Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 8
252 LJÖSBERINN »Hann er ef til vill útlendingur«, hugsaði Ligthon meó sér. Eftir dökku augunnm hans að dæma virtist honum að svo gæti verið. Svo reyndi hann að tala vió hann frakknesku Og ítölsku til I>ess að gera sig skiljanlegan. Drengurinn litli hafði aldrei augun 3f honum, og lýstu þau tilfinningu, sem ómögulegt er að lýsa; j>au voru full af ringli og kvöl, svo að læknirinn fylltist meðaumkvunar, sem hann gat alls eigi dulió. Varir drengsins bærðust og hann sagói mjög skýrt og skilmerkilega: . »Eg skildi yóur vel áðan, en eg get vel talað frakknesku. Er þetta Frakk- land?« »Nei, við erum á Englandi, litlrvinur minn, og munum brátt finna vini þína. Hvað heitir þú?« Það var eins og skýi angistar og fáts brygði yfir svip drengsins. »Eg veit þaó ekki«, svaraði hann. »Veiztu þaó ekki?« sagði Ligthon læknir blíólega. »Jæja, þér mun bráó- lega renna þaó í hug aftur«. Nú varó löng og eftirvæntingarfull kyrð í litla herberginu. Davíð hélt niðri í sér andanum of ótta fyrir því, aó hann kynni að trufla hugsanir litla kóngsson- arins. Móðir has hneigði höfuðið af vork- unnsemi og mælti fyrir munni sér: »Veslings lambið, veslings lambið«, en læknirinn horfði rannsakandi á andlit drengsins, en "auðsætt var, að mikil hræósla var inni fyrir hjá honum. Dökku augun brunnu af kynlegum ljóma, og hljóðandi þrýsti hann hönd- um að höfði sér og stundi upp: »Eg get ekki munað — eg get ekki munað! Það er allt horfið«. Læknirinn lagói aðra höndina á hendur litla drengsins. »Hvað gerir það til«, sagði hann blíðlega, til þess að friða hann. »Þaó ryfjast aftur upp fyrir þér. Reyndu ekki að hugsa, þú hefir illt af því. Drekktu eitthvað af þessari mjólk og sofnaðu svo. Þegar þú vaknar aftur, þá er eg viss um að þú manst allt«. Frh Dagdómar. Það köllum vér dóm, er vér heimfær- um tvö hugtök hvort til annars. Er hann kveðinn upp með setningu, er þá annað hugtakið frumlag, en hitt umsögn. Dóm- ur er hið fyrsta stig hugsun'arinnar. Hann getur bæði verið réttur og rang- ur. Réttir dómar auka þekkingu vora og geta yfir höfuð haft margvísleg áhrif til hins betra á sálarlíf vort. Til þess að dómurinn verði réttur, þarf sá, er dæmir, að vera vel kunnur því málefni, er dæma skal um. Allir vilja heldur verða fyrir góóum dómum af öðrum heldur en vondum, og þess'végna hefir dómur annara manna misjöfn áhrif á oss og þess vegna leyna menn oft hinu illa, að þeir óttast vonda dóma. Menn- irnir dæma hver annan og dómar þeirra eru bæói réttir og rangir. Maðurinn hefir frjálsræði til þess að velja og' hafna; hann þekkir mismun á réttu og' röngu, og er honum því dómgreinóin meðsköpuð, þótt hún sé á lágu stigi sumstaóar. Frh. , Prentsmiðja Jóns Helgasonar leysir af hendi alls honar prentun. Bergstaðastræti 27. Sími 1200. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.