Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Side 13

Fálkinn - 04.04.1941, Side 13
F Á L K I N N 13 í tígulsteinsjarðlagi í Nevada i Bandaríkjunuin hefir fundist egg, sem að útliti til var í besta standi, þó að visindamenn álíti það um miljón ára gamalt. Þetta var skarfsegg. — Ekki getur fregnin þess, að það hafi verr ið orðið fúlt. Flestir kynnu að halda það, en varast skal að álykta það. Þvi að skarfarnir, sem uppi voru fyrir miljón árum, hafa líklega ver- ið miklu fullkomnari en okkar skarf- ar eru nú. Rannsóknir amerískra visindamanna hafa sýnt það og sannað, að vinstra augað á 90 af hverjum liundrað Am- eríkumönnum, er talsvert nær nefinu en hægra augað. — Af þvi mun koma, að lieimkomnir Vesturfarar Evrópu hafa margir hverjir einkennilegt augnaráð, og þykjast horfa til vinstri, af því að þeir eiga erfiðara með að líta í liina áttina. Þykir þessa hafa gætt i stjórnmálum ýmsra Evrópu- ríkja. Japanir eru nýtnari menn eii ís- lendingar. Þeir veiða hval i stórum stíl, en þeir fara betur með ketið en flestar aðrar hvalveiðaþjóðir. Það sem gott þykir af ketinu, selja þeir öðrum, og það rennur út, því að það er miklu ódýrara en nautaket eða sauða. Úr afganginum, sinum og þvætti, gera þeir hvalmjöl, sem uot- að er ýmist til skepnufóðurs eða á- hurðar. Útbreiðið Fáikann! A.(V/V|V/W(^(VíV/V/V(V/V/V/V/%í(V/V/V/V(V<V/*»(W/V(V NORÐMENN BERJAST ENN! Fjöldi norskra manna berst i liði Brcta, bæði menn sem komist hafa undan úr Noregi og farmenn, sem staddir voru utan Noregs, þegar inn- rásin var gerð 9. apríl í fyrra. Norðmenn eru miklir sægarpar og mörgum norskum herskipum tókst að bjarga undan hernáminu. Hjer á myndinni sjest norskur maður við stýrið á norskum tundurspilli, sem komst undan. En einnig hafa Norð- menn í Engl. myndað landherdeild- ir og fjöldinn allur hefir lært flug til þess að vera viðbúinn því að taka við stjórn herflugvjela. Hafa Norð- menn getið sjer hin ágætasta orðstír fyrir þátttöku sína í stríðinu. Engir eru jafn iðnir að skrifa brjef og fangarnir í ameríkanska fangels- in Sing Sing. Er hugkvæmni þeirra mikil i þessu. Þeir skrifa ýmus góð- gerðastofnunum og slá þá á viðkvæma strengi. Og þeir koma sjer i samband við hjúskaparskrifstofur og fá hjá þeim heimilisfang kvenna, sem gjarn- an vilja giftast. Ástarbrjefin til kvennanna eru skáldleg og heillandi og þeir fá fallegt brjef aftur, því að vitanlega nefna þeir ekki Sing Sing sem heimilisfang sitt, heldur götu- númer stofnunarinnar. Sumar konur liafa þvi orðið fyrir því, að standa mánuðum saman í brjefaskriftum við menn, sem ekki hafa þreyst á að út- mála fyrir þeim live fallegt sje þar sem þeir eiga heima, hve húsið sitt sje stórt og live útsýnið sje fagurt úr gluggunum. Seint og síðar meir uppgötva konurnar svo, að þær liafa verið gabbaðar. í heimsstyrjöldinni siðustu voru það hundruð kvenna, sem fóru í stríðið og tókst að dylja, að þær væru kvenkyns, þangað til þær ým- ist særðust eða biðu bana. Þannig er talið, að franska hernum liafi verið 38 konur í karlmannaeinkennisbún- ingum. Ein þessara kvenna liafði sýnt svo mikla hreysti, að hún hafði hlotið herkrossinn franska. Henni var leyft að bera hann áfram, eftir að upp komst um „svikin“ sem hún hafði haft i frammi. Það eru að minsta kosti 235 miljón manns til í veröldinni, sem ekki tala um veðrið. Þetta eru Múhameðstrú- armenn. Þeir minnast aldrei á veðr- ið, vegna þess að þeir telja það goð- gá og móðgun við Allah að vera að tala um livernig veðrið sje. vörunum um nafn hennar, sem var komið fram á varirnar, þegar hún leit aðvörunar- augum til lians. „Já, það er jeg,“ sagði hún. „Jeg vonaði hálfvegis, að þjer munduð ekki þekkja mig.“ „Jeg hefði þekt yður, hvar sem var og undir öllum kringumstæðum,“ sagði hann. „Það er ekki beinlínis glæsilegt,“ sagði hún án þess að það heyrðist, að hún tæki eftir því, sem lá bak við orð lians. „Þjer verðið að muna, að jeg var undir það búinn að liitta yður,“ svaraði hann fljótt. „En samt hafði-mjer ekki dottið í liug, að þetta væruð þjer, ef ekki hefði verið ......“ Han rak í vörðurnar en unga stúlkan tók fram í, og það kom roði í báðar kinnarnar á henni. Og nú sagði Kún: „Hversvegna er það, sem þjer hafið óskað að hitta mig. Eruð þjer að hjálpa lögreglunni, eða finst yður bara, að það gæti verið gaman, að . . . . “ „Hættið þjer nú,“ sagði hann hvast. „Mjer finst þetta ekkert gaman, og ef þjer haldið, að jeg sje einskonar snuðrari lögreglunnar, þá er yður best, að fara undir eins. Jeg skal ekki hreyfa mig úr spofunum næsta hálftímann." Hún fleygði sígarettunni og sat og horfði á reykinn, sem lagði upp af stúfnum, í blæjalogninu. „Það held jeg ekki heldur,“ muldraði hún. „Jeg veit ekki sjálf, hversvegna jeg sagði þetta. En ef þjer vissuð hve mjer gremst, að vera elt svona á röndum. .. . “ Röddin brást henni og Jack tók utan um hana. „Jeg skil það,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera hræðilegt. Það var þessvegna, sem jeg vildi ná tali af yður — til að bjarga yður úr þessum ógöngum. Yiljið þjer ekki segja mjer hvernig þjer lentuð í þessu?“ En hún liristi liöfuðið. „Þjer megið ekki spyrja mig,“ sagði hún. „Það væri best, að þjer færuð yðar leið og reynduð að gleyma þessum viðbjóði. Fyrir yður er þetta að- eins óvenjulegt æfintýi’i, þannig skil jeg það; en yður er víst ekki fyllilega ljóst, hvað það er, sem þjer hafið hætt yður út í. Ef lögreglan vissi, að þjer væruð hjerna „Jeg er ekki liræddur við lögregluna,“ tók hann fram í með ákefð. „Jeg hefi ekki gert neitt fyrir mjer, og jeg þarf ekki að standa lögreglunni reikningsskil á, hvað jeg geri.“ „Þjer fáið kanske að finna, að lögreglan er ekki á sömu skoðun, livað þetta snertir. Jeg þelcki lítt til laga, ep við vitum öll, að það er afbrot, að lijálpa glæpamönnum.“ „Já, en þjer eruð ekki glæpamaður.“ „Hvernig getið þjer vitað það?“ Og nú tókst Jaclc að ganga fram af bæði stúlkunni og sjálfum sjer, með því að hann sagði: „Jeg veit það af því, að jeg elska yður,“ svaraði hann fast. „Nei, þjer megið ekki taka fram í fyrir mjer. Það er ekki af því, að jeg vilji misbrúka aðstöðu yðar og .sam- fundi okkar hjerna, til að þylja yfir yður ástarjátningar. Jeg hefi ekki viðurkent það fyrir sjálfum mjer fyr en á þessu augna- bliki, en jeg varð ástfanginn á sörnu sek- úndunni og jeg sá j'ður standa í ógeðslega húsinu í Hampstead. Jeg get ekki að því gert, og þjer getið ekkert sagt, sem haggað geíi við þessu. Jeg hefi ávalt lialdið, að það væri firra, að tala um „ást við fyrstu sýn“. En það er það þá ekki. Jeg geri ráð jfyrir, að yður sje alveg sama um mig, og jeg ætla mjer ekki heídur, að biðja um ástir yðar — ennþá. Jeg vil aðeins, að þjer vitið, hvað það er, sem hefir knúð mig til að gera það, sem jeg gerði.“ Eva sneri sjer að honum og liorfði á hann. Brjóstin gengu upp og niður undir þunnri flúnelsskyrtunni. „Jeg vissi ekki, að það væri menn til, sem liugsuðu og breyttu eins og þjer,“ sagði hún hægt. „Jeg vildi óska að jeg hefði liitt slika menn — en hvað þýðir að tala um það. Við verðum að halda okkur við jörðina. ;Það er þá af því — af því, að þjer vor- kennið mjer, að þjer segið, að jeg sje ekki glæpamaður, mr. Vane . .. .“ „Jeg heiti Jack, og ef þjer viljið, að jeg hlusti á það, sem þjer segið, þá verðið þjer að kalla mig Jack, eins og góður kunningi.“ „Gott, Jack — eins og góður kunrrmgi, þá,“ lijelt hún áfram og hrosti. „Jæja hlust- ið þjer nú á — lialdið þjer, að jeg hefði flú- ið lögregluna, ef jeg hefði ekki haft neinu að leyna?“ „Auðvitað ekki, jeg er ekki fífl. En jeg vil, að þjer segið mjer, livað það er, sem þjer reynið að leyna, því að mig langar til að hjálpa yður.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.