Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 94
66 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Með þessa galdrakarla, Davíð, Adda, Guðna og Pétur, þarf maður að vera ansi lélegur að klúðra þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison um sína nýj- ustu plötu. Þar er að finna níu gömul lög eftir hann í nýjum útgáfum, þar á meðal Murr Murr, I Want You og Go Blind. Lögin spiluðu þeir félagar í breyttum útgáfum á tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja eftir plötunni Mugiboogie. „Þetta voru vel yfir hundrað tónleikar á einhverju hálfu ári. Síðustu tvö ár höfum við túrað dálítið mikið og mér fannst svo gaman hvað lögin voru allt- af að breytast, sem er kannski eðlilegt þegar maður spilar svona mikið,“ segir Mugison. „Ég ákvað að kýla á þetta og skrásetja þetta, þannig að ég fór með strákunum í stúdíó og pantaði pitsur og bjór. Þetta var æðislegur dagur.“ Mugison er þessa dagana á tónleikaferð um landið til að kynna nýju plötuna ásamt gítargoðsögninni Björgvini Gíslasyni. „Það hefur gengið mjög vel. Það er frá- bært að fá að kynna Bjögga fyrir minni kynslóð sem þekkir hann kannski ekki nógu vel.“ Framundan hjá Mugison er að ljúka við gerð nýs hljóðfæris, sem hann er einmitt að prufukeyra á tónleikaferðinni. Á næsta ári eru síðan væntanlegar tvær plötur frá honum. Önnur þeirra er sungin á íslensku en hin er tilraunakennd þar sem nýja hljóðfærið kemur við sögu. - fb Galdrakarlar spila breytt lög MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison er á tónleikaferð um landið til að kynna sína nýjustu plötu. Sigríður Halldóra Matthíasdóttir l í kamsræktarþjá lfar i , eða Sigga Dóra, er hvergi smeyk við kreppuna heldur opnar í dag 400 fermetra líkamsræktar- og heilsumiðstöð. „Ég er alveg ósmeyk við þetta,“ segir Sigríður Halldóra Matthías- dóttir líkamsræktarþjálfari, eða Sigga Dóra, sem opnar í dag 400 fermetra líkamsræktar- og heilsu- miðstöð á Stórhöfða 17. Sigga Dóra er enginn nýgræðingur þegar kemur að heilsurækt því hún hefur kennt í Veggsporti og Varma í Mos- fellsbæ um árabil, auk þess sem hún heldur regulega lífsstílsnám- skeið fyrir smærri hópa á Flór- ída. „Nú er ég að láta drauminn rætast og opna líkamsræktarstöð með glæsilegri dekurstofu á efri hæðinni. Þar verður meðal annars gufubað, nuddarar og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Sjálf verð ég áfram með Líkama og sál nám- skeið og svo verða allskyns nýjung- ar, svo sem danskennsla, jóga og jafnvel spákonur. Allt sem snýr að heilsu og dekri,“ segir Sigga Dóra sem var önnum kafin við að leggja lokahönd á húsnæðið fyrir opn- unina þegar blaðamaður náði tali af henni. „Fasteignabransinn var hérna til húsa árið 2007, en nú er gaman að sjá þetta húsnæði vera nota fyrir dekur og til að fá fólk til að hugsa um heilsuna,“ bætir hún við. En er ekki erfitt að opna nýja heilsuræktarstöð í kreppunni? „Það hefur verið vaxandi aðsókn í líkamsræktina hjá mér og mér finnst fólk vera að sækja meira í að fá líkamann og andlegu heilsuna í lag. Ég er ekki fjárhagslega vel stödd, en ég er svo heppin að ég hef marga kúnna sem hafa verið hjá mér til margra ára og þar á meðal eru arkitekt, smiður, rafvirki og pípari. Þeir lögðu fram sína vinnu og hvöttu mig til að taka sénsinn,“ segir Sigga Dóra. - ag Viðskiptavinirnir hjálpuðu LÚXUS HEILSUMIÐSTÖÐ Sigga Dóra opnar 400 fermetra lúxus heilsumiðstöð á Stór- höfða 17 milli klukkan 17 og 19 í dag. Þar verður boðið upp á fjölbreytta líkamsrækt og dekur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hönnunarkeppni grunnskól- anna fer fram á morgun. Að sögn skipuleggjanda keppninnar er þema keppn- innar að þessu sinni endur- vinnsla. 64 lið taka þátt. „Það eru 64 lið sem keppa í ár, alls staðar að af landinu,“ segir Margrét H. Ægisdóttir, forstöðu- maður Mekka og skipuleggandi Stíls, hönnunarkeppni félags- miðstöðva á Íslandi. Keppnin fer fram í níunda sinn í Vetrargarð- inum í Smáralind á morgun milli klukkan 13 og 18. Þemað í ár er endurvinnsla, en markmið Stíls er að hvetja ungt fólk til listsköp- unar og gefa því tækifæri til að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. „Þau hanna flíkur, hár og förð- un með þemað í huga. Ég veit að margir eru búnir að vera að vinna með dagblöð, gúmmíslöng- ur, gamlar sokkabuxur, kertavax, mjólkurfernur og kóktappa svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Mar- grét og segir mikinn undirbún- ing fara í keppnina. „Keppendur þurfa að skila inn vinnumöppu þar sem þeir fara í gegnum ferl- ið og hvernig hugmyndin þróað- ist, en þeir fá 15.000 krónur frá félagsmiðstöðvunum sem þau mega eyða í hönnunina og þurfa að skila inn nótum fyrir því,“ segir hún. „Alls standa 67 fyr- irtæki á bak við okkur og verð- launin eru rosalega glæsileg. Fyrstu verðlaun eru veitt fyrir „heildarlúkk“, síðan veitum við sér verðlaun fyrir hár, förðun, hönnun og vinnumöppuna og svo eru veitt heiðursverðlaun Sorpu í ár,“ útskýrir Margrét. Dómnefnd- ina skipa meðal annars tónlistar- maðurinn Haffi Haff, Aðalheiður Birgisdóttir, hönnuður í Nikita, og starfsfólk frá hárgreiðslu- stofunni Solid. Aðspurð segist Margrét búast við góðri mæt- ingu á keppnina. „Í fyrra mættu um 2.000 manns svo ég býst við troðfullum Vetrargarði í dag.“ - ag Hanna út frá grænni hugsun STÍLL 2009 Hönnunarkeppnin Stíll fer fram í Smáralind í dag milli klukkan 13 og 18 og býst Margrét við troðfullum Vetrargarði. > ENGINN TÍMI FYRIR KYNLÍF Desperate Housewives-leikkonan Eva Longoria Parker segist hafa lítinn tíma fyrir kynlíf. Longoria, sem er gift körfu- boltakappanum Tony Parker, segir þau einungis hafa tíma til að njóta ásta um helgar þegar hún flýgur til Texas þar sem Parker spilar með San Antonio Spurs. Leikkonan, sem er 34 ára, eyðir miklum tíma í upptökur í Hollywood auk þess sem hún rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki og veitingastað. NÆSTU TÓNLEIKAR: 21 nóv. Akureyri Græni Hatturinn 22. nóv. Hrísey Brekka 25. nóv. Mosfellsbær Sundlaugin í kvosinni 26. nóv. Borgarnes Landnámssetrið 27. nóv. Reykjavík Batterí Upplestrarkvöld Forlagsins á Rosenberg á Klapparstíg, sunnudagskvöldið 22. NÓVEMBER KL. 20 Kynnir: Svavar Knútur LJÁÐU MÉR EYRA! Ragna Sigurðardóttir / Hið fullkomna landslag Inga Dóra Björnsdóttir / Kona þriggja eyja Arnaldur Indriðason / Svörtuloft (leynigestur les) Jónína Leósdóttir / Ég & þú Einar Már Guðmundsson / Hvíta bókin Kristín Marja Baldursdóttir / Karlsvagninn (Silja Aðalsteinsdóttir les) Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir N1 Deildin KONUR Laugardagur Mýrinni Digranesi Stjarnan - Víkingur HK- KA/Þór 14:00 14:00 2009 - 2010 KARLAR Mýrinni Stjarnan - FH 16:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.