Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 5
HITT OG ÞETTA UM BÓKAMERKI Það eru hinir furðulegustu hlutir, sem fólk finnur upp á að nota sem bókamerki, — vel að merkja í annarra manna bókum. I dönsku almenningsbókasafni fannst þetta á mán- aðartíma: Sneið af bacon, fjögur spil, þrír fimmkrónu seðl- ar, kvittaður reikningur, tveir aðgöngumiðar að kvikmynda- húsi, brúðkaupsboð, fjárnámstilkynning og á þriðja tug af krónuseðlum. Og það er víðar en í Danmörku, sem þetta þekkist. Hér fer á eftir listi frá amerísku bókasafni yfir þrjá mánuði: Rak- blað, úrklippa af Marilyn Monroe, 11 spil, tvær framkallaðar filrnur, flesksneið, 23 einkabréf, ein brauðsneið, fimm myndir, sex innheimtubréf, tuttugu dollara seðill, pappírsmiði með þessari setningu: Ég hata þig, Evelyn — og hjónaskilnaðar- leyfi. Það síðasta var í ástarsögu. * Fyrir nokkrum árum varð enskt bókasafn óvænt fyrir aðsókn nokkurra ungra viðskiptavina, sem streymdu inn og fengu allar þær bækur sem þeir gátu út á útlánsspjöldin. Margir þeirra flettu aðeins bókunum, heilum hlöðum af bók- um um ólíkustu efni. Starfsfólkið skildi ekki hvers vegna þessir ungu viðskiptamenn höfðu allt í einu fengið slíkan áhuga á bókum, — þar til það kom í ljós, að liður í útvarps- getraun var falin ávísun í fimm ólíkum bókum á ákveðnu bókasafni. * Nýjar umbúðir, sem eru ódýrari og endast lengur. SPRAZE heldur hári yðar bezt og lengst í föstum skorðum. SOFT SPRAZE mun reynast bezt, þegar þér þurfið að setja í hárið með stuttum fyrirvara. RIOULAR EXTRA SOIT Heildsölubirgðir: Sterling h. f. Höfðatúni 10. Simi 13649, 11977. Svipað þessu kom fyrir í amerísku þókasafni. Auðug kona hafði gleymt að fjarlægja háan peningaseðil, sem hún hafði notað sem bókamerki, og mundi hún ekki hvað bókin hét. í svipaðri klípu lenti maður nokkur í London. Hann lagði umslagið með mánaðarlaunum sínum í símaskrána rétt áður en ný símaskrá var tekin í notkun — með þeim afleiðing- um, að hann varð að fletta 10.000 símaskrám á símstöðinni áður en hann fann peningana! * Þýzkur prófessor fékk á bókasafni stóra og leiðinlega bók um vísindaleg efni. Þegar hann að lokum hafði lesið alla bókina, fann hann á öftustu síðu ávísun að upphæð fimm þúsund mörk ásamt seðli, sem á stóð frá höfundinum: Þókn- un til hins hugprúða lesanda, sem las þetta verk mitt til enda. * Og ekki er fráleitt að segja sögu af hinum kunna vísinda- manni Einstein. Þegar að honum látnum var farið að athuga bækur hans. í einni fjölfræðiorðabók, sem hann hafði haft á borðinu fyrir framan sig, fannst ávísun — fimm ára gömul — sem hann hafði notað sem bókamerki, og ekki aðeins það, heldur hafði hann skafið undan nöglunum á sér með henni! * Hér er sagt frá hvað kom fyrir mann nokkurn í gistihúsi í Frakklandi: Ég lá og fletti á víð og dreif í biblíu, sem ég hafði fundið í náttborðsskúffu gistiherbergis míns. Skyndi- lega uppgötvaði ég, að 1000 franka seðill lá milli blaðanna, — ásamt pappírsörk, sem á var skrifað: Ef þér opnið þessa bók vegna þess að þér eruð í leiðu sk^ipi, þá lesið Jóhannesar guðspjall 14. kapitula. Ef þér eruð fjár þurfi, þá stingið pen- ingunum í veskið. Ef þér hafið nýlega rifizt við konuna, þá kaupið gjöf handa henni, — og ef þér eruð ekki peninga þurfi þá látið þá liggja hér þar til einhver annar finnur þá. En svo kom eftirskrift: P.S. Við nánari athugun finnst mér rétt að þér farið með peningana niður á bar og reynið bar- þjónsins „Special Cocktail“. Það var hann, sem gaf mér hug- myndina að þessu. NYTIZKU ELDHOSSETT FALLEG' VÖNDUÐ ÖDÝR. SENDUM UM ALLT LAND NÚSGÖ6N HIMOTAN HOSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 — Sími 20820. FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.