Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 32
ÍSAIJUA FKSTIA’ Framh. af bls. 31. smám saman og hinn forni ljómi þeirra leitar sér staðar á ný. Marteinn svipast um, eins og hann sé að vakna af draumi. Hvað hefur eiginlega verið að gerast? Kristín hangir ennþá líkt og óafvit- andi um háls honum. Þá heyrist fóta- tak í næsta herbergi. Marteinn ætlar að ýta Kristínu frá sér, blítt en ákveðið. Um seinan. Hurðin opnast og Selma birtist í dyrunum. Þegar hún sér þau Martein og Kristínu standa þarna í Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. h/f 16 mm fimuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 32 FÁLKINN innilegum faðmlögum, hopar hún á hæli: — Kristín! Við hróp hennar rífur Kristín sig úr faðmi Marteins. Hún reikar yfir að skrifborðinu og grípur hönd fyrir augu. Hörkusvipui’inn á Selmu verður enn hvassari og hún sendir Marteini reiði- legt hornauga. Um leið ryðst Hanna litla fram hjá henni inní stofuna. Kjól- gopinn hylur að litlu leyti granna fót- leggi hennar. Hún lítur forvitnislega allt í kringum sig. Svo klappar hún saman lófunum. — Nei, sko fallegu perlurnar! Hún krýpur á kné og ætlar að gramsa í dreifðum kóröllunum. — Láttu þær kyrrar! hrópar Kristín. Síðan krýpur hún sjálf á gólfið og tekur að tína perlurnar upp, skjálfandi fingrum. Þá gengur Selma þegjandi út og skellir hurðinni harkalega á eftir sér. Kristín rís á fætur. Hún lítur ekki á Martein. Gengur hratt um stofuna, leggur perlurnar í hrúgu á borðið, lag- ar eitt og annað á borðinu, sem í fáti og færir stóla til. Löng og þrúgandi þögn. Marteinn stendur ennþá bak við borðið og blaðar hugsunarlaust í reikn- ingunum. Svitinn hnappar sig á enni hans. Loks tekur Kristín af skarið og gengur ákveðið til hans: — Hvað skal nú gera, Marteinn? Hún lítur til hans bænarugum og rödd hennar skelfur. Augu þeirra mætast. Marteinn skilur spurnina sem logar ,í svip Kristínar, en finnur ekkert svar við henni. Hann ypptir öxlum og lætur þær síga aftur. Svo lítur hann til hliðar og starir á regnvotar rúðurnar. Hann elskar hana og á sér enga ósk heitari en þá, að mega sýna henni ástúð og blíðu, — og þó .... var hann ekki að því kominn að gera henni mein, rétt áðan? Hann horfir á hendur sér og óræð angist ólgar upp í huga hans. Það fer um hann hrollur er hann skynjar, að hyldjúpt niðri í sál hans felst illur og andstyggilegur kraftur, sem er sterkari en vilji hans til að vera góður. Vondur andi, sem ræður yfir höndum hans og verður kannski einhverntíma til að ná tökum á heilbrigðri skynsemi hans og koma honum til að drýgja eitthvað svívirðilegt. Hann lítur aftur til Kristínar. Ég elska hana, en myndi mér nokkru sinni takast að gera hana hamingjusama? Hver er ég? Hverskonar öfl eru það, sem í mér búa? Loks tekur hann fasta ákvörðun. Hann verður að fara héðan. Hann verð- ur að halda áfram för sinni. Ef hann dvelur hér áfram, á hann á hættu, að leiða ógæfu bæði yfir sig og hana, fyrr eða síðar! Hann smeygir sér hvatlega fram fyrir skrifborðið og gengur til dyra. Þar snýr hann sér við: — Vertu sæl, Kristín, og lifðu heil! Kristín horfir forviða á hann. — Hvert ertu að fara? — Burtu! — Nei! Hún stendur þegar við hlið hans. Hendur hennar leita taks á arm- legg hans. — Nei, þú mátt ekki fara. Hún verður að halda honum kyrrum. Hvað sem það kostar. Hún er flumósa þegar hún heldur áfram: — Auk þess verður þú fyrst að fá vitneskju um, hvað að þér gengur. Þú segist ætla að vitja læknis, til að... Hún þagnar í miðri setningu og litast óttaslegin um. Það heyrist þrusk utan úr horninu milli ofnsins og kommóð- unnar. Hanna litla. Hún situr þar í hnipri inni í hálfrökkrinu með stór, gljáandi augu og grátviprur um munn. — Hann má ekki fara. Hann á að vera kyrr hérna! snökktir barnið hásum rómi. Kristín virðir Martein fyrir sér. Hún sér hvernig augnaráð hans hvílir á Hönnu litlu með ódulinni blíðu. — Nei, þú mátt ekki fara, Marteinn, segir Krist- ín. — Að minnsta kosti verður þú að vera hér, föður míns vegna. Hann þarfnast þinnar hjálpar! Nú, fremur en nokkru sinni fyrr. Þú getur ekki rennt grun á það, sem gerðist í Köln. Pabbi er veikur maður. Við verðum að hjálpa honum. Þarna standa þau þögul hvort and- spænis öðru. Þá heyrðist aðaldyrun- um hrint upp og þrumuraust Barða lögregluþjóns rýfur þögnina í húsinu. Hann knýr harkalega hurðir og gengur síðan óboðinn inn í stofuna vatnið streymir af yfirhöfn hans og húfu- skyggni. — Þvílíkt og annað eins þokkaveður! rymur í honum. — og allan liðlangan daginn á ferðinni — allt útaf einum þorpara! Hann gýtur hornauga til Krist- ínar. — Já þér er auðvitað kunnugt um það sem gerzt hefur? Kristín lítur vandræðalegum spurn- araugum til Marteins. — Gerzt? 'Neih .... hvað hefur kom- ið fyrir. — Goritsky hefur gerzt brotlegur við lögin. — Goritsky? Barði kinkar kolli og skýrir henni frá árásinni kvöldinu áður, með háfleygum orðum. Kristín er orðin náföl. Hún skelfur í hnjánum og lætur sig falla niður á stól. — En okkur skal takast að klófesta þann náunga! Barði slær fyrirmannlega út höndinni. — Það er ekki lengra en klukkustund síðan hann sást. Uppi hjá Saufang. Þar liggur hann í felum í kjarrinu. Tveir skógarhöggsmenn urðu varir við hann og þekktu hann. í sama bili sveiflar vindkviða regn- gusu á rúðurnar, og það fer hrollur um Kristínu. Allt frá því er Gorisky kom heim aftur, hefur hún kennt blygðun- ar yfir þeim vonbrigðum, sem hún hef- ur valdið honum. Ég hef svikið hann. Ég hét honum tryggðum á sínum tíma. Ég lofaði að bíða eftir honum. Barði heldur áfram að leggja fram enn háfleygari skýringar. Jafnframt dregur hann upp vindlahylki sitt og kveikir sér vendilega í vindli. — Undir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.