Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 52

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 52
 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR4 „Ég er að dúlla í þessu á kvöldin,“ segir Kristján brosandi þegar hann er heimsóttur í skúrinn heima. Erindið er að forvitnast um tómstundaiðju hans, smíði á svonefndum kjötgálga sem hann hefur þróað. Hann kveðst hafa heyrt af slíku þarfaþingi úti á Spáni og fengið þá flugu í höfuðið að útbúa eitt slíkt. „Ég var að hjálpa einhentum manni þegar ég smíðaði fyrsta gálgann. Sá hafði misst hægri höndina í umferðar- slysi og tjáði mér að hann ætti í mestu erfið leikum með að skera heilsteikt lambalæri með annarri hendi. Það er þó hans uppáhalds- matur,“ segir Kristján, sem starf- ar sem umsjónarmaður fasteigna hjá Samtökum líknarfélaga. Síðan kveðst Kristján hafa gert fleiri gálga, fundið enn betri lausnir og fullkomnari útfærslur og gefið vinum og kunningjum afraksturinn. „Ég merki brettin með nöfnum eða sumarbústaða- heitum og geri þannig gjöfina enn persónulegri. Svo hef ég líka almennar áletranir eins og Gjörið þið svo vel og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Nú er hann kominn í gírinn og fús til að smíða kjötgálga fyrir Pétur og Pál. „Ég hef gaman af þessari iðju,“ segir hann. „Því áhaldið svínvirkar.“ gun@frettabladid.is Persónulegur hlutur sem nostrað hefur verið við Kristján Sveinsson smiður er handlaginn og hugmyndaríkur náungi sem hefur hannað sérstakt búsáhald. Það er skurðarbretti sem heldur heilum lambalærum í föstum skorðum. Hann kallar það kjötgálga. Kristján með gálgann sem auðveldar allan niðurskurð á kjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Trúbadorarnir Unnur Arn- dísardóttir, eða Uni eins og hún kallar sig, og Jón Tryggvi Unnarsson hafa stillt saman strengi sína og æft upp jóla- söngva og lög af nýútgefnum sólóplötum þeirra beggja. „Þetta er einlægt og fallegt efni sem skapar fallega og skemmti- lega jólastemningu við hvaða til- efni sem er,“ segir Uni þegar hún er spurð út í dagskrána sem þau Jón Tryggvi hafa æft. Hún nefn- ir lög eins og Nóttin var sú ágæt ein, White Christmas og Bráðum koma blessuð jólin sem séu á list- anum. „Já, við verðum á rólegu nótunum frekar en hitt, þannig að fólk má ekki búast við okkur í banastuði,“ tekur Jón Tryggvi undir. „Reynum að hafa þetta eins notalegt og hægt er.“ Uni og Jón Tryggvi spila á gít- ara undir söngnum og eru bæði að gefa út sínar fyrstu sólóplötur um þessar mundir – þó ekki með jólalögum. Uni segir þau hafa verið að spila saman allt þetta ár en hún fór líka um landið í sumar í söngferðalag með kventrúba- dorum sem kalla sig Trúbatrix- urnar. Þá sem vantar lifandi tónlist fyrir jólahlaðborð, litlu jól eða annað tilefni geta haft samband við Uni í síma 696-5867 eða Jón Tryggva í síma 770-2156. - gun Verða á rólegum jólanótum Unnur og Jón Tryggvi syngja saman á hverjum degi og eru því vel undirbúin fyrir aðventuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skoðaðu matseðilinn okkar · www.castello.is · sími: 577 3333 Í tilefni 2 ára afmæli Castellos 40% afsláttur af sóttum pizzum tilboð gildir ekki í sal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.