Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 12
EITT ANDIAT - TVÆRIKKJUR Þessar hilliir eru byggðar npp á þann hátt, að málmlistar eru skrúf- aðir á vegginn meff meters millibili. Þeir eru gataöir og hillufesting- urnar eru látnar i götih. Neffst er komiff fgrir skrifboröi á sama hátt. Þctt undarlegt kunni að virðast, var hinn kunni bandaríski rithöfundur John McPartland í rauninni tveir gerólíkir menn. Tilvera hans var tvískipt, og hann átti sér tvær fjölskyldur — í einu! Það er alkunna, að lífið skrifar tiðum sína sorgarleiki, — við sjáum það daglega í öllum blöðum. En stundum tekur það^ einnig upp á því að skrifa gamanleiki og Þá svo bráð- snjalla, að sérhver rithöfundur hefur ærna ástæðu til þess að verða grænn af öfund. Aðalpersónan í þessum gamanleik var reyndar ekki rithöfundur gaman- leikja. En hann var alkunnur sem höfundur fjölda leynilögreglusagna. Bækurnar, sem John McPartland skrifaði, höfðu selzt í milljón eintök- um. Einkum seldist bókin No Down Payment vel i Bandaríkjunum. Eitt andlát — tvær ekkjur. Þessi gamanleikur hefst ekki eins og venjulegir gamanleikir: Hetjan sjálf deyr nefnilega næstum áður en tjaldið er dregið frá. Hinn 47 ára gamli McPartland var nýkominn heim úr ferðalagi, Þegar hann lézt skyndi- lega úr hjartaslagi. Samkvæmt dánar- tilkynningunni lét hann eftir sig ekkju og fimm börn. En þetta var ekki nema hálfur sannleikurinn, eins og við komumst brátt að. Kona hans og börn tóku sér þetta auðvitað ákaflega nærri, eins og lög gera ráð fyrir. En smám saman tóku blöðin að kynna sér málið nánar, og það kom upp úr kafinu, að McPart- land hafði ekki verið við eina fjöl- ina felidur. Daginn eftir andlát McPartlands hurfu ekkja hans, Eleanor, og börn hennar skyndilega. Lögreglan tók nú að leita þeirra, og nú rak hver at- burðurinn annan. Lögreglan í heimabæ McPartlands, Monterey í Kaliforníu, tók nú að rannsaka málið, en hvergi sást targ- ur né tetur af hinni 45 ára gömiu Eleanor og börnum hennar fimm. Blöðin tóku nú að skrifa um þetta dularfulla hvarf, og árangurinn varð bessi: í litlum bæ nálægt tvö hundru'5 kilómetrum sunnan við Monterey kom kona nokkur að máli við lögrsgiuna og sagðist vera Ida McPartland. — Ég er ekkja rithöfundarins, Johns McPartlands, og þetta er sonur hans, sagði hún og benti á tíu ára gamlan snáða, sem komið hafði með henni. — Eruð þér frú Eleanor McPa."t- land? spurði lögreglumaðurinn. — Frú Eleanor McPartland er ekk: til, sagði konan. — Ég heiti Ida Mc- Partland, og ég giftist hinum látna í Texas árið 1943 — Þér eruð þá fyrri kona hans? - Nei, eina kona hans. — En hvað þá um frú Eleanor Mc- Partland? — Ég segi, að maðurinn minn hafi aldrei verið giftur annarri konu! Lögreglan taldi, að kona þessi væri hreinn svikari, og hún varð að leita á náðir lögfræðinga til þess að sýna mönnum fram á, að hún var sú, sem hún þóttist vera: ekkja hins vinsæla rithöfundar Johns McPartlands. Það kom upp úr kafinu, að hann hafði átt tvær fjölskyldur og lifað með þess- um tveimur konum sem könnuðust miög vel hvor við aðra. En hann var aðeins giftur annarri þeirra, Idu Mc- Partland. Kostur góffs mannorffs. Þegar John McPartland giftist Idu árið 1943 í smábænum Tyler í Texas, var hann í hernum og hafði ekki skrif- að eina iínu. Stuttu eftir striðslok hætti hann í hernum Áður hafði hann verið bókhaldari. en nú hafði hann einsett sér að verða rithöfundur. 1 fimm ár lifði hann fremur ömur- legu lífi í bænum Mill Valley í táaliforniu. Þá skrifaði hann bókina No Down Payment, sem seldist gífur- iega næstu mánuði. Hann var skyndi- lega orðínn vel efnaður maður. Sama ár — 1948 — ól hin fagra kona hans, Ida. honum son. Nú börðust. bókaforlög. dagblöð. tímarit og aðrar stofnanir um að vinna hann á sitt band. Hann fór nú í fyrir- Á siöústu áram liafu þungir bókaskápar og fastar végghillur þokaff fgrir ýmsum qerffum af lausum vegghillum. Þaff er miklu léttara gfir þeim og auðvelt aff bregta þeim, þar sem sjálfar hillurnar eru lausar og fœranlegar. Ilér er lítiff skrifborff ásaml hillum fgrir btvkur og timarit. lestra- og upplestraferð. Þá kom hann einnig við í Monterey, gömlum bæ, þar sem Spánverjar höfðu setzt að, þegar þeir fluttust til Kaliforníu, en þar er ákaflega fallegt og sólríkt. Annars er bærinn þekktur sem fæð- ingarbær hins fræga rithöfundar Johns Steinbecks. Kona nokkur á fertugsaldri var potturinn og pannan í öllu viðskipta- lífi staðarins. Eleanor hét hún og var formaður i kvennasamtökum staðar- ins, leshring Monterey, Fimmtudags- klúbbnum og, að því er virðist, fjölda annarra félaga. Auk þess var hún flokksforingi yfir skátastúlkunum i borginni. Eftir fyrirlestur og upplestur Johns McPartlands í Monterey hélt formað- urinn, Eleanor, honum samkvæmi heima í litla, notalega húsinu sínu. Þegar fyrirlestraferðin var á enda, settist McPartland að í Monterey, i litla, notalega húsinu, þar sem hann hafði fengið svo gómsæta máltíð fyr- ir skemmstu. Enginn efaðist nú um, að Eleanor væri nú orðin frú Mc- Partland. Ekki einu sinni þegar fyrsta barn þeirra fæddist, — fyrr en búizt var við, — varð sá atburður til þess að gefa kjaftakerlingum smáborgar- innar tilefni til að iðka listir sínar. Það var skoðun manna, að þau hefðu ef til vill verið gift lengi, — i Ameríku er það ósjaldan, að frægt fólk giftist á laun. Kjörin „Móðir ársins“. Ef einhver hefði vogað sér að gefa í skyn, að þetta væri ekki allt með felldu, hefði McPartland orðið fátt um svör. Lif hans var næsta furðulegt. Frú Eleanor hafði þó greinilega lagt honum lífsreglurn- ar: Hann varð fyrirmyndar eigin- maður. Það kom engum á óvart, að Eleanor var fyrirmyndar-eiginkona. Eftir sex ár voru komin fimm börn i litla, notalega húsið. Og með jafnreglulegu millibili birtust nýjar bækur eftir McPartland, — metsölu- bækur, sem seldust eins og volg brauð. John McPartland lét eftir sig nálægt fimm milljónum króna. John M'cPartland varð mikill at- kvæðamaður í borginni, heiðursfor- maður i fjölda félaga, þar á meðal í foreldrasamtökum Monterey, og lét þar mikið að sér kveða. Þegar stjórnmálamenn komu til bæjarins i kosningaleiðangri, var það sjálfsagt að búa hjá MePartlands-hjónunum, hvort 12 YIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.