Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 3
og utilegum; færu að dænii brezskra og kenndu þeim að bjarga sér i hrauni og á jöklum, vaða ár og finna áttir ■—- svo þeir standi ekki uppi eins og aumingjar seinna meir ef lúxusbíllinn bilar uppi á heiði. ViS verSum aS gæta aS þvi, aS nú er hér aS alast upp ný kynslóð, sem yfirleitt kann ekki einu sinni að ganga upp stiga innanhúss. VirSingarfyllst. Ferðalangur. Þótt höfundur sé ef til vill helzt til ein- si'/nn á það, sem ungn kynslóðina snertir, er tillagan athyglisverð. Það hefnr hvað eftir annað komið fyrir og getur alltaf kom- ið fyrir menn, sem eru á ferðalagi með einhverjum farartækjum á landi, jafnvel i hópferðum, að þeir verði, einhverra hluta vegna, að bjarga sér á eigi nspýtur sem cinstaklingar, og það ef til vill fjarri byggð. Auk þess mundu unglingar hafa mjög gott af slíkum átilegum undir stjórn og í forsjá góðra og reyndra manna. Hvað brezku skólaleiðangrana sneritr, má geta þess, að Fuch, hinn frægi suðurskautsferðalangur, hóf jökulgöngur sínar á Ok og Langjökul, sem þátttakandi í einum slíkum leiðangri — og virðist það nám liafa borið þar góð- an árangur. FLEIRT FEGURÐARDROTTNINGAR — OG Á ÖLLUM ALDRI. Kæra Vika. Hvers vegna er aðeins efnt til fegurðarsam- keppni fyrir kornungar stúlkur, sem eiginlega eru ekki orðnar kvenfólk, livaS þá meira? Hvers vegna ekki fegurðarsamkeppni fyrir konur eftir aldursflokkum, minnsta kosti upp að fimmtugu? Ég er viss um, að það mundi þykja spennandi, og verða með miklu meiri menningarbrag en þessi stelpusamkeppni, sem er runnin undan rótum bandarískra lamba- ketsbraskara. Fegurð kvenna er ekki bundin neinu sérstöku aldursskeiði, hvert þeirra um sig hefur sinn sjarma enda þótt bikiníbað- fatnaður og læranekt eigi ekki við þau öll. Ég skora á ykkur að koma þessu af stað, feg- urðarsamkeppni í að minnsta kosti fjórum aldursflokkum. Virðingarfyllst. Ein í öðrum flokkí, Þetta .er .laukrétt. .Fegruðarsamkeppni kvenna i fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða flokki — undanrásir í fyrsta og öðrum flokki í Tívoli í kvöld, í þriðja og fjórða flokki annað kvöld — því ekki það. Fyrsti flokkur í bikínileppum, annar á beíbídoll- náttfötum, þriðji í selskapskjólum, fjórði i pels eða skautbúningi ég er ekki í neinum vafa um að fólk mundi þyrpast að. Og ætli það gæti ekki farið svo, að sú sem væri „helzt elzt“ hlyti mesta lófa- klappið, þegar fegurðardrottningarnar gengju fram, allar fjórar .... ANNAÐ MAT Á HLUTUNUM HÉR .... Kæra Vika. Efnuð, þýzk menntakona var gestur hjá okk- ur hjónunum um tima i sumar, og hún trúði mér fyrir þvi, þegar við vorum farnar að kynn- ast nokkuð, að hún væri steinhissa á því að við hjónin — maðurinn minn á vist að kall- ast embættismaður — skyldum búa í háhýsi. Hún sagði að allsstaðar erlendis, þar sem hún þekkti til, en hún hefur ferðast mikið, þætti það ekki tiltakanlega fínt að búa i stórum blokkum eða háhýsum, fólk gerði það aðeins af illri nauðsyn og þá helzt það fólk, sem ekki þyrfti að hugsa svo mikið um almennings- álitið. Mér þótti þetta skjóta heldur skökku við almenningsálitið hér, þar sem blokkirnar þykja fínar, en þetta sagði hún. Vinsamlegast. Þetta er þó, svo sannarlega, eitt af þvl sem ekki er hægt. Hugsið ykkur — að kom- ast svona allt i einn að raun um, að það sem við héldum að væri fint, sé bara alls ekkert fínt, þar sem það þyki ekki fínt í útlöndum. Það er eins og mig minni að ég hafi einhverntima lesið sögukorn, gott ef hún var ekki eftir eitthvert ,,fínt“ skáld og þá vitanlega löngu dautt úr vesöld, en sú saga var um vinnukonu eða heima- sætu, sem táraðist út af þvi að geta ekki tuggið upp á dönsku, því að það hlaut að vera fint. Ætli það fari ekki nokkuð eftir íbúum húsanna sjálfum, í hvaða húsum er fint að búa og hvaða ibúar eru öðrum finni. ............................... ÞORSKAKÓNGUR .... Kæri póstur. sambandi við „sjóstangaveiðina", sem þið megið víst ekki heýra nefnda þvi nafni, hafa koinið fram ýmsar sögusagnir um það, hvað stærstu þorskar sem veiðst hafa hér við land ekki á stengur, heldur yfirleitt með þeim veið- arfærum, sem tíðkast — hafi verið stórir og þungir, en enginn virðist vita vissu sína um það. Hvernig væri að efna til enn einnar keppni og það dálitið nýstárlegrar ■— um þorsk ársins, þann mesta og þyngsta, og mætti sá, sem veiddi hann, hvernig svo sem hann færi að því, heita þorskakóngur. ÍÞetta gæti orðið til að hæna sportveiðimenn hingað, ef þeir fengju staðfest hvílikir golþorskar eru hér í sjó. Gamall þorskabani . Þvi ekki það. Sportið fyrir öllu — ís- land ferðamannaland og allt það. Þetta kvað „gefa valútu“ og valúta er fyrir öllu. Svo er bara þetta, hvar skyldu þorskarnir vera mestir þorskar. ÞVOTTALÖGUR SÖLUUMBOÐ: SkiphoH Vr SKIPHOI-Tl 1 ■ HEVKJAVIK SIMI 2-3737. ÞVÆR ALLT ILMAR DÁSAMLEGA SÉRSTAKLEGA ENDINGARGÓÐUR FER VEL MEÐ HENDURNAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.