Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 13
„Ég lýt hátignmni, en stend á réttlætinu ... ar biskups Arasonar, tók Þórunn í fóst- ui' Helgu dóttur hans. Ólst hún upp á Grund í miklu eftirlæti. Hún varð snemma afbragð annarra ungra stúlkna um Eyjafjörð, fríð sýnum og fönguleg. Helgu og Þóru systur hennar var dæmd- ur mikill arfur eftir föður sinn, og auk þess átti Helga meiri arfvon, þar sem var arfur eftir móðurbróður hennar Þorleif Grímsson á Möðruvöllum, en hann var giftingarmaður Helgu. Helga varð snemma stórlynd og metnaðar- gjörn, og bætti ekki um í þeim sökum uppeldisáhrifin frá föðursystur hennar, Þórunni á Grund. Helga Aradóttir stóð til að verða ein ríkasta kona á íslandi og beztur kvenkostur. Páll Jónsson komst í æsku í náin kynni við Grundarheimilið. Þórunn á Grund kunni fljótt að meta metnað hans og einurð til alls, er hann tók sér fyrir hendur. Páll renndi hýru auga til heimasætunnar ungu á Grund, og er mælt, að með þeim tækjust kærleikar nokkrir. Þórunn á Grund hefur ábyggi- lega veitt því snemma athygli, að Páli og Helgu var hlýtt hvoru til annars. Hún þráði mjög að koma fram hefndum á Marteini biskupi Einarssyni og Daða í Snóksdal. Ef til vill hefur hún séð í Páli Jónssyni kjörinn mótstöðumann þeirra, sem hvergi myndi láta hlut sinn. Páll hefur einnig snemma verið þess vitandi, að hann yrði að vinna nokkur frægðarverk, sem yrði að skapi Þór- unnar og frænda hennar, ef hann yrði bænheyrður, þegar hann leitaði kvon- fangs þar sem var heimasætan fríða og ríka á Grund. Brátt fékk hann kær- komið tækifæri til þess, að vinna sér slíkt frægðarorð og sýna um leið, að hann gat veitt höfuðandstæðingum þeirra þung högg. 3. Staðarhóll í Saurbæ var erfðajörð í móðurætt Páls Jónssonar, en hann komst undir Skálholtsstól á hæpinn hátt og varð staður að nafninu til. Um hann höfðu staðið langvinnar þrætur og hafði Staðarhóllinn ekki náðst úr um- sjá stólsins, enda var erfitt að fá jarðir endurheimtar úr einkaeign, eftir að kirkj an hafði klófest þær. Steinunn Jónsdóttir frá Svalbarði, systir Páls, var fylgikona Björns prests, Jónssonar biskups Ara- sonar, á Melstað. Pétur lögréttumaður Loftsson, afi hennar, gaf henni eignar- tilkallið til Staðarhóls. En hún gaf það aftur Teiti syni sínum. Þótti þeim frændum, að erfðatilkallinu væri borgið, þegar það komst í ætt Jóns biskups Ara- sonar. Björn prestur á Melstað gerði tilkall til jarðarinnar, en náði ekki. Eftir aftöku hans, var erfitt að sækja mál um eignir hans og barna hans, þar sem svo gat farið að sækja yrði á hend- ur konungs. Páll Jónsson lét sér það ekki fyrir brjósti brenna. Hann fékk eignartilkall- ið hjá Steinunni systur sinni, og hét að greiða henni Staðarhólinn að fullu í jörðum, ef hann næði honum úr hönd- um Marteins biskups í Skálholti. Hann snerist þegar til sóknar á hendur Skál- holtsbiskupi og Daða í Snóksdal og lagði málið í dóm á alþingi 1553. Sótti hann Framh. á bls. 28. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.