])es að verða að fíflum. Þeir eru að leika alla æfina, og eins og flestir leikendur þá eru þeir svo gerðir, að þá langar til að fá almenningshylli. Um víða veröld. ---X-- DAUÐA- Þessi einkénnilegi turn, TURNINN. sem myndin er al' ----—----- stendur austur i Tur- kestan og er kal.laður dauðaturninn, því að hann var notaður við aftöku óbótamanna. Aftakan fór fram á þann hátt, að farið var með óbóta- manninn upp á lurninn og hónum hrinl fram af brúninni. Konistenginn lífs af úr þeirri raun. ----x---- Veðurspár og þjóðtrú á Balkan. í afskektum hjeruðum þar sem veðurathugunarstöðvar og veður- spár lærðra veðurfræðingá þekkj- ast ekki einu sinni að nafninu lil verður fólkið að hjálpa sjer sjálft. Og svo hefir það verið hjer á landi að hver bóndi hefir orðið að vera sinn eiginn spámaður fram að þessu. Á Balkan húa landhúnaðarþjóðir og eiga þvi ekki síður heil.l siiía undir veðri og vindi en við. Þessvegna hafa komist á loft margskonar fyr- irsagnir um veður, sem hinum ný- tísku veðurfræðingum myndi ef til vill finnast harla kynlegar og óvis- indalegar. Hjer skulu sögð nokkur dæmi: — Þegar sólin gengur til viðar bak við ský verður eklci sólskin daginn eftir. Þegar kveldroðinn er gulleitur er rignirigar von, sjc hann rauður má húast við að hvessi. Þegar máninn er fölur og óskýr, kemur regn, sje hann skær og hreinn verður heiðrikja. Sjáist rauður hringur i kring um lunglið, merkir það heiðskírt veður, tveir hringar merkja frost og dauf- ur merkir hriniþoku. Sje hvítur baugur kring uni mán- an er það ætíð fyrir regni. Þegar regnboginn er skær merkir það að meiri rigningar sje von, og þeim mun grænni sem liann er því meiri rigningar er að vænta. Beri aftur á móti mest á rauða litnuin má húast við inikLum stormi. Sjáist regnbogi að kveldi dags, bendir það á gott veðrir að morgni, RADIUM OG Myndin hjer að ofan beint á mannshöndina. Til hægri ItÖNTGEN. sýnir mismun þann, sjest höndin geisluð með radium en ------------ sem er geislum radi- til vinstri með Röntengeisl.um. ums og Röntgengéisla, er þeim er en sjáist hann aftur á móti að morgni, er vissa fyrir að það nnini rigna. Gangi þrumuveður í september, má búast við heitu og löngu hausti. Sjeu stjörnrirnar fölar merkir það regn eða snjó. Þegar þokan læðist nieð ökrurium, merkir það hrein- viðri.. Þegar þokan slígur á kveldin upp frá vötnum og völlum, verður hiti að morgni. Skýin eru þung þegar kulda er von. Krabbarnir skríða á land undan óveðri. Þegar vel veiðist merkir það rigningu, en þegar illa veiðist má húast við stormi. Þegar mikið er af hnotum á eiki- trjánum, verður harður vetur. Þegar reyknum úr reykháfnum slær niður, kemur annaðhvort regn eða snjór, en leggi hann beint upp verður heiðríkt. Dögg sest á gluggarúðurnar á vetr- um undan þýðu, á sumrum fyrir rigningu. Ef að farfuglarnir fl.júga ekki suð- ur á bóginn fyr en i lok september- mánaðar er vissa fyrir því, að haust- ið verður heitt og langt. Þegar svöl- urnar fljúga lágt merkir það regn og storm. Þegar kjúklingarnir fijúga undir vængi móðurinnar ])ýðir það ralct veður. Ef haninn gal.ar mjög snemma á frostnóttu má húast við að fari að ])iðna. Þegar endurnar baða mikið vængjunum í vatninu er alveg víst það fer að rigna. Þegar kötturinn legst undir eld- stóna kemrir frost. Þegar kötturinn rífur hurðirnar má búast við vindi og snjó. hí að mýsnar gera sjer hreiður ofanjarðar kemur votviðrasamt haust. Grafi þær þau niðri í jörð- inni verður bæði þurt haust og vor. Ekki svara fátt. Stór-auðugur Bandaríkjamaður gisti um tima á einhverju skraut- lcgasta og dýrasta gistihúsinu i London, en honum fanst að þjóu- arnir tækju ekki það tillit lil sín, sem auðæfi hans og amerískur mikilleiki verðskuldaði. Hugsaði hann sjer þvi að láta þrjótana fá eitthvað til að tala um í samhandi við sig, og einn morg- uninn þegar hann kemur niður i veit- ingasalinn, segir hann við þjónana: „Látið mig fá tuttugu do'lara virði af svínaketi og eggjum“. A!.Iir ensku þjónarnir gláptu á manninn, og varð gjörsamlega orðfall, en Óli, sem var Norðurlandabúi, og hinir voru orðn- ir vanir að treysta, þegar einhvern vanda har að höndum, svaraði — án l>ess að blikna —: „Fyrirgefið, herra minn, hjer eru aldrei seldir hálfir skamtar“. inn á hvert heimili. Niðursuðudósina þarf ekki að lóða, endist ár eftir ár, þolir fljóta upphitun og snögga kælingu. Niðursuðan tekur mikið skemmri tíma en þegar glös eru notuð. Mikill tima- og eldiviðarspam- aður. Frekari upplýsingar i Verslun Jóns Þórðarsonar. F.A.Thiele Bankastr. 4. Þar fást Sjónaukar mjög ódýrir. — Lestr- argleraugu, með ókeypis mátun. Sólskygni, Sólgleraugu o. fl.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.