Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.04.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N r i aaígDlBB Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Toma luÍNÍd. LeynUögregloiaga. 13. Bifreiðarstjórinn skildi hann eftir á horn- inu á Regent Street, þar sem allskonar fólk af báðum kynjum setur hvert öðru stefnumót. Jack borgaði, stóð augnablik og svipaðist um, eins og honum lægi ekk- ert á. Svo snerist hann á hæli og fór inn á kaffihúsið. Hann slokaði í sig whisky- glas í flýti, borgaði og fór síðan út, um bakdyrnar. Svo reikaði hann um Soho, fór gegnum þvengmjótt sund, þvert yfir Shaft- esbury Avenue og stefndi á Leicester Square. Þar fór hann inn á annað veit- ingahús, sem einnig var með tvennum út- göngudyrum, og fór út um bakdyrnar þar, hljóp við fót til Caring Cross og þaðan til Trafalgar Square, fór þar niður að hellisbraut og keypti farmiða til Bakey Street. Niðri á stjettinni Ijet hann tvær lestir fara framlijá, til þess að ganga úr skugga um, að stjettin væri tóm. Hann hljóp inn í þriðju lestina og steig út úr henni við Piccadilly Cirkus og þóttist nú viss um, að hann hefði snúið af sjer fær- ustu eftirleitarmenn með þessu margþætta snúningavafstri. Það voru ennþá nokkrar mínútur eftir, og meðan hann stóð og beið, varð honum ljóst, að Grace Jenkins hefði sýnt talsverða útsjónarsemi í háttalagi sínu. í fyrsta lagi var brjef hennar eins og þau brjef gerast, sem ung stúlka getur að ósekju sent hvaða ungum manni sem er, ofurlítið eggjandi, en alls ekki fallið til að vekja grun, þó að það lenti í óviðkomandi manna höndum. Auk þess var þessi stóra hellisstöð al- gengur fundarstaður allskonar fólks, heið- arlegs og óheiðarlegs, grunsamlegs og sak- lauss. Þarna gat hver sem vera skyldi haft stefnumót án þess að nokkur fetti fingur út í það, innan um presta og vasaþjófa. Hann vaknaði af þönkum sínum við það, að snert var við handleggnum á honum. „Jæja, svo að þjer komuð þá,“ sagði Grace Jenkins. „Auðvitað kom jeg,“ svaraði hann ó- þolinmóður. „Þjer óskuðuð, að jeg kæmi.“ „óskuðu þjer ekki þess sama?“ svar- aði hún sakleysislega. Hann ljet sem hann tæki ekki eftir því og spurði: „Hvar er hún?“ Grace hnykl- aði brúnirnar. „Hægan, hægan,“ sagði hún skipandi. Langar yður til að allir heyri það, sem þjer segið?“ „Afsakið þjer,“ stamaði hann. Ungfrú Jenkins var í essinu sínu. Að vísu var henni mjög umhugað um Evu Page, en hún gat ekki að því gert, að henni var nautn í þessu æfintýri, sem var eins og skemtilegasti eldhúsreyfari. Það var líka talsvert gaman að geta verið hort- ug við þennan unga mann og skipað hon- um, hvernig hann ætti að sitja og standa, mann, sem hun undir venjulegum kring- umstæðum hefði orðið að segja við: Já, sir, eða: nei, sir! — í þessum undirgefna tón, sem frammistöðustúlkurnar verða að liafa, þegar Argusaraugu yfirþjónanna hvíla á þeim, og þær eru að vinna. En til þess að sýna Grace fult rjettlæti, verður að segja það, að hún var óvitlaus og skildi það, að mikið valt á því, að hún færi varlega og rjett að öllu. Þessvegna spurði hún blátt áfram: „Er nokkur með yður?“ „Vitanlega ekki,“ svaraði Jack. „Hjelduð þjer kanske, að jeg hefði hringt til „Yards- ins“ til þess að láta vita, að jeg færi hingað?“ „Þeir hefðu haft það til að koma óum- beðið,“ svaraði hún eins og rjett var. „Það held jeg ekki,“ svaraði Jack og skýrði henni frá öllum krókaleiðunum, sem hann hefði farið, i varúðarskyni. „Það er nú ágætt,“ sagði Grace. „Og við skulum ekkí láta sjá okkur saman, meira en þörf er á. Maður veit aldrei, hver fram hjá kann að ganga. Látið mig verða fimm mínútum á undan yður. Svo farið þjer upp á götuna og takið leigubíl. Þjer akið hægt upp Regent Street og hafið gát á mjer, og þegar þjer sjáið mig, nemið þjer staðar og takið mig með yður.“ „Ágætt,“ sagði Jack. „Farið þjer nú.“ Hún flýtti sjer á burt. Jack þrammaði fram og aftur og leit á klukkuna og taldi minúturnar. Þær liðu loksins og hann gekk upp á Piccadilly Circus og hljóp þar upp í tóma bifreið og Ijet bílstjórann aka hægt upp Regent Street. Eftir fáeinar mínútur sá hann Grace, sem gekk hægt á brúninni á gangstjettinni; hann ljet vagninn staldra við, gaf henni merki, án þess að fara út sjálfur, og opnaði vagnhurðina. Hann sagði bílstjóranum fyrir í hálfum hljóðum meðan stúlkan steig inn 1 vagn- inn og svo óku þau áfram áleiðis til Ox- ford Circus. „Hvert eigum við að fara?“ spurði Jack. „Til Marble Arc,“ sagði hún,“ og þjer verðið að lofa mjer dálitlu áður en við höldum lengra,“ hjelt hún áfram. - „Hvað er það?“ „Þjer verðið að gera nákvæmlega það, sem jeg segi yður að gera, ef þjer óskið að hitta — manneskjuna, sem þjer hafið sagt mjer, að yður langaði að hitta.“ „Jeg geri alt, sem þjer segið mjer. Látið nú ekki eins og fífl, Grace —“ „Viljið þjer ekki sleppa, að kalla mig Grace, mr. Vane,“ sagði hún teprulega, en var þó ekki eins leitt og hún ljet. „Jeg á við það, að þegar við stígum út úr bif- reiðinni við Marble Arc, ætla jeg að ganga með yður inn í garðinn, en þjer verðið að lofa mjer því, að fara leiðar yðar, þegar þjer eruð húinn að tala við viðkomandi, en reyna ekki að veita olckur eftirför. Vilj- ið þjer lofa því?“ „Auðvitað lofa jeg því, þó mjer finnist þjer sjeuð ....“ „Það er sama hvað yður finst eða mjer finst. En það er þetta, sem alt veltur á. Það kostaði mig fádæma fyrirhöfn, að fá hana til að liitta yður. Og hvað haldið þjer, að fólkið mundi segja, ef það sæi yður taka mig inn í bifreið á Regent Street, eins og þjer gerðuð áðan?“ Og ungfrú Jenkins hjelt áfram og hristi höfuðið: „Þá . .. .“ Hann tók fram í. „Þjer skuluð ekki setja það fyrir yður, þvi að enginn sá mig. Þess- vegna sat jeg inni í vagninum. Segið þjer mjer, er ungfrú Page . . . .“ Hann tók sig á og þagði. „Nei,“ sagði hann, „jeg vil elcki spyi'ja yður um hana. Ef hún vill segja mjer eitthvað um sig sjálf, þá er það gott, en vilji hún það ekki, þá hefi jeg ekkert að gera í þessu máli.“ Grace tók í liandlegginn á honum og sagði blátt áfram: „Mjer líkar vel við yður. Þjer eruð alveg hispurslaus." Það var vitanlega ekki meira um það að segja, enda sagði hún heldur ekki meira. Jack fór að dæmi hennar. Þau stigu út úr bifreiðinni við Marble Ark og Jaclc boi'gaði vagninn. Svo fóru þau inn i Hyde Park. Það var besta veður, líkara því, að komið væri fram yfir Jónsmessu en að þetta væri um miðjan maí, og þó að dimt væi'i orðið samkvæmt almanakinu, þá fi'eistaði al- stirndur liimininn mai’gra til að vera xiti. Grace gekk hratt inn breiðu gangbrautina, sem liggur i áttina til Hyde Park Corner. Hún hafði beðið Jack um, að ganga spöl- korn á eftir sjer. Svo nam hún staðar og settist á auðan bekk. Jack gerði eins. Svo hvíslaði hún. Þjer fax'ið hliðarstíg hjerna rjett fyrir inn- an. Hún er á fjórða bekk við þann stíg. Ef fleiri sitja þar þá stendur hún upp og held- ur áfram. Þjer getið gengið á eftir henni, en bíðið þangað til hún ávarpar yður. Jeg verð hjerna á vei'ði, ef einhver snuðrari skyldi vera nálægt.“ Jafck kinkaði kolli. Hann kveikti sjer í sígarettu og labbaði svo áfram, þangað til hann kom að stígnum, þá'beygði hann inn á hann, eins og hún hafði sagt honum. Yið fjórða bekk nam hann staðar og settist og þótti súrt í brotið er liann sá, að á bekkn- um var enginn nema ungur piltur í hláum jakka og ljósgráum flúnelsbuxum, og ljet flókahattinn slúta. Meðan Jack var að velta því fyrir sjer, hvað hann ætti nú að taka til bragðs snexá ungi maðurinn sjer að honurn. „Má jeg biðja yður um að gefa mjer eld,“ sagði liann og hjelt sígarettu upp að munn- inum. Hún var ókveikt. Jack tautaði eitthvað og tók upp kveikir- inn sinn. Þegar bjarmann lagði á andlitið, sem beygði sig yfir eldinn, hrökk hann við og muldraði eitthvað, sem hann skildi ekki einu sinni sjálfur. „Þakka yður fyrir, mr. Vane,“ sagði Eva Page rólega. „Eruð það þjer?“ sagði Vane en lokaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.