Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 6
250 LJÖSBERINN an í hana og spurði: »Er hann ekki vaknaður enn?« Móðir hans hristi höfuóið. »Nei, nei, hað er hann ekki«, svaraði hún. »Mér kemur stundum til hugar. að hann muni aldrei vakna framar, þótt læknirinn segi, að hann muni vakna«. Þá kom angistarsvipur á andlitið á Davíð iitla. »Ó, mamma, þetta máttu ekki segja! Ilann vaknar áreiðanlega bráðum. Læknirinn veit það betur. Má eg fara inn og líta á hann?« »Já, gerðu hað, fyrst þig langar svo til þess«. Davíð gekk nú yfir net móður sinn- ar og gekk inn í innra herbergið í !ág-. reista kofanum. Undir vesturglugganum, sem sólin helti inn um gullnu geislaflóði á niður- göngu sinni, lá l)arn á slagbekk; það var hér um bil átta ára. Það var lítill dökkhærður drengur; hárið lá eins -og þungleg bylgja á enninu á honum. Hann var fölleitur mjög og var líkari því að hann væri meóvitundarlaus en að hann svæfi. Yrði manni litið á fínu andlit.s- drættina á þessum dreng, þá var fljót- lega hægt aó ganga úr skugga um, að ekkert var skylt meó honum og' sól- brenda, hraustlega drengnum, sem nú stóð hjá honum og virti hann fyrir sér af hinum mesta áhuga. Drengurinn föli var einkar fríður sýnum; æðarnar blá- ar sáust svo greinilega gegnum mjúka og þunna hörundið; efri vörin var stutt, augabrýrnar breiðar og laglegar og hendurnar smáar og fínar. IJvaðan var hann kominn á þetta fátæklega heimili? Og' hvar var það? Hvernig stóð á því, aó hann lá nú þarna þögull og hreyfingarlaus, og engin hönd hjúkraði honum, nema móðurhendur fiskimannskonunnar? Hvar voru ætt- ingjar þessa drengs; þeir hefóu þó átt að standa næstir honum, þegar svona stóð á fyrir honum. Hvar var móðir hans, sú er hefði átt að vera fljótust að hlaupa til hans og annast litla dreng- inn sinn ástfólginn, ef hún hefði get- að séð hann liggja þarna á hörðum slag- bekk, sneyddur öllum þægindum og hafandi engan til að gæta sín, nema ókunnuga? Já, hvar voru ástvinir hans? Þessi spurning var í hugum allra, þótt eng- inn segói það upphátt, af því að þeir vissu, aó það var svo erfitt aó svara því. Hió ólgandi haf, hafði borið hann á land á freyðandi örmum, þá fyrir þremur dögum, lagt hann rakleitt að fótum góðu sjómannskonunnar. Engar minstu upplýsingar var hægt að fá um það, hvaða drengur þetta væri eóa af hvaóa skipi hann væri kominn. Að lík- indum var hann sá eini, sem hafði kom- ist lífs af; það var og sennilegt, aó hann einn heföi skolast á land lifandi, af því að hann ha.föi um sig björgunar- belti. Enginn planki eða sþónn úr skip- inu hafði borist á land, ásamt ein- hverju litlu af sjóreknum munum; ef hann vaknaði ekki og' gæti gert ein- hverja grein fyrir sér sjálfur, þá mundi hann veróa lagður í nafnlausa gröf, eins og vandamenn hans, er nú voru fólgnir undir bylgjum hins gráðuga hafs. Læknirinn átti heima í næsta þoroi; vitjaði hann drengsins daglega og var enn á því máli, að hann mundi vakna til meðvitundar. Hann hafði séð merki eftir þungt högg, er hann hafði fengið á höfuðið, og væri að sjálfsögðu orsökin til þessa langvinna meðvitundarleysis; heilinn hafði áreiðanlega eitthvað skadd- ast; en hann mundi að líkindum fá ráó og rænu aftur, og þá mundi fólkinu í húsinu gefast færi á að vita, hvaða barn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.