Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 72

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 72
44 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR L jóð Þor- steins frá Hamri eru yfirleitt fremur yfirlætis- laus við fyrstu sýn og jafnvel kurteisleg.“ segir Guðmundur Andri Thorsson, rit- höfundur, sem þekk- ir vel til verka Þor- steins. „Hann hefur verið sagður lágmælt skáld. En um leið ein- kennast ljóðin alltaf af auðþekktu tungu- taki, sterku jafnvægi og mikilli heiðríkju. Þau eru alltaf fögur smíð. Hann er hreinn og beinn, einarður en um leið dálítið dulur; stundum liggur tilefni ljóðanna og eiginlegt umfjöllunarefni ekki í augum uppi fyrir lesanda sem áttar sig kannski ekki allt- af á þeim vísunum sem Þorsteinn notar, en ljóðin hefja sig upp yfir upphaflega kveikju og lifa sjálf- stæðu lífi. Myndmálið í ljóðum Þorsteins er aldrei þvælið heldur alltaf skýrt og oft sláandi skáld- legt og frumlegt. Það er eiginlega eitt af megineinkennum hans.“ Að sögn Guðmundar er hægt að skynja alla ljóðsögu Íslendinga bak við ljóð Þorsteins. „Og þaðan kemur þessi þungi sem við finn- um í hverri línu hjá honum. Þar getur vottað fyrir dróttkvæðum háttum og hann á það til að nota kenningar frá eftirlætisskáldi sínu Sigurði Breiðfjörð, stef úr gömlum danskvæðum stinga upp kollinum í einhverri mynd og ekki fer á milli mála hversu nærri stórskáld 19. aldarinnar standa honum, ekki síst nafni hans Erlingsson sem hann sótti til stafsetninguna um árabil. En en um leið eru ljóðin alltaf persónu- leg og nútímaleg, hér og nú og eiga við okkur brýn erindi, sem eru alveg sér- staklega aðkallandi nú á dögum.“ Starfi Þorsteins má skipta í þrennt, að sögn Guðmundar Andra, þó að ljóða- gerðin sé langsam- lega fyrirferðar- mest. „Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur sem eru óvenjulegar í íslenskum bókmenntum því að þar mætist ævintýraheimur miðaldasagna og nútíminn á hugvitsamleg an hátt, þær eru fullar af leik og hugarflugi; hann hefur líka skrif- að sagnaþætti, sem eru merkileg íslensk bókmenntagrein í beinu framhaldi af sagnaritun mið- alda - kannski eru þeir Þorsteinn og Hannes Pétursson (sem líka hefur lagt stund á þessa bók- menntagrein) síðustu höfund- ar okkar í beinni röð frá hinum nafnlausu höfundum Íslendinga- sagnanna. Og ekki má gleyma því að Þorsteinn er eftirsóttur yfir- lesari og prófarkalesari og starf- ar þannig að því að fegra málið bak við tjöldin. Á sinn hógværa en festu- lega hátt eru ljóð Þorsteins and- svar við margháttuðum feikn- um nútímans - kannski hið eina mögulega andsvar. Þar er haldið fram verðmætum sem ber að varðveita, og enginn getur varðveitt nema við. Menn- ingararfurinn er alls staðar ofinn í verk Þorsteins frá Hamri; og verk hans eru um leið ákall um að gæta hans.“ Skáldið frá Hamri Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu í vikunni. Þorsteinn er eitt afkastamesta og áhrifaríkasta ljóðskáld okkar daga. Bergsteinn Sigurðsson leitaði til nokkurra yngri skálda og bað þau að segja frá áhrifum hans á þau og velja ljóð sem þau halda upp á. Í ORÐASKÓGI „Menningararfurinn er alls staðar ofinn í verk Þorsteins frá Hamri,“ segir Guðmundur Andri. „Þar er haldið fram verðmætum sem ber að varðveita, og enginn getur varðveitt nema við.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐMUNDUR ANDRI Þorsteinn frá Hamri yrkir ljóð fyrir lengra komna þar sem fortíð og nútíð sameinast á listilegan hátt. Á bak við hvert orð býr djúp þekking á sögu okkar, menningu og tungu og því ákaflega viðeigandi að hann skyldi fá verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar. Samband okkar við fortíðina er einmitt yrkisefnið í ljóðinu Veðruð orð úr Dyrum að draumi sem kom út fyrir fjórum árum. Ég veit líka að Þorsteini þykir sérstak- lega vænt um þetta ljóð. GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR „Líkt og reimt“ Þorsteinn frá Hamri er völundur íslenskra ljóðskálda – lesi maður ljóð hans fær maður á tilfinninguna að hann hljóti að búa innan í fjöll- unum, ofan í hellum innan um dropasteina. Hann er í senn smíðadvergur og galdrakarl, stærstur og minnstur í sínu fagi, roggnastur og lítillátastur. Það verður ekki hjá honum komist – á nærri því hálfrar aldar ferli hefur hann byggt bautastein í ljóðveginn sem allir sem leggjast með íslenskri ljóðlist, hvort heldur er sem lesendur eða iðkendur, verða að sættast við, vingast við og komast í kringum. EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Völundur íslenskra ljóðskálda Mansöngur Kynjum sleginn úr kólguhríð kem ég að segja orð við þig meðan ég næturnökkvans bíð: Nú hafa élin bætt í sig mistri sem hneig á mörk og sjó. Hið mennska andvarp skelfur þar! Sólin rís, og þá sérðu hvar sagan ryður minn vetrarskóg. Úr Langnætti á Kaldadal (1964). Veðruð orð Veðruð orð – eins og fundin í rofi: sundruð, stök; máð, en trúlega mennsk ... Við reynum að ráða í innbyrðis afstöðu, legu, lögun – og brátt víkkar og hækkar veröldin: eitt sinn sló hér hjarta; já, blóð var hér, búksorgir, líf! Og eitthvað að auki. Þá verður allt í einu líkt og reimt ... Eitthvað að auki. Úr Dyrum að draumi (2005) Þorsteinn frá Hamri setur svo mikið af sjálfum sér í skrif sín að maður fær á tilfinninguna að á bak við hvert ljóð búi áratuga ráp milli heima og margra daga yfirlega. Ég get ekki sagt að ég eigi mér eitthvert eitt uppáhaldsljóð eftir hann en ég man glöggt að þegar ég var um eða undir tvítugu las ég bók hans „Í svörtum kufli“ og var hrifin, fannst hún spenn- andi og ævintýraleg. Nú þegar ég fletti henni aftur gladdist ég sérstaklega af endurfundunum við ljóðið „Dýr“. Það endar svona: ó kært mun sólinni að sýna okkar spor á sömu leið og út með sjó í vor og liggja lengra brott – ó mér er vært að vera dýr og vita annað dýr og vita að það er gott. Úr Í svörtum kufli (1958). GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Í hverju ljóði býr áratuga ráp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.