Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 101

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 101
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009 Tónlist ★★★ Don‘t Be a Stranger Feldberg Fínn frumburður hjá Feldberg Sá ósiður færist sífellt í vöxt að popparar selji lög í auglýsingar, sem síðan eru keyrðar ofan í kok almennra sjónvarpsáhorfenda svo mánuðum skiptir áður en smíðarnar skjóta upp kollinum, harkalega gjaldfallnar, á plötu. Sérstaklega er slíkt hvimleitt þegar um er að ræða prýðislög eins og Don‘t Be a Stranger og Running Around á fyrstu plötu dúettsins Feldbergs (Einars Töns- berg og Rósu Birgittu Ísfeld), sem eiga í raun miklu betra skilið en gælunöfnin „Nova-lagið“ og „Kringlu-lagið“. Bæði eru nefnilega ágætis dæmi helsta styrkleika plötunnar. Don‘t Be a Stranger er hreinræktuð, ljúf og sykursæt poppplata og þykist ekki vera neitt annað. Lykilatriði er frábær hljóðblöndun og stórskemmtilegar útsetningar, sem minna á köflum yfirþyrmandi mikið á hina sænsku Cardigans upp á sitt besta. Þá er allur hljóðfæraleikur og forritun einkar fagmannleg, brugðið er á leik með banjó og óbó og klapp, flaut og tölvuleikjahljóð gefa mörgum lögunum laufléttan og hressandi blæ. Hvíslkenndur söngstíll Rósu er að sönnu sérstakur og hentar verkefninu vel (sérstaklega í hinu rólega Eleven, einu sterkasta lagi plötunnar), en gerist ofurlítið einhæfur þegar á líður. Hæfileikarnir leyna sér þó ekki og gaman væri að heyra söngkonuna skrúfa örlítið betur frá í næstu umferð. Sjálfar lagasmíðarnar eru misgóðar. Í hinu lagskipta og draumkennda Sleepy, hættulega grípandi ástardúettinum Dreamin‘, Love Me Tomorrow og In Your Arms er á ferð skothelt popp. Önnur lög eru full fyrirsjáanleg (Fare- well og You & Me) eða rislítil (House Of Fun, þar sem Einar heiðrar, óafvit- andi eður ei, minningu Kurts Cobain eins og hann gerði með hljómsveitinni Cigarette um miðjan tíunda áratuginn, en upphafs-riffið minnir mjög á Nirvana-lagið All Apologies.) Í heildina er þó um að ræða fína poppplötu, sem gefur fögur fyrirheit um framtíð Feldbergs. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Hreinræktað, hresst og sykursætt popp á góðri plötu. Sony Walkman Verð: 15.990kr. Sony hljómtæki fyrir iPod Verð: 49.900kr. IdeaPad fartölva er betri hugmynd og kostar aðeins frá 69.900 kr. Fáðu fleiri betri hugmyndir að jólagjöfum hjá okkur. Logitech lyklaborð og mús Verð: 9.800kr. 320GB My Passport hýsill Verð: 16.900kr. Bose heyrnartól Verð: 24.900kr. Verslun Nýherja, Borgartúni 37 Glæsilegir vinningar! Spennandi leikur á betrihugmynd.is netverslun.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.