Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 24
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREINHOLST UPPVASKIÐ Pétur Hrafn, ungi verkfræðingur- inn, hafði mjög ákveðnar skoðanir á hjónabándinu. — Hjónabandið, sagði hann gjarnan, stendur og fellur með tveimur per- sónum, karlmanni og konu eða tveim- ur þrælum, samtals tveimur. Og karl- menn kvænast aðeins vegna þess að þá geta þeir deilt áhyggjum með einhverj- um, áhyggjum, sem piparsveinn hefur ekkert af að segja. Hann hélt því fram, að hjónabandið væri happdrætti, sem karlmaðurinn legði frelsið í sölurnar fyrir, en kon- an hamingju sína. í því fór maður- inn alltaf með skarðan hlut frá borði. Þér hafið sjálfsagt getið yður þess til, að Pétur Hrafn verkfræðingur sé piparsveinn. Hann stefndi að því að vera piparsveinn eins lengi og hann gat. — Persónulega, eru konur fyrir mér líkt og nafnspjöld yfir dyrum. Þær eru syndugar verur, sem ganga aftur á bak, þegar dansað er. Þær eru ekkert fyrir mig. Eitt var það, sem hann gat ekki sætt sig við í sinni piparsveinstilveru. Það var uppþvotturinn. Hann hafði reynt að vinna sér uppvaskið eins létt og hann gat. En viðleitni hans var árang- urslaus, því að einhvern daginn hlaut að koma að því, að ekki var til hreinn diskur, ekki hreinn gaffall, ekki hreinn bolli og ekki hreinn pottur í eldhúsinu. í stuttu máli sagt, var komið að þeim degi, sem hann var neyddur til að setja á sig svuntu og byrja að vaska upp. Uppþvotturinn tók tíma, það var lengi verið að klára hann, og sá tími var honum kvöl. En dag nokkurn fékk hann snjalla hugmynd í kollinn. Hugmynd, sem olli því, að uppþvottadagar fækkuðu að miklum mun. í stað þess að þurfa að vaska upp á hálftímafresti, sá hann þaðút á reikningunum á smjörpappírn- um, að hann þufti ekki að vaska upp, nema á níutíu daga fresti. Þetta var augljós ávinningur. Síðan fór hann í borgina, og keypti sex 12 manna matarstell. Og hann snerti ekki á uppvaskinu fyrr en hver einasti diskur í þessum stellum var orðinn skítugur, og þá var heldur ekki hær>1, að hreyfa sig í eldhúsinu fyrir óhreinum diskahlöðum. Þá setti hann á sig svuntuna, hellti heitu vatni í vaskinn, fann uppþvott- arbursta og þurrkustykki. Það tók hann þrjú leiðinleg og löng kvöld að Ijúka við uppvaskið. Þremur mánuðum seinna, þegar hann varð aftur að fara að vaska upp, varð hann örvinglaður. Hann hug- leiddi, hvort hann ætti að kaupa sex 12 manna stell í viðbót, en svo fékk hann betri hugmynd. Hann hringdi í raftækjaverzlun og bað þá um að senda sér uppþvottavél. Hún hjálpaði svolítið en ekki nóg, því að hversu góð sem hún var, varð Framh. á bls. 33. RAIJÐA FESTIA Framhald af bls. 23. stafirnir renna útí eitt fyrir augum hennar. Hún getur ekki hugsað skýrt. Marteinn hefur gengið á eftir henni inn í dagstofuna þar sem skrifborðið stend- ur, og nú hefur hann numið staðar bak við stól hennar, til þess að útskýra fyrir henni einstaka liði í bókfærslu sinni. Nú lýtur hann fram yfir öxl hennar og útlistar talnadálkana og hverja ein- staka færslu. Hönd hans hvílir á hvítu blaðinu. Hún lokar augunum og hlustar á rödd hans, án þess að heyra hvað hann segir. En Marteinn veitir því ekki athygli að hún er annars hugar. Hann heldur að hún hlusti á hann með eftirtekt. Rauðgullið hár hennar fellur rétt fyrir framan andlit hans og eftir venju hefur hún brugðið um það dökkum borða. Snöggvast verður honum litið á hvítan og fagran háls hennar — og um hálsinn liggur: kóralfestin með rauðu perlun- um! Jafnsnemma hverfur honum veröldin í rauðri þoku. í heila hans ríkir kvelj- andi tóm. Það er því líkast sem svima- kennd og síðan ölvíma hrífi hann með sér eins og ólgandi flóð og lokist yfir höfði honum í voldugri holskeflu. Hann er ekki lengur með sjálfum sér. Hann þagnar í miðri setningu. Augna- ráð hans verður starandi og annars hugar. Andardrátturinn verður erfiður og þungur. Kristín tekur eftir hinni skyndilegu þögn að baki sér. Hvers vegna heldur hann ekki áfram? Andardráttur hans líður eins og létt og viðkvæm snerting um háls hennar aftanverðan. Hún lýtur ósjálfrátt lengra niður yfir pappírinn. En þessi þunga öndun og kennd hinnar léttu snertingar er stöðugt fyrir aftan hana. Er þetta annars andinn frá vitum hans? Eða eru það hendur hans, ástríkar, nærgætnar hendur? Nú heyrist eins og hann hreyfi sig. Kristín situr eins og lömuð. Ef hann tekur mig nú í faðm sinn? Ef hann skyldi nú kyssa mig — hvað myndi ég þá gera? Hvað ætti ég að gera? En furðulegt er það — þessi van- máttarkennd er alls ekki óþægileg. Hún fyllir hana unaði, næstum því ólgandi gleði. Svo hallar hún höfðinu aftur á bak með hægð og mætir andliti. hans og augum. Hún hrekkur ósjálfrátt við. Þessi augu! Þessi augu, sem venjulega eru skínandi af skilningi og blíðu hins mæta manns, eru nú líkt og útkulnuð eða slokknuð. Þau eru opin og stór, en þau eru blind. í þeim er blik, sem ekki er af þessum heimi — og þau stara án afláts á háls hennar og rauðu kóralfest- ina. Hendur hans hafa hangið niður með hliðunum, en í sömu andrá sér hún að Framh. á bls. 29. Hann hringdi í raftækjaverzlun og bað þá að senda sér upp- þvottavél. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.