Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 23
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009 UMRÆÐAN Gunnar Valur Gíslason skrifar um útboðsmál Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavík- urborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austur- strætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðli- legt hafi verið við ákvörðun borgar- yfirvalda í málinu. Þetta er rangt. Í útboðsgögnum vegna fram- kvæmdanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru sett ýmis skilyrði, meðal annars þau að bjóð- endur skyldu hafa eigið fé upp á 30 milljónir króna og hafa áður unnið verk af svipaðri stærðargráðu. Skýrt var tekið fram í gögnum að ekki yrði samið við bjóðendur sem uppfylltu ekki skilyrðin sem útboðs- gögnin tilgreindu. Við yfirferð tilboða kom í ljós að lægstbjóðandi í verkið uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og tald- ist tilboð hans því ekki gilt. Eykt uppfyllti hins vegar öll skilyrði sem sett voru. Tilboð fyrirtækis- ins í verkið var næstlægst og við brottfall lægstbjóðanda var tilboð Eyktar orðið lægsta gilda tilboð í verkið. Því var á allan hátt eðlilegt að tilboðinu yrði tekið. Útboðsskil- yrði eru á ábyrgð innkaupasviðs borgarinnar og eru sett í þeim til- gangi að verja hagsmuni borgarinn- ar gagnvart tilboðsgjöfum og því að þeir klári verkið. Ákvörðunin um að semja við Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstræt- is er alfarið á ábyrgð borgarinn- ar. Eykt kom ekki að henni á neinu stjórnsýslustigi. Í viðtölum sem birst hafa í fjöl- miðlum við forsvarsmann lægstbjóð- anda hefur komið fram að hann telji ekki svara kostnaði að kæra ákvörð- un Reykjavíkurborgar í málinu til þar til bærra yfirvalda. Þetta er í sjálfu sér skiljanleg afstaða, enda er kostnaður við málaferli mikill og niðurstaða í dómsmáli í tilviki sem þessu myndi að öllum líkindum ber- ast of seint til þess að við- komandi verkkaupi myndi aðhafast nokkuð. Við þekkj- um þetta á eigin skinni hjá Eykt, enda höfum við ekki alltaf verið sátt við ákvarð- anir stjórnsýslunnar í útboðsmálum. Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í fram- kvæmdir við íþróttamið- stöð Giljaskóla nú í haust. Um opið útboð var að ræða og bauð Eykt lægst þrettán fyrirtækja í verkið. Þrátt fyrir að Eykt hafi verið lægstbjóðandi og uppfyllt öll skil- yrði um þátttöku í útboðinu ákvað Akureyrarbær að ganga til samn- inga við þann aðila sem átti næst- lægsta boðið. Aldrei eftir opnun til- boða var haft samband við Eykt eða félaginu boðið á fund til að fara yfir tilboð sitt. Eykt taldi aðferð bæjar- ins við yfirferð tilboða ekki í sam- ræmi við ákvæði útboðsgagna og kærði ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin svaraði kröfu Eyktar á þann hátt að nefndinni væri ekki heimilt að fjalla um inn- kaup sveitarfélaga sem eru undir viðmiðunarmörkum EES, en þau eru um 450 milljónir króna sé um verk- legar framkvæmdir að ræða. Efnis- leg afstaða í málinu liggur því ekki fyrir. Ég harma þetta sérstaklega. Þeir sem telja á sig hallað í útboð- um vegna opinberra innkaupa eiga að geta leitað réttar síns hjá kæru- nefnd útboðsmála og eftir atvikum hjá dómstólum. Fyrir liggur að kærunefndin telur sig ekki geta fjallað um opinber inn- kaup sé verkupphæð framkvæmdar undir um 450 milljónum króna. Eins og staðan er nú í þjóðfélaginu, þegar krafan um gagnsæi er á vörum allra, er þessi afstaða kærunefnd- arinnar ekki viðunandi. Við sem að verkframkvæmdum komum hljótum að tala einum rómi fyrir opnum og gagnsæjum útboðsferlum opinberra aðila í smærri sem stærri verkum á öllum stigum. Það er allra hagur. Höfundur er forstjóri byggingarfélagsins Eyktar. Opin og gagnsæ útboð – allra hagur UMRÆÐAN Ari Teitsson skrifar um sparisjóði Á undanförnum mán-uðum hefur viðhorf okkar til margra hluta tekið breytingum en þó hefur bankakerfið komið mest á óvart og valdið tjóni sem vart verður metið. Margt hefur verið rætt og ritað um orsakir bankahrunsins en nið- urstaða umræðunnar gæti í stuttu máli verið eftirfarandi: Græðgi mannskepnunnar eru lítil takmörk sett og margir ganga ótrú- lega langt í að nýta stöðu sína til að skara eld að eigin köku. Mikið vill meira og því stærri sem fjármálafyrirtæki verða því minni er þjónustulund við þá smærri (útrás meginmarkmið?). Þrátt fyrir góð áform um annað leiðir rekstur í hlutafélagaformi jafnan til að megineignarhald og völd færast á fáar hendur. Hyggin þjóð lærir af reynsl- unni og því hlýtur eignarhald fjármálafyrirtækja, stjórnun þeirra og starfsvettvangur að taka breytingum. Rökrétt virðist að þær breytingar feli m.a. í sé eftirfarandi: Verulegar takmarkanir á eignar- aðild og völdum (dreifð ábyrgð). Hagkvæmni í rekstri og þjón- usta við fólk og atvinnulíf í nærum- hverfi markmið fremur en ágóði til eigenda og starfsfólks. Stjórnun og ákvarðanataka sem næst viðskiptavinum. Þau fjármálafyrirtæki sem best uppfylla ofangreind skilyrði eru án efa svæðisbundnir sparisjóðir, enda virðist sem æ fleiri geri sér grein fyrir að sparisjóðirn- ir séu valkostur í uppbygg- ingu bankaþjónustu til framtíðar að uppfylltum ákveðnum forsendum. Eigi sparisjóðir að verða virk fjöldahreyfing fólksins á hverju svæði þarf laga- rammi þeirra að tryggja að þeir séu opnir fyrir smáum og stórum stofnfjáreigendum sem vilja taka þátt. Skýrt þarf einnig að vera að stofnfjáreigendur eigi aðeins tilkall til hæfilegrar ávöxt- unar stofnfjár og skilgreint hámark á atkvæðisrétti hvers stofnfjáreig- anda. Þá þurfa markmið þeirra um þjónustu í heimabyggð að vera skýr jafnt í orði sem á borði. Þegar þrengir að er jafnan bent á að þeir sem vilja breyta (banka)heiminum skuli byrja á sjálfum sér. Án efa eru flestir sammála um að með lögum, reglugerðaflóði og hvers kyns til- skipunum megi draga úr líkum á bankahruni á komandi árum með ærnum kostnaði. En bankaheim- inum má einnig breyta með því að gera eflingu sparisjóða sem byggja á upphaflegri hugmyndafræði þeirra að raunhæfum valkosti fólks- ins, ekki síst á landsbyggðinni. Efling sparisjóðanna gæti jafn- framt verið viðbrögð fólksins við ógnvænlegum hraða á flutningi starfa og valda til höfuðborgar- svæðisins. Höfum þó í huga að sparisjóðir eflast ekki af sjálfu sér, til þess þarf breiðan öflugan hóp heimamanna á hverju svæði og stuðning löggjafar- og framkvæmdavalds. Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Er þörf fyrir sparisjóði? GUNNAR VALUR GÍSLASON ARI TEITSSON ódýr! Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu o g/ eð a m yn da br en gl Eggjaba kki, meðalst ór egg kr. pk.279 saman í pk! 10 BAKAÐU & SPARAÐU ! Allra hv eiti kr. pk179 v 2 kíló Íslenskt jólasmj ör kr. pk.206 2 0% afslátt ur Tilboðið gildir aðeins laugardag og sunnudag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.