Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Side 2

Fálkinn - 04.04.1941, Side 2
2 FÁLKINN Karlmanna skór Mlegir sterkir. SKóRinn Laugaveoi 6 Hlýðið loftvarnamerkjunum - GAMLA BÍÓ - /VIV /+/ IV A/ /VM/A/A/ A/ /W fV /V /%< /V /V> /V^/V/V /V /V /V ^ „THE LADY’S FROM KENTUCKY’’ rayndin, sem bráölega er væntanleg Jijá GAMLA BÍÓ, er einkum sjer- kennileg fyrir þaö, hve sýningarnar frá veðreiðunum þar eru sjerstaklega vel teknar. og það ríður mikið á, að jDessar sýningar sjeu skemtilegar, þvi að myndin snýst svo að segja öll Um veðreiðar, þó að margt sje þar vilan- Jega fleira. En aðalmaðurinn í mynd- inni, Marty Black, sem leikinn er af George Raft, liefir það sem sje fyrir aðalatvinnu að veðja á liestana, sem hlaupa á veðhlaupabrautunum, og síðar setur hann jafnvel upp veð- málastofu, sem gengur Jjómandi vel um skeið, en éndar með skelfingu, svo að Marty verður að liætta í bili. Hann á eftir hálfan liest, eða ávis- un upp á hálfan hest, sem er honum litils virði þangað til liann nær i þann, sem á hinn helminginn. Nú leggur liann upp til að leita að með- eigandanum, og í för með honum er skringilegur fjelagi lians, Mousey Johnson (leikinn af Hugh Herbert). Þetta ferðalag verður þeim til gæfu. Því að úti í Kentucky finnur Marty meðeiganda sinn, Penny Hollis — rjettu nafni Ellen Drew. Faðir henn- ar hafði verið veðhlaupahestaeigandi og hún liefir erft þennan hálfa hest, sem heitir Ramon Son og reynist meiri lukkugripur en maður skyJdi halda. Og Hugh Herbert finnur þarna aðra stúlku, sem likist honum í flestu og er mesta þing, þó ekki jafnist hún á við Ellen Drew. Nú segir myndin frá þeim stór- merkilegu æfintýrum, sem gerast með liestinn eftir þetta. í þvi æfin- týrasafni kennir margra grasa, og liesturinn verður til að reyna á vináttu þeirra eigendanna. Ilirðum vjer eigi að tína það til hjer. En eins og áður er sagt, koma nú veð- reiðamyndir, sem varla eiga sinn líka. Þessi mynd er tekin af Paramount og undir forustu Jeff Lazarus og Alexanders Hall, en Rowland Brown lieitir sá, sem samið liefir uppruna- legu söguna, sem myndin byggist á. Leikkraftarnir liafa allir eitthvað til sins ágætis, liver upp á sinn máta og myndin er Jjómandi skemtileg. j j 'Vj'C '’tii-O er miðstöö verðbrjefaviðskiftanna Á sunnudagsmorguninn var kom þýsk flugvjel i þriðja slcifti í könn- unarflug til Reykjavíkur, að þessu skifti miklu stærri en sú vjelateg- und, sem komið liafði hjer áður. Og enn gerðist það, að fólk skaut skoll- eyrum við þeirri hættu, sem slíkar lieimsóknir geta haft í för með sjer; það hefir liklega hugsað sem svo, að þýsku vjelarnar komi ekki í þeim er- indum að varpa sprengjum eða skjóta af vjelbyssum yfir Jjæinn, nema þær sjeu fleiri saman. ' En það er önnur liætta, sem stafar af þessum heimsóknum, jafnvel þó flugvjelarnar skjóti ekki. Undir eins og óvinaflugvjel ltemur beina loft- varnarbyssurnar hjer í kring skot- hríð gegn henni og slcjóta þá bæði af hríðskotabyssum og sprengikúlum úr loftvarnarfallbyssunum. Þessar lcúlur springa á leiðinni og brotunum rignir niður. IJefir Fálkinn áður sýnt eitt þesskonar brot úr sprengju, sem vóg að vísu ekki nema 54 grömni og var aðeins 64 millimetra langt, en hefði þó nægt til að drepa hvern þann, sem fyrir því hefði orðið, því að fallhraði þessa brota er feykileg- ur þegar þau koma úr mikilli liæð. Brot sem kemur úr 2000 metra hæð — en flestar loftvarnabyssur draga hærra — keniur niður með um 200 metra hraða á sekúndunni. Hjer birtir Fálkinn mynd af stærsta sprengjubrotinu, sem fundist mun liafa lijer. Er það eftir viðureignina á sunnudaginn. Stærð þess geta menn nokkuð ráðið af hendinni, sem á því lieldur og og er fremur grönn karl- mannshönd. Þetta brot er broddur af sprengikúlu og er 11 centimetra langur og 510 grömm — eða röskt pund á þyngd. Svona brot mundi fara gegnum flest liúsþök ef það kæmi úr sæmilegri liæð og jafnvel gegnum næsta gólf. Sýnir það að tryggast er að vera sem neðst í hús- unum þegar sprengjum er skotið af byssum eða varpað úr flugvjelum. En það sem mestu varðar er, að fólk, sem er statt úti þegar loftvarn- armerki er gefið, leyti sem bráðast undir þak. Það er engin trygging í því, þó að flugvjelin sýnist langt undan, því að sprengjubrotin geta ltomið víða niður. Og húsin hlífa við þeim, ekki síst loftvarnarbyrgin, sem að jafnaði eru í kjöllurum. Kæruleysi um þetta getur auðveldlega kostað fólk líf eða lemstranir og þá er ver farið en heima setið. Því ættu allir að kynna sjer sem best reglur þær, sem loftvarnanefndin hefir sett og haga sjer í öllu eftir þeim. Lofvarn- aræfingarnar hafa ekki farið vel undanfarið. Nú er æfing í dag og þá ættu allir að vera samhuga um, að halda sem hest þau boðorð, sem sett hafa verið og láta æfinguna fara ve) úr hendi. (Wí<»//V/V/V/W/V/V/V/V*V/W/V/V(V/V/V/V/V^<A//ViV(V(V - NÝJA BÍÓ - UNDIR SUÐRÆNNI SÓL. Suðræna sólin í þessari mynd er ósvikin, því að myndin gerist i Rio de Janeiro, sem er nokkurnveginn nærri miðjarðarlínunni. En sagan, sem myndin segir, hefst með hálf- gerðri skelfingu. Þau lijónin Poul og Irene Reynard (Basil Rahtbone og Sigrid Gurie, liin norska stúlka, sem hefir náð svo miklum vinsældum í Ameríku, að sumir hafa viljað telja hana- arftaka Gretu Garbo), ætla að fara að lialda upp á árshjúskapar- afmæli silt, og er þá Paul, sem hing- að til hefir verið talinn heiðvirður kaupsýslumaður, tekipn fastur og settur í tugthusið sakaður um fjár- drátt. Þetta skeður á samri stundu og Irene er að syngja lagt fyrir gestina — hún er sem sje fyrverandi söngkona, í Jjettara stíl. Paul Reynard reynist sannur að sölc og er dæmdur í margra ára þrælkunarvinnu og sendur i glæpa- mannanýlendu suður i hitabelti. En Irene kona hans fer líka suður í hitabelti ásamt Dirk, þjóni þeirra hjónanna, til þess að geta verið sem næst manni sínum. Dirk (leikinn af Victor McLaglegan) er kunnugt um lclæki þá, sem Paul Reynard hefir haft í frammi. Irene sest að í Rio do Janeiro og fær þar atvinnu við að syngja á kaffilmsi. Nú víkur sögunni til manns, sem heitir Bill Gregory. Hann er verk- fræðingur og hefir stjórnað smíði á brú, sem hrynur, þegar liún er ný- smiðuð. Þetta reynir svo á hann, að hann legst í drykkjuskap og er að fara í liundana. En þá kynnist bann Ireije Reynard óg hún reynir að lijálpa honum til að rjetta við aftur. Hún fær Roberto, éiganda kaffihúss- ins, sem hún syngur á, til þess að útvega honum atvinnu. En nú hefir Reynard tekist að strjúka úr fangelsinu og til þess að leyna undankomu sinni, festir liann fanganúmer sitt á dauðan mann og strýkur svo áfram. Þetta verður til þess, að Irene telur sig lausa allra mála i hjónabandinu og heitir Bill Gregory, sem hún er orðin ástfangin af, eiginorði. Ilvernig þeim málum lýkur segir myndin til um. Ilún er prýðilega leikin og talar til allra hjartna. Það er Universal Film, sem hefir tekið þessa mynd og leikstjórinn er John Brahm. Solnborn komið og seljið FÁLKANN. Frænka: — Heyrðu, Maja mín. Ef þú grettir þig svona þá verðurðu Ijót. Maja: — Er það satl? Skelfing lield jeg að þú hafir grett þig þeg- ar þú varst lítil, frænka! Konan: — Þú liggur altaf i bók- um og blöðum þegar þú kemur heim, en lítur aldrei við mjer. Þjer mundi víst þykja vænt um, ef jeg væri orðin að bók. Hann: — Já, einkanlega ef þú værir orðin almanak, því að þá gæti jeg haft skifti um hver áramót. Sprengjubrot þelta fanst í námnnda við Hljómskálagarðinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.