Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 63

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 63
og ef svo er, þá mun finnast í túninu í Odda hóll nokkur, sá er ég lék mér jafnan við.“ En ekki var hlaupið að því að fá Sæmund leystan frá meistara sínum og varð að beita brögðum og kænsku til þess. Varð það úr að Jón vandi komur sínar til hans og var meistarinn því ekki eins á varðbergi. Og var þó ekki hlaupið að því að sleppa því meistari Sæmundur kunni svo gerla astronomiam, það er stjörnuíþrótt, að hann sá ferðir allra manna er hann hugði að himintunglum í heiðríkum veðrum. Er af því mikil saga er Sæ- mundur beitti bragðvísi og stjörnuíþrótt til þess að leynast brott frá meisara sín- um og var þá orðinn honum ofjarl í þeirri grein. Þeir fræðimenn og fróðleiksmenn sem beita prósaískum útlistunaraðferð- um til þess að finna sannleikskjarn- ann í þjóðsögum og munnmælum, geta látið sér til hugar koma að lærimeistari Sæmundar hafi ekki viljað missa svo námfúsan nemanda norður í útsker það er ísland nefnist, jafnvel að hann hafi skuldað meistara sínum mat og húsnæði og kennslu og laumast burt. en ekki er jafn miklum nytjamanni kristninnar sem Sæmundur var, trúandi til slíks háttalags. Ef þannig er haldið áfram að beita þjóðsögur skýringum má einnig láta sér detta í hug, að Sæmundur hafi verið trúlofaður ytra, því ein saga segir að hann hafi heitið norn einni á Saxlandi eiginorði en svikið hana í tryggðum, farið til íslands og ílengst þar. í hefnd- arskyni sendi hún honum gullroðinn kistil með þeim ummælum að enginn mætti upp ljúka nema Sæmundur. En Sæmundur sá við þeim bögglapósti og steypti honum niður í Heklugjá án þess að grennslast fyrir um innihaldið og þaðan tjáist að Heklueldur hafi uppruna sinn. Eftir því að dæma hefur það verið krassandi konfekt sem nornin sendi hinum svikula kærasta sínum. En er þeim Jóni og Sæmundi hafði tekizt að snúa á lærimeistarann, þá fóru þeir báðir til íslands og settust í bú, hver á sína föðurleifð. Sæmundur bjó alla ævi í Odda og gekkst undir prestsvígslu, auðgaði staðinn að fé og gersemum, þjónaði kirkju sinni með sönnu lítillæti, aukandi hennar heiður og sæmd í kennimanna vistum svo hann mátti réttilega kallast styrkur stólpi kristninnar. Fór Sæmundur einnig með goðorð ættarinnar og eru frá honum Oddverjar komnir, göfugust ætt sem nokkru sinni hefur uppi verið á íslandi. Sennilegast má telja að hann hafi flutt með sér ýmsar kirkjulegar hug- sjónir frá Frakklandi. Ari fróði segir að tíundin hafi verið tekin í lög af töl- um þeirra biskups og Sæmundar og er því auðséð að hann hefur beitt sér mjög fyrir því málefni. Hér er um að ræða Gissur biskup ísleifsson og furðar Ari sig á því að honum skyldi hafa tekizt að fá tíundina lögleidda, enda er stórum Sjá næstu síðu. H.f. Súkkulaðíuerksmíðjan Síríus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.