Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1931, Side 5

Fálkinn - 04.07.1931, Side 5
F A L K I N N 5 SunnudagshugleiðmQ. Efíb- Pjeiur Sigurðsson. „Sælir eru syrgjendur því aS þeir munu huggaðir verða“. Hvergi finnur fólk eins mikið lil yndisleik vorsins, eins og ein- mitt þar, sem vetrarríkið er mest. Ylur og fegurð vorsins veit- ir mönnum þeim mun meiri sælukend, sem kuldi og myrkur vetrarins hefir ])rengt meira að þeim. Til eru staðir i heiminum þar sem vindar aldrei blása. Þar er lognið hið vanalega og veitir ekki m.'kla hrifningu nje unun. En sá, sem barist liefir við storm- inn út á reginliafi, sjeð menn skolast fyrir borð, skip liðast sundur og farast og slcip sitt einnig taka að brotna, kann að meta lognið og njóta sælu þess, er það alt í einu dettur eftir storminn. Sú sál, sem kuldi, myrkur og stormar lífsins liafa mætt, er vissulega sæl, því hún hlýtur að verða hinnar hliðstæðu hugunar aðnjótandi. Þvi sárari sorgin þvi sælli huggunin. Eins og lognið ávalt keniur eftir storminn, svo huggar „Guð allr- ar huggunar“ ávalt þá er syrgja. Gleðin er björt og fögur, gleðin er græðilind og heilsubrunur, en dýpsta sorgin veitir þó oft liina fullkomnustu sælu. Tárvot augu og sundurmarið lijarta njóta hest sælu huggunarinnar. Geisl- Guðs dýrðar brotna í tárperlum þeirra er gráta, og þótt Guð búi á „háum og heilögum stað“, þá ]>ýr hann einnig hjá þeim, sem liafa „sundurkraminn og auð- mjúkan anda“. Sæluslu huggunar njóta þeir, sem gráta yfir böli annara, því þá „hungrar og þyrstir eftir rjett- læti“. Eins og Meistarinn sjálfur „hata þeir ranglæti, en elska rjettlæti“, og „mæðast í sinni rjettlátu sál“ yfir böli mannanna. Jesús var maður sorgarinnar, því hann „hatciði ranglæti en elskaði rjettlæti“. Hann þekti liina djúpu sorg. Hann grjet yfir ófarsæld annara. Hann lifði til þess að hugga, lajálpa og leiða menn á veg farsældar, þessvegna þekti liann hina fulkomnustu huggun og liina fuUkomnustu gleði, og sæluna, sem henni fylg- ir. Það er sagt um hann, að Guð liafi „smurt hann gleðinnar olíu fram yfir lians jafningja“, já, fremur öllum öðrum. Hann þelcti vel hina djúpu sorg og einnig hina fullkomnu gleði, sem sam- lífið við Guð og alt gott og fag- urt, veitir. Djúpa sorgin hefir framleitt innilegustu tónana i líf- inu og látið sætustu gleðirósirn- ar spretta í lijörtum mannanna. „Sælir eru syrgendur, því að þeir munu liuggaðir verða“. Tak- ið efir litla orðinu „því“. Sælan er einmitt fólgin í hugguninni. Lífið er svo ríkt af miskúnn og huggun, að óhuggandi sorg er jafn ómöguleg eins og sólarlaus himinn, þótt skýjaður sje. Hinn heiðskíri sólsknsdagur er yndis- Mærin frá Orleans. Jeanne d’Arc á vigstöðvumim, eins og hún er sýnd i kvikmynd. legur og fagur, en lítil mundi verða dýrð vallarins, ef ský og engar skúrir gerðu vart við sig. Sorgin er gróðrarlifi sálarinnar mikil blessun og nær hestum til- gangi einmitt þegar ylur Guðs kærleika og huggunar vermir sálina heitast eftir táraskúrir. Ó, hve loftið cr hlýtt, ó, live lognið er hlítt, — eftir storminn. Ó, hve geð mitt er rótt, og í hug mínum hljótt, — eftir storminn. frönskum sveitastúlkum er títt. Hún var alvörugefin og dul í skapi og mjög heittrúuð strax í barnæsku. Hún var eklci nema þrettán ára gömul þegar hún þóttist heyra raddir af himnum er hún var að biðja föstubænir sínar, og þessar raddir brýndu fyrir henni að ástunda hreint líf- erni. Nokkru seinna fóru her- sveitir Burgunda um hjeraðið með háli og brandi og lögðu Domremy í eyði, og fór hún þá að hugsa um styrjöldina, sem þjakaði ættjörð liennar. Þóttist liún nú heyra himneskar raddir, er lögðu fyrir hana að frelsa ætt- jörð sína og reka fjendur henn- ar úr landi. Og árið 1428 var svo komið, að liún taldi sjálfsagða skyldu sína að bjarga borginni Orleans, sem þá var í óvina um- sát og mjög nauðulega stödd. Sátu Englendingar um borgina. Henni tókst að telja frænda sinn á sitt mál og fór hann með henni til herstjórans í bænum Vaucouleurs, þar skamt frá. Eft- ir miklar málalengingar sendi herstjórinn hana áfram til kon- ungshirðarinnar. Voru ífylgd með henni tveir ungir aðalsmenn, sem sem höfðu komist á þá skoð- un, að henni væri mikið hlut- verk ætlað, og 23. febrúar 1429 stóð liún augliti til auglitis við Karl konung sjöunda, sem þrátt fyrir alkuna galla sína og ónytj- ungshátt sannfærðist um, að stúlkan hefði þá hæfileika til að; bera, sem gerðu hana liklega til þess, að geta komið þjóðinni að; gagni. Enda áttu Frakkar eins og lcomið var alt að vinna en engu Líkneski „bónddbóttnrinnar frá Domremy". Hinn 30. maí síðastliðinn lijeldu Frakkar liátíðlega 500 ára minningu þess, að þjóðardýr- lingur þeirra, Jeanne d’Arc var líflátin. Hinn 30 mai 1431 var mærin af Orleans brend á báli á torginu í Rouen. Jeanne d’Arc fæddist 6. janú- ar 1412 i þorpinu Domremy í Champagne, skamt frá landa- mærum Lorraine. Foreldrar hennar voru iðið hændafólk ög sjálf ald.st liún upp eins og Síðnstu stundir Jeanne d’Arc á bálinu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.