Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 104

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 104
 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Birna Gunnlaugsdóttir Gunnar Sverrisson Hrefna Hákonardóttir Joost van Erven Linda Laufdal Unnur Sandholt Þorgerður Sigurðardóttir Hlíðasmára 15, sími 564 5442, www.tap.is S J Ú N Við höfum flutt starfsemina aðeins neðar í brekkuna, í húsnæði sem er sérsniðið að þörfum okkar. Við erum á jarðhæð þannig að aðgengi gæti ekki verið þægilegra. Aðstaðan er rúmgóð, björt og stórglæsileg. Verið velkomin til okkar í Hlíðasmára 15, 1. hæð. GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi Bakkafjörður Mónakó Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Shell Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Hrísey Eyjaljósið Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði N1 Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Hlíðarkaup Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. Patreksfjörður Bakkafjörður Hrísey FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að Steven Gerrard verði í byrjunarliði Liver- pool sem mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gerr- ard hefur ekki verið í byrjunarliði félagsins í deildarleik síðan í upp- hafi október en á þeim tíma hefur liðinu gengið skelfilega og aðeins unnið einn leik af níu í öllum keppnum. Keppni í deildinni hefst aftur í dag eftir landsleikjafrí. „Við vitum að Gerrard er afar mikilvægur leikmaður í okkar liði,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, í samtali við enska fjölmiðla í gær. „Það er vonandi að hann spili vel og skori jafnvel sigurmarkið í leiknum.“ Benitez staðfesti einnig að fjöl- margir leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða séu nú leikfærir á nýjan leik. Þetta eru þeir Dani- el Agger, Alberto Aquilani, Martin Kelly, Glen Johnson, Lucas Leiva og Yossi Benayoun. Fernando Torres er hins vegar meiddur og verður ekki með. Manchester City hefur hins vegar tapað aðeins einum leik í deildinni til þessa. Gallinn er hins vegar sá að liðið hefur gert fimm jafntefli í röð og er aðeins með eins stigs forystu á Liverpool í deildinni. „Liverpool hefur verið í topp- slagnum í deildinni og í Evrópu í mörg ár. Við þurfum hins vegar nú að fara á heimavelli liða eins og Liverpool og sækja þangað stig,“ sagði Hughes. „Við sýndum þegar við spiluðum á Old Trafford að við getum staðið okkur vel á úti- velli gegn stóru félögunum. Það er mikilvægt að okkur takist vel upp nú því Liverpool er eitt þeirra liða sem við viljum taka fram úr í ár.“ Manchest- er United mætir Everton og munu Alex Ferguson og hans menn sjálf- sagt leggja höfuð- áherslu á að komast aftur á beinu brautina eftir að liðið tapaði 1- 0 fyrir Chel- sea í síðustu umferð. Chelsea er með fimm stiga for- ystu á Unit- ed og Ars- enal á toppi deildar- innar. „Nú byrjar keppnin í deildinni almenni- lega,“ sagði Ferguson og lýsti yfir ánægju sinni með það að leik- menn þyrftu ekki fara í annað landsliðsfrí fyrr en í mars næstkomandi. „Við fáum nú að vera með leikmennina hjá okkur þangað til í mars. Við erum afar ánægðir með það.“ Hann sagði forystu Chelsea ekki óyfirstíganlega. „Það hefur sýnt sig aftur og aftur í úrvalsdeild- inni að fimm stiga forysta er ekki mikil forysta á þessum árstíma.“ Chelsea tekur á móti Wolves á heimavelli í dag en síðar- nefnda liðið er í næst- neðsta sæti deildar- innar og þykir ekki líklegt til afreka á S t a m fo r d Bridge. Þ á mæt i r Arsenal liði Sunderland á útivelli. Fjölmarg- ir leik- menn liðsins eiga við meiðsli að stríða, til að mynda Robin van Persie sem meiddist í leik með hollenska landsliðinu. Hermann Hreiðarsson er loksins orðinn leikfær á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með Ports- mouth á leiktíðinni til þessa vegna meiðsla. Portsmouth er í botnsæti deildarinnar með sjö stig en getur lagað stöðu sína örlítið með sigri á Stoke á útivelli á morgun. Tottenham og Aston Villa eru í 4. og 5. sæti deildarinnar og eiga möguleika á að blanda sér enn frekar í toppbaráttuna. Aston Villa mætir Jóhannesi Karli Guð- jónssyni og félögum í Burnley á útivelli í dag. Burnley hefur reynd- ar átt frábæru gengi að fagna á heimavelli og unnið fimm af sex leikjum sínum heima. Tottenham hefur einnig gengið vel á heimavelli en liðið mætir Wigan á morgun. Alls hefur Tottenham unnið tíu af síðustu tólf heimaleikjum sínum. eirikur@frettabladid.is Gerrard loksins klár í slaginn Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Liverpool er liðið mætir Manchest- er City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síð- ustu níu leikjum sínum í öllum keppnum en City þarf einnig á sigri að halda. STEVEN GERRARD Verður væntanlega í byrj- unarliði Liverpool í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur Liverpool - Manchester City 12.45 Birmingham - Fulham 15.00 Sunderland - Arsenal 15.00 Burnley - Aston Villa 15.00 Hull - West Ham 15.00 Chelsea - Wolves 15.00 Manchester United - Everton 17.30 Sunnudagur Bolton - Blackburn 13.30 Tottenham - Wigan 15.00 Stoke - Portsmouth 16.00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.