Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 15
Kóberto Rosselh'ní kvikmyndastjóri staddur í París að sækja Sónalí og dóttur þeirra, Paólu Raffaellu, til Itómar. BAriKtkarltnn ROSSELL1N1 Hinn ítalski kvikmyndastjóri Róberto Rossellíní, hinn heimsfrægi kvennabósi og ínunaðarseggur, á miklu barna- láni að fagna, enda hafa ailar konur hans verið gáfaðar og miklum hæfileikum gæddar til líkama og sálar. Fyrsta kona Rossellínis, Marsella de Marchis, ól honum son, sem heitir Renzo Rossellíní og er gáfað og glæsilegt ungmcnni. ^ I í hjónabandi sínu við Ingrid Bergman eignaðist Rossellíní soninn Róbertino og tvíburana ísabellu og ísottu, öll hin mannvæniegustu. Nú stendur fyrir dyrum hjónaband hans og hinnar ind- versku leikkonu Sónnalí das Gúpta, en með henni hefur hann eignazt dóttur, sem er rúmlega hálfs annars árs og heitir Paóla Raffaella, hið mesta efnisbarn. Þrátt fyrir allt þetta hefur því verið spáð fyrir honum, að hann muni í elli sinni standa uppi einn og yfirgefinn. Sónali das Gúpta með dóttur sína, Paólu Raffaellu, er hún eignaðist með Rosselliní. 1 .9 Ingrid Bergman ásamt börnum sínuin þremur, er hún eignaðist með Rossellíní. Myndin er tekin í skóginum á landareign hennar og síðasta manns hennar í Frakklandi, þar sem hún fær að hafa börn sín hjá sér eftir mikil mála- ferli við Rossellíní. < Renzo Rossellíní, frumburður ætt- arinnar. í þjóðhátíðarskapi Þjóðhátíðin i Vestmannaeyjum var haldin á venjulegum tíma í „sumarsins bezta veðri“, eins og einn Eyjaskeggi orðaði það. Fyrsti dagur- inn var líka með eindæmum og annar dagur góður. Þriðja dag rigndi heil ósköp, svo að þeir, sem sváfu í tjöldum, fóru bókstaflega á flot. Eyjamenn sýndu þá enn einu sinni, hverjir höfðingjar þeir eru heim að sækja, og skutu skjólshúsi yfir aðkomumenn, sem búið höfðu í tjöldunum. Myndin er frá fyrsta degi hátíðar- innar í Herjólfsdal, og það er ekki að sjá ann- að en allir séu í þjóðhátiðarskapi. Til frádráttar Flestir kannast við leikkonuna Zsa Zsa Gabor, Nýlega voru þessi ummæli höfð eftir henni í þýzku blaði: iif Auðvitað vil ég giftast aftur. Pen- • ingar skipta þar engu máli. Ég vil meira að segja heldur mann, sem er blásnauður. Slíkan mann gæti ég nefnilega notað til frádráttar á skattaf ramtalinu! I \ gBordt?) mmna \ Frá New York berast 'þœr fréttir, aö rannsókn- farnefnd, skipuö af þing- l ? nu, hafi fyrir nokkru ■hirt (ílítsgerö um þau mörgu fyrirtæki, sem selja fólki meöul til þess aö grenna sig, einnig alls konar vélar og tceki í sama skyni. AUt þetta er fals og vísvitandi til þess gert aö svíkja pen- inga út úr fólki. Ekki er óalgengt aö sjá auglýsingar, þar sem fólki sagt, aö þaö megi eta og drekka hvaö sem þaá lystir. en grenn- ist sanít, ef rétt meöul séu notuö. Allt eru þetta svik á borö viö ávisana- fals, ef ekki vcrra, segtr þingnefndin. Náungi, sem víða hef- ur farið, sagði, að sam- keppni milli Reykjaj- víkur og Akureyrar' um það, hvor bærinn væri snyrtilegri, væri sífellt að harðna, og mætti vart á milli sjá, þótt að sínum dómi hefði Akureyri haft vinninginn fram að þessu. Hins vegar er Austurvöllur fallegur, þegar kemur fram á haustið. Akureyringar eiga sér líka völl, og heitir sá Eiðsvöllur. Ungi maðurinn á myndinni heitir Númi Frið- riksson og vann við skreyt- ingu Eiðsvallar, þegar þessi mynd var tekin. HÉR ER TÆKIFÆRIÐ. Ööru hverju eru í blööunum auglýsingar frá einmana fólki, sem vill gjarnan giftast. Allflestar þessara auglýs- inga munu vera settar þarna í römmustu alvöru, og viö Höfum þaö fyrir satt, aö ekki allfá lijónabönd komist þannig í kring. Fyrir nokkru stóö svohljóöandi auglýsing í einu þekkt- asta bluöi Þýzkalands, Die Welt: „Mjög fögur prinsessa, afkomandi einnar kunnustu konungsœttar í Evrópu, um þaö bil 25 ára, óskar eftir aö giflast manni, sem er ekki eldri en fimmtugur." Þaö er hjónabandsskrifstofa í Bad Reichenhall, sem stendiur aö auglýsingunni, og þangaö eru menn beönir aö snúa sér, ef þeir liafa áliuga á fyrir- tækinu. Myndin að neðan er af Guð- mundi Jónssyni verkstjóra hjá simanum. Guðmundur er bú- inn að vinna hjá þeirri ágætu stofnun í fjölda mörg ár, — segist vera orðinn hálfgerður forngripur, en þeir yngri mega sannarlega vara sig, því að Guðmundur er léttur í lund og frár á fæti. Hann hefur líka oftastnær marga unga menn undir sinni stjórn, og fer vel á með þeim og verkstjóranum. i EITT RIF OO ANNAÐ EKKl. Kennarar viö sunnudagaskóla í Södermalm í SvíþjóÖ hafa nýlega sent menntamálaráöherra landsins mótmœli vegna kennslubóka út gefinna af ríkinu. 1 mótmœlunum segir, aö þaö sé óafsakanlegt aö útskýra sköpun mannsins á annan hátt en þann, sem biblían segir um Adam og Evu, — að Eva var rifbein úr Adam. Þá er þaö taliö fyrir neðan allar hellur aö skýra frá þróunarsögu mannsins og þeirri tilgátu, aö maöurinn sé upphaflega kom- inn af lungnafiski. Nú er sumarleyfum að mestu lokið og fólk komið til síns heima eftir þá upplyftingu og hvíld, sem samfara eiga að vera árlegu orlofi. Margir hafa lagt leið sína í aðra landshluta, svo að nú ekki sé talað um þá, sem hafa brugðið sér út fyrir pollinn. Hildur Hauksdóttir fór'til æskustöðvanna, Akureyrar, og enda þótt hún hafi átt heima í Reykjavík í nokkur ár, þá segist hún hvergi kunna betur við sig en norðan lands. Svo var það lfka einhver munur að vera í sólskininu þar eða rigningunni í Reykjavik. Hildur er dóttir Hauks hcitins Snorrasonar ritstjóra og er bráðfalleg, eins og myndin ber með sér. Ij^iÞað er ýmislegt jjlEBj— sem menn leggja stund á || að safna: frí- merki, bækur, ----' bílar og jafnvel fcokkteil-uppskriftir. - Hér kemur ein hin nýjasta, birt án á- byrgðar: (bSHMHtt'MM —’W" Vi vatnsglas viskí, /i vatnsglas engi- feröl, ein sitrónusneið. Drukkið niður í hálft glas, fyllt upp með viskí. Drukkið niður í hálft glas, fyllt upp með viskí. Þetta er endurtekið, þar til maður heyrir hljóð- merkin: híbb — bíbb — bíhb! „Notið sjóinn og sólskinið.” Þessi „kroppur" heitir frene Tunc, tuttugu og fjögurra ára, og var fegurðardrottning Frakk- lands árið 1954. Upþstillingin er dálftið óvenju- leg, enda er niyndin tckin á baðstað á ítalfu, þes sem ungfrúin leikur í kvikmynd um þessar inundir. ARTHUR OG MARILYN. Margir ráku upp stór augu, þegar Marilyn og Arthur Miller, leikritaskáldiö frcega, gift- ust. Hins vegar haföi Marilyn útskýringu á þessu, og hún var þanuig: „Afkomendur okk- ar fá örugglega gáfur Arthurs og vöxt minn, og veröur þá yfirleitt á betra kosið?" Annars herma fregnir, aö þau uni sér bæöi vel í hjónabandinu. — Arthur -er svo skiln- ingsríkur, segir frúin, og víst er um þaö, aö þetta er orðið meö tanglífari Hollywood- hjónaböndum. Hér eru þau hjónin á Wáldorf Astoria-gistihúsinu. - Yið skuliun sjti hvort þeir skjóta ekki framhjú

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.