Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Qupperneq 5

Fálkinn - 04.04.1941, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 af honum ráðin og hefja undan- hald. Og nú ljetu Tyrkir Grikki elta sig út á ófrjóu sljetturnar fyrir sunnan Ankara. Viðureignin náði hámarki með orustunni við Sakaria-á. Blóðbaðið hófst 24. ágúst 1921 og stóð látlaust í þrjár vikur. Grikkir rjeðu til áhlaups við eina vaðið á ánni og kómust yfir hana á breiðu svæði. Jafn- framt reyndu þeir að ná land- inu milli Tyrkjahers og Ankara, einu undanhaldsleiðinni, sem Tyrkjum stóð opin. Orustan stóð dag og nótt. Ismet tók á því sem hann átti til, að fá upp- reisn fyrir ósigurinn við Afiun Karahissar. Hann varð þveng- mjór og vökunæturnar ristu fangamark sitt á tært andlitið. En liann stóðst og honum tókst að lialda velli. Áhlaupsorka Grikkja þverraði smám saman. Hinn 14. september sá gríski herforinginn að blóðbaðið var unnið fyrir gíg og Ijet undan síga. 1V| Ú VAR síðasti þátturinn eft- ' ir- Grikkir liöfðu búið ramlega um sig austar. Þar bjuggust þeir við höfuðsókn Tyrkja. En Ismet Pasha lá ekk- ert á. Hann ljet hersveitir sínar búa vel um sig andspænis grísku stöðvununi. Þar gróf hann skotgrafir og beið. Hann gerði ráð fyrir að þvi lengri sem biðin yrði því linari mundu Griklcir verða. Nýi gríski yfir- herstjórinn sat i Smyrna og lifði þar í svalli og sukki. Liðs- foringjar hans fóru að dæmi hans eftir bestu getu. Allur agi fór forgörðum í iðjuleysinu. Tyrkir biðu nærri því heilt ár. Loks voru fallbyssurnar látnar tala á ný. Ismet ætlaði að koma Grikkjum í opna skjöldu til þess að spara mannslíf. Hann lijelt knattspyrnumót í tyrkn- eslcu herbúðunum og bauð þangað öllum herstjórum sín- um. Eftir kappleikinn komu þeir á fund lijá Ismet Pasha, og voru þar fram á nótt. Mustafa Kemal hafði sjálfur komið á þennan fund með mikilli leynd. Hann lýsti nú áhlaupatilhögun- inni og skifti verkum. Siðan fór hann til Ankara. Enn var alt rólegt í heila viku. Alt í einu slitu Tyrkir öllu símasambandi við útlönd. Það kvisaðist að uppreisn væri hafin í Ankara. Ismet var meist- ari í þvi, að koma kviksögum á gang, eins og seinna reyndist. Grikkir fögnuðu og urðu á- hyggjulausir. En nú skunduðu tyrkneskar hersveitir dagfari og náttfari til Afium Karahissar, þangað sem Ismet Pasha liafði beðið ósigurinn árið áður. INN 26. ágúst 1922 völcnuðu Grikkir við fallbyssuskot- hríð Tyrkja. Og áður en þeir vissu hvaðan á þá stóð veðrið ruddist tyrkneskt fótgöngulið hm í gríslcu vigin á Dumlu Punar-hæðum. Grikkir börðust hraustlega en vesælir foringj- ar þeirra brugðust algerlega. Herstjórinn í Smyrna misti alt samband við herinn undir eins á fyrsta degi. Hann var settur af áður en orustunni var lokið. Eftirmaður hans var skömmu síðar bandtekinn af Tyrkjum. Gríski herinn tvístraðist í tvent, og eftir nokkurt undanhald brast flótti í liðið. Grikkir námu ekki staðar fyr en þeir voru lcomnir um borð í skip sín i Smyrna. Eftir þennan úrslitasigur sner- usfc Tyrkir gegn hinu fámenna cnska setuliði, sem átti að gæta Dardanellasunds, Bosporus og Konstantínópcl. Nú fóru stór- veldin að kvika. Franski stjórn- arerindrekinn, Franklin Bouill- on fór í skyndi til Ankara til að miðla málum. Var nú efnt til fundar í hænum Mudania við Marmarahaf. Þar var Ismet Pasha framsögumaður af hálfu Tyrkja. Hann krafðist þess að Grikkir yrðu á burt úr Þrakíu og bandamenn færu þegar úr Konstantínópel. — Samningar strönduðu brátt á því að Ismet vildi ekki slaka á neinu. Tyrkn- eski lierinn færðist nær og nær Konstantinópel, en Bretar sendu herskip austur í Daranellasund. Virtist nú styrjöld óhjákvæmi- leg milli Breta og Tyrkja. Eftir marga daga kom loks svar frá London og var lagt fram af hershöfðingjanum, sem var af hendi Breta við samningana. Bretar fjellust á að Grikkir færu á burt úr Þrakíu en stóðu fast á því, að bandamenn hefðu völdin áfram í Konstantínópel. En enski hershöfðinginn bætti við: „Við förum burt úr borginni, hæstvirti pasha, en við viljum gera það með sæmd.“ Það skildu þeir báðir Ismet Pasha og Mustafa Kemal. Þeir vildu ekki svínbeygja Bretann. Það var ekki gott að vita hvað fram- tíðin bæri í skauti sínu. Það var samið um vopnahlje þarna í Mudania og síðan fór „dúka- salinn“ á friðarsamningafund til Lausanne. EGAR friðurinn í Lausanne var saminn höfðu þeir Mustafa Kemal og Ismet Paslia náð því takmarki, sem þeir höfðu sett sjer. Þeir höfðu sam- einað flesta Tyrki í eitt tyrk- neskt ríki, þar sem aðeins var lítið af útlendum þjóðarbrotum. Soldáninn í Tyrklandi var ekki framar sálnahirðir eða páfi múhameðstrúarmanna. I stað hans var kominn ríkisstjóri, sem hugsaði aðeins um hags- muni tyrkneska ríkisins en ekki trúarbrögðin. Mustafa Kemal varð nú fyrsti forseti tyrkneska lýðveldisins, en Ismet varð for- sætisráðherra. Og nú hófst end- urreisn landsins — með amerík- önskum hraða. Viðgangur iðn- aðarins var eins og æfintýri. Anatolia, sem áður hafði verið að kalla mátti samgöngulaust land, fjekk ekki aðeins járn- brautir (bæði Danir og Svíar lögðu mikið af þessum braut- um) heldur líka ágæta akvegi. Landbúnaðurinn jókst stórum og nýjar búnaðaraðferðir voru teknar upp. Og skólar voru stofnaðir og fræðslumálunum komið í vestrænt horf. TSMET PASHA heitir nú Ismet Inönii. Þegar Mustafa Kemal fjell frá var Ismet kosinn for- seti eftir hann. En hann hefir ekki flutt sig í stóra forsetabú- staðinn, sem Mustafa Kemal Atatyrk ljet byggja handa sjer og átti að verða forsetabústaður áfram. Hann kemur þangað ekki nema þegar hann kemur fram í embættis nafni. En hvers dagslega herst hann lítið á og lifir jafn óbrotnu lífi og áður. Hann er ákaflega hirðulítill um klæðaburð sinn, eins og forðum í Lausanne og er meinilla við að þurfa að fara í jacket við hátíðleg tækifæri og heimta að gestirnir klæðist samkvæmt Ev- róputísku. Og eftir því sem árin hafa færsfWfir hann er hann farinn að lieyra ver. Hann mun vera eini þjóðhöfðipginn í heimin- um, sem verður að nota hlustar- pípu. I viðræðum kemur hann oft þannig fyrir sjónir að hann sje úti á þekju. En hann er hnyttinn og orðheppinn og lag- inn á að slá andstæðinga sína SPRENGJUR Á PÓSTHÚSINU. í einu af pósthúsinu í London bar það við, að sprengja fjell niður á pósthús, án þess þó að saka mennina, út af laginu. Þegar Þjóðverjar sendu von Papen til að ná samningum við Ismet Inönu þá gekk hvorki nje rak. Hinn lægni þýski stjórnmálamaður komst ekki fet með Tyrkjann. Og vin- irnir í Moskva hafa oft fengið að kenna á honum, þegar þeir liafa verið að leitast við að ná samningum við hann, sem ekki voru liagstæðir fyrir Tyrki. Frakkar hafa lika reynslu af því, að það er ekki við lambið að leika sjer þar sem hinn heýTnardaufi Ismet Inönú er. í hittifyrra urðu þeir að sleppa mjög mikilsverðú landi kring- um Aleppo við Tyrki. Og Eng- lendingar? Þeir náðu að vísu samningum við Tyrki, en sá samningur er mesta gerninga- verk, sem bindur Breta í báða skó, en gefur Tyrkjum frjálsar heridur um margt. AÐ hefir verið mörgu spáð um hlutverk Tyrkja í nú- verandi styrjöld. Það eina sem menn vita með vissu er, að Ismet Inönú er mjög hygginn og varkár stjórnmálamaður og að hann hefir aðeins eitt mark- mið: að gæta hagsmuna þjóðar sinnar. En þessir hagsmunir liafa smátt og smátt breiðst langt út yfir hin eiginlegu landa- mæri Tyrkjaveldis. Hagsmuna- mál Tyrklands eru vestur á bóginn á öllum Balkanskaga og austur á bóginn ná þau til Iran og-Afganistan. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Ismets Inönú. En hann liefir sýnt, að lionum er trúandi til mikils. sem þar voru að vinna. Myndin sýn- ir, aS Ijótt hefir veriS kringum þá. En þeir hjeldu áfram, því ekki dugði aS láta póstinum seinka. - Fiilkiiin er bcsta liein^ilisMaðið. - í

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.