Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 5

Fálkinn - 12.12.1962, Page 5
HITT OG ÞETTA UM BÓKAMERKI Það eru hinir furðulegustu hlutir, sem fólk finnur upp á að nota sem bókamerki, — vel að merkja í annarra manna bókum. I dönsku almenningsbókasafni fannst þetta á mán- aðartíma: Sneið af bacon, fjögur spil, þrír fimmkrónu seðl- ar, kvittaður reikningur, tveir aðgöngumiðar að kvikmynda- húsi, brúðkaupsboð, fjárnámstilkynning og á þriðja tug af krónuseðlum. Og það er víðar en í Danmörku, sem þetta þekkist. Hér fer á eftir listi frá amerísku bókasafni yfir þrjá mánuði: Rak- blað, úrklippa af Marilyn Monroe, 11 spil, tvær framkallaðar filrnur, flesksneið, 23 einkabréf, ein brauðsneið, fimm myndir, sex innheimtubréf, tuttugu dollara seðill, pappírsmiði með þessari setningu: Ég hata þig, Evelyn — og hjónaskilnaðar- leyfi. Það síðasta var í ástarsögu. * Fyrir nokkrum árum varð enskt bókasafn óvænt fyrir aðsókn nokkurra ungra viðskiptavina, sem streymdu inn og fengu allar þær bækur sem þeir gátu út á útlánsspjöldin. Margir þeirra flettu aðeins bókunum, heilum hlöðum af bók- um um ólíkustu efni. Starfsfólkið skildi ekki hvers vegna þessir ungu viðskiptamenn höfðu allt í einu fengið slíkan áhuga á bókum, — þar til það kom í ljós, að liður í útvarps- getraun var falin ávísun í fimm ólíkum bókum á ákveðnu bókasafni. * Nýjar umbúðir, sem eru ódýrari og endast lengur. SPRAZE heldur hári yðar bezt og lengst í föstum skorðum. SOFT SPRAZE mun reynast bezt, þegar þér þurfið að setja í hárið með stuttum fyrirvara. RIOULAR EXTRA SOIT Heildsölubirgðir: Sterling h. f. Höfðatúni 10. Simi 13649, 11977. Svipað þessu kom fyrir í amerísku þókasafni. Auðug kona hafði gleymt að fjarlægja háan peningaseðil, sem hún hafði notað sem bókamerki, og mundi hún ekki hvað bókin hét. í svipaðri klípu lenti maður nokkur í London. Hann lagði umslagið með mánaðarlaunum sínum í símaskrána rétt áður en ný símaskrá var tekin í notkun — með þeim afleiðing- um, að hann varð að fletta 10.000 símaskrám á símstöðinni áður en hann fann peningana! * Þýzkur prófessor fékk á bókasafni stóra og leiðinlega bók um vísindaleg efni. Þegar hann að lokum hafði lesið alla bókina, fann hann á öftustu síðu ávísun að upphæð fimm þúsund mörk ásamt seðli, sem á stóð frá höfundinum: Þókn- un til hins hugprúða lesanda, sem las þetta verk mitt til enda. * Og ekki er fráleitt að segja sögu af hinum kunna vísinda- manni Einstein. Þegar að honum látnum var farið að athuga bækur hans. í einni fjölfræðiorðabók, sem hann hafði haft á borðinu fyrir framan sig, fannst ávísun — fimm ára gömul — sem hann hafði notað sem bókamerki, og ekki aðeins það, heldur hafði hann skafið undan nöglunum á sér með henni! * Hér er sagt frá hvað kom fyrir mann nokkurn í gistihúsi í Frakklandi: Ég lá og fletti á víð og dreif í biblíu, sem ég hafði fundið í náttborðsskúffu gistiherbergis míns. Skyndi- lega uppgötvaði ég, að 1000 franka seðill lá milli blaðanna, — ásamt pappírsörk, sem á var skrifað: Ef þér opnið þessa bók vegna þess að þér eruð í leiðu sk^ipi, þá lesið Jóhannesar guðspjall 14. kapitula. Ef þér eruð fjár þurfi, þá stingið pen- ingunum í veskið. Ef þér hafið nýlega rifizt við konuna, þá kaupið gjöf handa henni, — og ef þér eruð ekki peninga þurfi þá látið þá liggja hér þar til einhver annar finnur þá. En svo kom eftirskrift: P.S. Við nánari athugun finnst mér rétt að þér farið með peningana niður á bar og reynið bar- þjónsins „Special Cocktail“. Það var hann, sem gaf mér hug- myndina að þessu. NYTIZKU ELDHOSSETT FALLEG' VÖNDUÐ ÖDÝR. SENDUM UM ALLT LAND NÚSGÖ6N HIMOTAN HOSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 — Sími 20820. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.