Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 19
 ' o' ' ■ ■; - ' uðu. Ef til vill hafði hún aðeins gifzt honum af því að hann var hershöfð- ingi og hafði skotið upp kollinum í lífi hennar á réttu andartaki? — Grætur þú? spurði hann aftur og ýtti varlega við henni. Þá sneri hún sér að honum: — Hvers vegna ætti ég að gráta? Heldurðu, að ég hafi öfundað Jóseph- inu, þegar hann tróð kórónunni niður fyrir eyru á henni? Hinn æruverðugi marskálkur hnykl- aði brúnir. — Þú ert asni, Jean-Baptiste, sagði Désirée. — Þú ert sjálfur blóðöfund- sjúkur. Góða nótt, Bernadotte, og sofðu vel! ★ Napoleon vann hvern sigurinn á fæt- ur öðrum, — Austerlitz, Jena, Auerstádt og Wagram. Hann og bræður hans ríktu yfir allri Evrópu. Franski herinn virtist ósigrandi. Hann stóð á hátindi veldis sins. En samt var keisarinn ekki alsæll. Jósephinu tókst ekki að eignast erfingja, þótt hún leitaði til allra frægustu lækna Evrópu og ákallaði guð almáttugan. Tveir vagnar mættust mitt á Place de la Concorde. Vagn furstaynjunnar af Ponte Corvos var grænmálaður, vagn Napóleons var blár með einkennisstöf- um keisarans greiptum í gull. Berna- dotte hafði verið útnefndur aðalsmaður fyrir þátt sinn í sigrinum við Auster- litz og fjölskyldan gat státað sig af fínu skjaldarmerki á hurð vagnsins. Keisarinn gaf fyrirskipun um að stöðva vagninn og ekillinn hlýddi sam- stundis. Vagnarnir stóðu samsíða eftir stutta stund og Napóleon lyfti hendinni, heilsaði og brosti vingjarnlega. Désirée brosti og veifaði einnig. Þá mundi hún allt í einu, að maður á að hneigja sig fyrir keisaranum, og einmitt í þann mund er Napóleon hafði sett niður vagn- gluggann og rekið höfuðið út um hann, hvarf Désirée. Napóleon sá aðeins fjaðr- irnar á hattinum hennar og forvitnis-- legt augnaráð Óskars litla. Keisarinn hnyklaði brúnir. — Hvað er hún mamma þín að gera? spurði Napóleon. — Hneigja sig fyrir yðar hátign, — en hún festist, sagði Óskar litli. - Keisarinn rak upp skellihlátur. Eld- rjóð í framan og með hattinn skakkan og skældan kom Désirée loks í ljós og reyndi að halda virðingu sinni, þrátt fyrir óhappið. — Þú hefðir sannarlega orðið fín keisaradrottning, Désirée litla, sagði keisarinn og skellihló enn. Framh. á bls. 30. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.