Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 24
Höfum ávallt til fjölbreytt úrval af GITURUM Útvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra Hljóðfœrav. Sigríðar Helgodittuí s.j. Vesturver — Reykjavik — Sími: 11315. Heima vi<5 eáa á baðströndinniallstaðar njótið þér lofts og sólar best með NIVEA Somarliturinn er- NIVEA-brúnn. Reglan er þessi: Takið ekki sólbað ó rakan líkamann. SniávB.niið húðirvj við sólskinið og notið óspart NIVEAI Jón á Klapparstígnum Framh. af bls. 21. gengnir framhjá. Geri ég ráð fyrir, að þeim hefði þótt ég grunsamlegur, ef þeir hefðu séð fátið, sem kom á mig. Þegar ég kom aftur ofan í göngin, stöðvaði Sjöfn borana, þvi hún hafði tuiðgu að gera, og við héldum ráé stefnu. Henni hafði komið til hugar að hætta við að sprengja; nota ein- göngu borana, því múrinn lét miklu hraðar undan þeim, en við höfðum búizt við. Ég er þeirrar skoðunar, að yfirleitt sé bezt að halda fast við þær ráða- gerðir, sem einu sinni eru gerðar, ef þær eru gerðar að vel yfirlögðu ráði, en í þetta sinn fannst mér rétt að breyta til. Við þyrftum þá ekki að láta hvellkúlurnar springa meðan við værum í bankanum, en gætum látið þær gera það nóttina eftir, og gætum við sennilega á þann hátt villt um einn dag, um það, hvenær farið hefði ver- ið í bankann. Við tókum því til að bora á ný, og eftir tæpa klukkustund var komið gat í gegnum múrinn. Það þarf engan að undra, þó það væri með forvitni og ég held hjartslætti, að við lýstum inn í gegn um það. Þegar það var orðið nógu stórt til Þess að við gætum farið að athafna okkur, kom okkur saman um, að ég skyldi fara út og njósna, hvort nokkuð grunsam- legt sæist úti, áður en lengra væri farið. En ég sá hvergi nokkurs staðar mann. , Þegar ég kom aftur, var Sjöfn, með aðstoð Jóns, búin að koma fyrir log- suðuáhöldum, er við ætluðum að skera sundur með járnhurðirnar. Við settum upp dökk gleraugu og hófum verkið. Sjöfn var búin að reyna þau áður, en ég hafði aldrei tekið á logsuðu- áhaldi fyrr. Skurður járnhurðanna gekk vel. Við skárum þær bak við lásana, og opnuð- um þær, þannig að stykkin með lás- unum stóðu eftir, og vorum við þá komin að auðæfum þeim, er við ætl- uðum að sækja. En það var fyrst og fremst ein milljón, sex hundruð og fimmtíu þúsund króna virði í mótuðu amerísku gulli (lof sé Birni Kristjáns- syni, sem réði því að þetta gull var keypt), og siðan seðlar eftir því sem við næðum í, þó án þess þeir væru í tölusettum bögglum, því við vorum hrædd um, að til kynni að vera skrá yfir þá, og að þeir væru okkur því einskis virði. Krafa Hlíðarhúsaættar- innar var ails um sjö miljónir, sem ekki var að furða, þar sem lóðir í Reykjavík eru nú yfir 25 milljón króna virði. En við náðum þarna, auk gulls- ins, ekki nema 4 milljónum króna í seðlum, þar af var ein milljón krónur i seðlum sem átti að eyðileggjast, af þvi að þeir voru orðnir svo máðir. Við tókum þvi seðla fyrir um milljón, sem voru í tölusettum bögglum, ef ske kynni að bankinn vissi ekki nánar um raðtölur þeirra og gæti því ekki aug- lýst þá. Við fórum ekki að neinu óðs- lega. Ég var að smá líta á klukkuna, til þess að gá að, að við yrðum ekki í ótíma með þetta, en klukkan varð samt tvö, áður en við vorum lcomin út í göngin aftur með öll okkar tæki. Komum við nú bæði gullinu og seðl- unum í kassana, sem við negldum aft- ur, og ókum við þeim eftir göngun- um og út í skúr. Við höfðum ætlað að hafa með okkur á brott borunar- tækin, logsuðutækin og allt annað, er gæti orðið lögreglunni bending. En það var töluverð fyrirhöfn, svo við ákváðum að bera það allt saman í þann hluta ganganna, er við ætluðum að fella saman. Þegar við vorum búm að þessu, datt mér i hug, að vissara væri að ég færi aftur inn í bankann, og gáði að, hvort við hefðum ekki gleymt þar neinu, er gæti leitt grun- inn að okkur. Lýsti ég þar í alla króka og kima, og rétt þegar ég ætlaði að fara þaðan út aftur, fann ég vasa- hnífinn minn þar á gólfinu. Ég skil ekkert i því, hvernig á hon- um hefir staðið þarna, því ég man ekkert til að ég tæki hann nokkurn tima upp. En í þvi að ég tók hann upp, flaug mér i hug ráð til þess að villa lögregluna, en datt ekki í hug þá, að ég með því væri að ieiða óþæg- indi. og erfiðleika á saklausan mann. Ég hafði um daginn fundið reykja- pípu. Það var stutt merskúmspípa, með rafmunnstykki. og var ég ennþá með hana í vasanum. Lagði ég hana nú þarna frá mér. Síðan byrjuðum við á ráðstöfunum til Þess að fella niður göngin. En þegar allt var tilbúið og við kipptum í strenginn, og göngin áttu að falla saman, þá mistókst það, og stóðu þau eftir sem áður. En er við reyndum að taka öll á í einu, varð árangurinn sá, að við slitum strenginn. Olli þetta okkur töluverðrar áhyggju, því vel gat farið svo, að göngin stæðu svona þangað til lögreglan væri að rannsaka þau, en féllu þá saman og græfu þarna marga menn lifandi. Eftir að allt þetta hafði gengið bet- ur en áætlað var, stóðum við nú ger- samlega ráðþrota. Mér var að detta í hug að við yrðum að reyna að nota dýnamit það, er við höfðum ætiað iandsbankamúrnum, en ég vissi að illt myndi að koma því við, því lífshætta var núi að fara inn i þennan hluta ganganna. Eitthvað vakti líka óljóst fyrir mér, að senda lögreglunni aðvör- unarbréf. En úr þessum vandræðum, sem höfðu komið svona snögglega, rankaði ég jafn skyndilega, og ég vaknaði upp úr þessum hugsunum mínum við að heyra ógurlegt brak. Framli. i næsta blaði. f mestA blnði *3S* Töfralæknarnir í Suður- Afríku. ■K* Eiríkur á Brúnum. Persónuleiki skólabarnsins. *3í* Þrjú viðtöl. *&• Réttir. *&* Við götuljós, nýr þáttur •&* Karlmannatízkan. Leiktu þér ekki að eldinum Framh. af bls. 7. út úr Maríönnu, sem hafði valdið Rolf svo miklum vonbrigðum. Bertil hafði látið taka frá borð á veit- ingahúsi einu, og þegar þau voru á leið þangað eftir hljómleikana, rákust þau á Rolf og Maríönnu, sem voru einnig að fara út að borða. Rolf hafði ekki látið taka frá borð, og Bertil stakk upp á þvi, að 'þau sætu hjá þeim við borð, Rolf leizt ekki sem bezt á þetta, en Maríanna þakkaði boðið, og þá gat Rolf ekki annað en látizt vara þakk- látur líka. Mönnum hefur líklega ekki fundizt mikið fjör við borðið hjá þeim. En ef nánar var að gáð, mátti V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.