Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Page 31

Fálkinn - 18.12.1937, Page 31
F Á L K I N N 27 k * kvöldverður franxreiddur á borði fyrir franmrt gráturnar. hvílasl eftir ferðina. Hann hafnaði t)oðinu og vildi kom- ast áfram að hæ, sem var nokkrum mílum lengra áleiðis; en af j)ví að hann var þyrstur nefndi hann íslenska orðið melk, sem var eitt þeirra fáu íslensku orða, sem liann átti í sinu fátæklega orðasafni. Kon- an íor inn að vörmu spori og kom aftur með mjólk í aski. Þegar Nougarel hafði drukkið rjetti liann konunni ílátið aftur og hún saup á sjálf, eins og kurteisi mælir fyrir hjá ís- lensku fólki, þegar svona stend- ur á. Hann rjetli henni svo nokkra danslca skildinga, en ekki vildi hún taka við þeim. Hún vildi ekkert taka fyrir. Hann tók þá upp úr vasa sín- um einskonar sjalprjón með stórum liaus með forgyltum stjörnum og bauð henni. Þáði hún gjöfina með þakklæti og virtist furða sig á, en Nougaret smalaði saman hestunum og hjelt af stað, en klárarnir eltu hann vel eftir þröngri og krók- óttri götu, sem kom í vegarstað, með þeirri hlýðni o,g þægð, sem einkennir íslenska hesta. Þetta var um miðnætti, en samt gylli kvöldroðinn himin- inn, þegar ferðamaðurinn kom á ákvörðunarstaðinn, sem á uppdrættinum var sýndur með nafninu Torfastaðir. Þetta var ofurlítið hverfi, líkl öðrum hverfum á þessum slóðum, timhurkirkja tuttugu feta breið og þrjátíu feta löng, bygð á grunnmúr, og torfbæjarprest- setur við. Stundum eru líka fleiri moldarbæir í kring og eru það bændabýli. Grafreitur er að jafnaði kringum kirkjuna og grafirnar hlaðnar upp eins og þúfur. Ferðamaðurinn fór heim að bænum, sem hann taldi vera prestsetrið og barði á glugga í djúpu innskoti í torfgaflinum við dyrnar. Var þessu svarað með hvellri hundgá ofan af þakinu og innan úr hænum. Kom nú presturinn sjálfur til dyra. Hann var maður lítill vexti og var i síðum slopp eða kápu og sást varla í andlitið á honum fyrir skygninu á húf- unni hans og skegginu á vöng- unum. Bak við hann í þröngum göngunum var hópur af kven- fólki og krökkum, sem virtist hafa rokið upp úr rúmunum í fáti og tróðu sjer fram til þess að sjá hver kominn væri. Gesturinn ávax-paði prest á latínu og tókst loks að gera lionum skiljanlegt á því máli með miklum erfiðleikum þó, vegna þess að framburður þeirra var ólíkur — hver hann væri, og hvert erindi sitt væri. Undireins og þessu var lokið virtist öll fjölskyldan fagna gestkomunni og allir heilsuðu gestinum innilega og hjartan- lega, eins og hann væri gamall kunningi. Að því er þessi ferðamaður segir, virðast þessar afskektu kirkjur ekki aðeins notaðar til guðsþjónustugerðar, heldur tii ýmislegs annars, sjerstaklega í sambandi við gestakomur. I þessu tilfelli var undir eins far- ið með gestinn í kirkjuna og undirbúningur liafinn til að búa um hann þar og í sam- bandi við þetta fór prestkonan þegar að tína burt ýms fata- plögg. fjölskyldunnar, sem þarna voru geymd. Innan skamrns var kvöldverður fram- reiddur á borði, sem sett var fyrir framan gráturnar, og presturinn sjálfur ræddi við gestinn meðan hann var að matast, en alt heimilisfólkið ásamt slangri af fólki af næstu bæjum, settist í bekkina og liorfði á. Eftir máltíðina var borið fram af borðinu og það tekið en búið um rúm þar sein horð- ið hafði staðið. Þegar þetta var gert fór alt fólkið út, en gest- urinn fór að hátta eftir að hann hafði reykt vindil, og lá um stund vakandi og horfði út um gluggann á blómskrúðið í kirkjugarðinum og var að hugsa um þetta einstæða gisti- l.ús þangað til að hann sofnaði. Sólin var vitanlega komin liátt á loft löngu áður en hann vaknaði, því að á þessum hreiddargráðum og um þetta leyti árs kemur hún upp skömmu eftir miðnætti. Þegar hann opnaði kirkjudyrnar sá hann að presturinn og fólk hans stóð við heyvinnu úti á túni. Alt fólkið hljóp frá vinn- unni, þegar það sá hann, til þess að bjóða lionum góðan daginn. Presturinn hafði sagt honum kvöldið áður, að það ætti að gefa saman hjón daginn eftir og boðið honum að vera þar viðstaddur og hafði hann tekið boðinu. Var hann að bi’jóta heilann um, hver af ungu slúlkunum það væri, sem ætti að verða brúðurin, en gat ekki komist að niðurstöðu um Þetta er Heklutindur. Til vinstri: íslenskar konur i skautbúningi. 7'il hœgri: Þetta er biskupinn yf ir íslandi, með mitur að tala við foreldri með barn sitt.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.