Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 1
——-» Jfesus sqijöi: J+eyf iV bjsri'iiiinum /i’orifa fil mtn ocj bártUtÍ þeim þa% eliki, •i>í ctií slíkuni heut'ít' .......- Reykjavík, 15. ágúst 1U31 32. tbl. Yernd Drottins. Ef Drottinn verndar ekki borgina, þá vakir vörðurinn til ónýtis. Sálm. 127, 1. Jesús sagði við lærisveina sína: Hjörtu yðar skelfist eigi! Trúið á Guð og trúið á mig. Jóh. 14, 1. Kæri, ungi vinur minn! Þessum tveimur orðum máttu aldrei gleyma, ef þú vilt, að þér farnist vel. Getur þú fundið, aó þessi tvö indælu orð frá Drottni séu nokkuó skyld? Mér finnst þau bæði renna saman í þessu eina orói: öll mannleg hjálp er ánýt; engin hjálpar nema Guð. »Ef Drottinn verndar ekki borgina, þá vakir vörðurinn til ónýtis« lýtur að I>ví, að allt sé undir hjálp Drottins kom- ]ð í tímanlegwtn efnmm 1 staóinn fyrir »borgina« getur þú sett »Reykjavík« eða hvern annan staó þar sem þú átt heima, og í staðinn fyrir »vörðinn« get- ur þú sett þá, sem yfir þér eiga að vaka, foreldra þína eða kennara eða aúsbændur, — eða jafnvel: lögregluna (í borginni). — Allur þessi vörður er ónýtur, ef Drott- Din verndar þig ekki. En »þeim, sem Drottinn ver-ndar, er engin hætta búin«, eins og segir á öðrum stað. »Guð verndi þig, en vak og bið og varóveit, barn, þinn sálarfrió; á herrans traustu hönd þig fel — ef hann er með, þá farnast veU. En þetta traust á Drottni er oft erfitt að varðveita í hjarta sínu; en ekkert annað getur veitt frið og hvíld — í t:m- anlegum efnum. »Hjörtu yðar skelfist ekki! Trúió á Guð og trúið á mig«. Láttu þessi orð í sífellu minna þig á, að það er Drottinn, sem allt er undir komið — í andlegum efnum. Þar hjálpar heldur enginn, nema hann. En því er eins varið og um traustið í Drottni í tímanlegum efnum, aó mörg- um veitir erfitt að treysta því, að Guð hjálpi. Maður sér synd sína og sekt og hjartað »skelfist«. Enginn getur fund- ið sálu sinni frið og hvíld fyr en honum er af Guði gefið að treysta þessum orð- um Jesú: »Trúið á Guð og trúið á mig«. Það var lærisveinum hans gefið á hvítasunnudeginum, fyrir bænir þeirra dagana á undan. ---. --------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.