Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 31
Ég leit á úrið mitt. Það var stundai'- fjórðung yfir átta. — Eigum við vasa- ljós í húsinu? — Jú, það held ég, sagði móðir mín. — Það ætti að vera í verkfæraskápnum. Ég fann vasljósið, fjarlægði báðar rafhlöðurnar og gekk niður í kjallar- ann. Sprengjan hafði verið stillt á að springa klukkan hálf fimm daginn áður, en það var hvorki minnzt á hana í sjónvarpinu né útvarpinu, þannig að loks var ég viss um, að það hefði ekkert gerzt. Ég hafði neyðzt til að fara aftur til strætisvagnaendastöðvarinnar á Tólftu götu og sækja hana aftur. Lögreglan bjó yfir nokkrum þaulhugsuðum að- ferðum, og ég hafði sannast sagna ekki áhuga á, að þeir næðu í alla sprengjuna. Maður vissi aldrei, hvað þeir gætu fund- ið út úr því. Nú skipti ég um báðar rafhlöðurnar og reyndi gangverkið. Jú, í þetta skipti reyndist það í fullkomnu lagi. Ég þurrkaði af öllum hlutum með vasa- klútnum mínum og setti síðan á mig hanzka til að ganga frá þeim aftur. Ég stillt úrverkið á klukkan hálf tvö sið- degis og lagði sprengjuna í skókassa. Ég reif dálítið af umbúðapappírsrúll- unni, bjó vandlega um böggulinn og batt utan um hann. Ég neyddist víst til að gera hann vatnsþéttan næsta dag. Maður gat vel gengið að bögglinum án þess að óttast, að nokkuð kæmi fyrir, en samt bar ég hann mjög varlega upp og lagði hann á matborðið. — Farðu með hann á strætisvagnaendastöðina á Sextugustu og áttundu götu. Hún er stillt á_ klukkan hálf tvö. Paula gretti sig. — Hefurðu ekki getað fundið heppilegri stað? Þetta er algert fátækrahverfi. Kvenmaður getur ekki gengið óhult á götu þar. — Þú hefur áreiðanlega ekkert að óttast, sagði ég súrt. Móðir mín andvarpaði. •—• Hvað verð- ur þess langt að bíða, að við sprengjum Martin frænda í loft upp? — Það geri ég í næstu viku, sagði ég. — En jafnvel þegar því er lokið, neyð- ist ég til að koma fyrir fleiri sprengj- um. Það gagnar ekki neitt að lögreglan fái grun um, að það liggi rökrétt tilefni á bak við þetta allt saman. Það eru þrátt fyrir allt milljón dollarar, sem um er að tefla. —- Ég vildi að þú myndir ieyfa mér að sprengja Martin frænda í loft upp, sagði Paula eftirvæntingarfull. Ekki einu sinni Freud hefði tékizt að finna neitt út úr því. — Nei, sagði ég ákveðið. — Við vit- um öll, að Martin frændi fer aldrei ann- að en í tyrkneska baðið. Ég kem þeirri sprengju fyrir. Hvað margir menn á að gizka haldið þér að falli inn í myndina? spurði O’Brien. —- Það er erfitt að segja. Það myndi vera heppilegt, ef við hefðum mynd af öllu umdæminu og gætum einfaldlega látið þær fara í gegnum rafeindaheila. En ég gizka á þrjátíu þúsund. — Það er enn fjöldi manns, og þeir eru dreifðir yfir stórt stæði. Walters varð að fallast á það. Mér tókst að ljúka við reikninga Ev- ans fyrir klukkan fimm. Þegar ég kom heim stundarfjórðungi fyrir klukkan sex, hafði Walters yfir- lögregluþjónn í sömu mund komið bíln- um sínum fyrir í bilskúrnum. Ég veit hreint ekki mikið um hann, nema hvað hann gegnir augsýnilega ein- hverjum skrifstofustörfum hjá lögregl- unni. Hann kinkaði kolli til mín og gekk inn í húsið. Við höfum haft sameiginlegan bílskúr og búið í sama húsi í tíu ár og samt ef- ast ég um, að hann myndi þekkja mig á götu. Það er einn af harmleikjum ævi minn- ar. Það er aldrei neinn, sem tekur eftir mér. Mig langar til að vita eitt- hvað um framtíð mína og leita því til þín. Ég er fædd klukkan 9.00 að kvöldi (fæð- ingardegi, ári og stað sleppt skv. ósk). Ég er núna að hugsa um að fara til útlanda í heimavistarskóla, heldur þú að af því verði að ég fari? Hvernig vinna ætli eigi bezt við mig? Ég hugsa mikið um einn pilt, sem ég var með í fyrra sumar og hætti við af sérstökum ástæðum. Hann er fæddur í (sleppt skv. ósk), heldur þú að við eigum sam- an. Hann er og hefur verið dálítið við skál, en mér líkar vel við hann að öðru leyti. Svo langar mig að vita hvort ég giftist? Hvernig eiginmað- urinn verður þá og hvað mörg börnin verða? Með fyrirfram þakklæti. Vala. Svar til Völu. Þú fæddist þegar Sól var 29° 15’ í merki Krabbans. Máninn var 1 14°30’ Fiska- merkinu og hið rísandi merki var 20° í merki Bogmanns- ins. Hið rísandi merki í Bog- mannsmerkinu bendir oft til utanlandsferðar einhvern tíma á ævinni og þá fremur í fyrra lagi. Það er því mjög líklegt að þú munir í náinni framtíð leggja land undir fót og ferðast til útlanda jafnvel til náms. Sólin í merki krabbans bendir til þess að þú sért frem- ur heima kær og að þú hafir ríka tilhneigingu til að hugsa aðallega um þig og þína en að þér sé tiltölulega lítt gefið um aðra. Samt býrðu yfir talsvert ríkri samúð þar eð Máninn er í merki Fiskanna og margir líta á þig sem sam- úðarfulla manneskju. Þessi Samúð kemur ekki fram nema þegar aðrir eru sjúkir eða eiga eitthvað erfitt. Að öðru leyti hentar þér bezt að einbeita þér aðallega að þér og þínum. Staða sólarinnar þarna í sjöunda húsi þylcir oft benda til þess að makinn eigi eftir að skipa virðingar- stöðu í þjóðfélaginu og hafa talsverð mannaforráð. En svo við víkjum aftur að Stöðu Mánans í öðru húsi fjármál- anna, þá veldur hann talsverð- um sveiflum á sviði efnahags- lífsins hjá manni, bæði að því er fasteignir áhrærir og tekju- öflun. Geisli annars húss fell- ur þarna í merki Vatnsberans og bendir það oft til tekju- öflunar í sambandi við störf vísindalegs eðlis. Hins vegar er máninn staddur í merki Fiskanna og verða tekjurnar því einnig eitthvað tengdar sjávarútveginum. Horfur eru á einhverjum ágreiningi milli þín og maka þíns út af per- sónulegum og sameiginlegum fjármálum ykkar. Ástamál þín munu velta á ýmsu fyrri hluta ævinnar þar eð óstöðugleika gætir talsvert í þeim efnum hjá þér. Þú ert jafnvel það sem kalla mætti nokkuð daðurgjörn, en býrð þó yfir vissum metnaði í sam- bandi við val þitt á maka. Daðurgirni þín verður því fremur að skoðast, sem löng- un eftir að dveljalst í félags- skap með einhverjum. Þegar að giftingunni kemur mun bera á talsverðum metnaði hjá þér eins og ég gat um áðan og hann getur jafnvel spillt nokkuð fyrir framgangi ásta- mála þinna. Hins vegar fellur geisli sjöunda húss í merki tvíburanná, sem venjulega bendir til tveggja hjónabanda eða að minnsta kosti tveggja alvarlegra ástasambanda. Eitthvað virðist verða til þess að hið fyrra strandar. Hjóna- band er líklegt undir þrítugt. Um barneignir er það að segja að ekki er hægt að spá þér mikilli frjósemi, en þér ætti alltaf að verða tveggja barna auðið. ☆ ★ ☆ fXlkinn 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.